Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 14
14 6. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Leikskólinn Hvað varstu að gera í leikskólanum í dag? Þetta er spurning sem heyrist daglega á þús- undum heimila í land- inu. Margir hafa líka fengið svarið hér að neðan, „leika mér“. Dag- inn í dag, 6. febrúar, hefur Félag leikskóla- kennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Heimili og skóla og Sam- band íslenskra sveitar- félaga, ákveðið að tileinka leik- skólanum, börnum hans og málefnum. Dagurinn er hátíðis- dagur okkar leik- skólakennara vegna þess að við stofnuð- um stéttar- og fagfé- lagið okkar fyrir tæpum 60 árum á þessum degi. Leikurinn ávallt í fyrirrúmi Sumt hefur breyst og annað ekki frá þeim tíma sem leikskólar voru fyrst starfrækt- ir á Íslandi. Frá upp- hafi hefur áhersla á leik barna ein- kennt starfið. Leikurinn hefur verið bæði markmið og leið leik- skólastarfsins. Meðal annars vegna vissu frumkvöðlanna um að börn hafi innri þörf fyrir að leika sér og að í gegn um leikinn þrosk- ist þau. Við sem trúum á gildi leiks- ins lítum ekki á hann sem afþrey- ingu, heldur teljum við hann mikilvægt og mótandi afl í lífi okkar flestra. Í leikskólanum er leikumhverfi og efniviður skipu- lagður þannig að börn læra m.a. um jafn ólíka þætti og vináttu, samhug, menningu, samstarf, læsi, stærðfræði og náttúrufræði. Oft- ast er þetta allt samþætt í leik. Ef litið er á sameiginlega þætti í daglegu starfi flestra leikskóla án tillits til stefnu eða strauma, má glögglega sjá þau námstækifæri sem í þeim felast. Einn þessara þátta er útiveran – aðalsmerki flestra íslenskra leikskóla. Námstækifæri sem felast í útiveru Leikskólar leggja almennt mikla áherslu á útiveru. Bæði vegna þess að hún er hluti af menningu okkar, en ekki síst vegna þess að útivera gefur ótal tækifæri til að nema og þroskast. Má þar fyrst nefna aukið þol og liðleika; börn hlaupa, hjóla, hrópa, moka og róla. Þau læra að standa á öðrum fæti, hoppa í parís og fara í hópleiki. Þetta eru allt atriði sem hafa áhrif á úthald og leikni. Í útiveru æfa börn sig um leið í gildum lýðræðisins. Þau vinna saman að því að skapa eigin reglur og leiki og hjálpast að. Stundum þurfa börnin að hugga félaga sem hefur dottið á sprettin- um, eða komast að samkomulagi um hver eigi að fá að hjóla næst á þríhjólinu.Þau leika það sem hæst stendur í lífi þeirra þá stundina, hvort sem það er leðurblöku- maðurinn, gæludýrabúðin eða fjöl- skyldan. Í útiveru er kennd nátt- úrufræði; bent á ský og skýjafar, hegðun og áhrif vindsins skoðuð og hitastigið metið, kannað hvern- ig áhrif rigningin hefur á jarðveg og plöntur, hvernig sumt dregur í sig vatn á meðan annað hrindir því frá. Það er fylgst með hvernig Hvað varstu að gera í leikskólanum í dag? UMRÆÐAN Íbúðalánasjóður Ný skoðanakönnun sýnir að yfir 80% þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart Íbúðalánasjóði. Staðfest er þar með barátta vinstri grænna sem hafa varið sjóðinn af hörku, þegar aðrir flokkar vildu leggja hann niður. Í skoðanakönnun Gallup kemur fram mjög skýr vilji fólks fyrir því að Íbúðalánasjóður starfi áfram í óbreyttri mynd og hefur hlutfallið aldrei verið jafn hátt. Sjóður fólksins Skemmst er að minnast aðfarar Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, Halldórs Ágríms- sonar, að Íbúðalánasjóði. Dyggilega studdir af hægri armi Samfylkingarinnar töldu þeir brýnasta málið fyrir fjármála- lífið í landinu að leggja Íbúðalánasjóð niður. Munaði minnstu að þeim tækist það ætlunarverk sitt. Einkavæddir bankarnir áttu að fá veð í öllu íbúðarhúsnæði landsmanna. Sú stefna forystu- manna Sjálfstæð- isflokkins virðist óbreytt. Og enn er tekist á um framtíð sjóðsins. Baráttumál vinstri grænna Barátta okkar vinstri grænna fyrir Íbúðalána- sjóði þótti gamaldags og heyra fortíðinni til en þjóðin er okkur sammála. Það eru svo sannarlega grundvallarmannréttindi að eiga þak yfir höfuðið. Hátt hlutfall eigin húsnæðis er styrkur íslensks velferðar- kerfis. Leiguhúsnæði á hagkvæmum kjörum á að standa til boða þeim sem það kjósa. Ekki trúi ég því að menn vildu sjá íbúðareigendur á Íslandi í sama vanda og í Bandaríkjunum en ógætilegar lánveiting- ar bankanna með veði í íbúðarhúsnæði skekja nú fjármálin þar vestra og þau vandamál teygja anga sína hingað. Óábyrg stefna bankanna Sú ábyrgðarlausa stefna bankanna hér að lána upp í topp út á íbúðarhús til almennr- ar eyðslu hleypti af stað þenslu án innistæðu. Þessi aðgerð bankanna bitnar nú hart á skuldsettum heimilum sem ráða illa við greiðslubyrðina þegar harðnar á dalnum. Hins vegar meta bankarnir niður húsnæði á landsbyggðinni og því fer fjarri að íbúar landsins njóti jafnræðis þegar veðhæfni eigna þeirra er metin Það var furðuleg ákvörðun félagsmálaráðherra á sl. sumri að skerða lánshlutfall Íbúðarlána- sjóðs. Sú ákvörðun bitnaði nánast alfarið á íbúðakaupendum á landsbyggðinni og láglaunafólki. Íbúðalánasjóður fyrir alla Koma þarf nú strax til móts við ungt fólk sem berst fyrir því að eignast þak yfir höfuðið og hækka þarf vaxta- og húsa- leigubætur en þær hafa staðið í stað undanfarin misseri. Gæta þarf þess að Íbúðalánasjóður þjóni áfram landsmönnum öllum á jafnréttis- grunni. Sumir andstæðingar sjóðsins hafa lagt til að hann þjóni eingöngu sértækum aðgerðum við einstaka þjóðfélagshópa en aðrir sæki lán á almennum markaði. Slíkar hugmyndir eru stórhættulegar og ganga gegn almannahagsmunum. Nú er unnið að endurskoðun á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Vonandi er að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra láti ekki undan kröfum frjálshyggjuaflanna í Sjálfstæðisflokknum og hægri arms Samfylkingarinnar, heldur standi með okkur í VG og verji Íbúðalánasjóð og almannahlutverk hans. Höfundur er alþingismaður VG. Einkavæðing Íbúðalánasjóðs JÓN BJARNASON KRISTÍN DÝRFJÖRÐ Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Golf F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.