Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2008 15 UMRÆÐAN Stúdentapólitík Í hagsmunabaráttu stúdenta er einn málaflokkur þess eðlis að um hann geta allir nemendur Háskóla Íslands sameinast, en það er málaflokkur mennta- og kennslumála. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur alla tíð sett þessi sameiginlegu hagsmunamál allra stúdenta í forgang og lagt áherslu á að Háskólinn bæti sig verulega í mennta- og kennslumálum. Er það í raun nauðsynlegt ef Háskól- inn ætlar að ná markmiði sínu um að komast í hóp fremstu háskóla í heimi innan fárra ára. Það má segja að í grófum drátt- um skiptist úrbætur í mennta- og kennslumálum í tvennt, annars vegar þær er snúa að skipulags- málum og betri nýtingu á tíma stúdenta og hins vegar gæðamál og kennsluna sjálfa. Bætt skipulag kennslu við Háskóla Íslands Góð skipulagning og góð nýting á tíma er einn mikilvægasti þáttur- inn í því að ná góðum náms- árangri. Því er mikilvægt að nem- endur geti strax í upphafi skólaárs skipulagt námið og tíma sinn fyrir fram. Vaka hefur bent á nokkur atriði í þessu samhengi sem hæglega ætti að vera hægt að koma í verk. Eitt þessara atriða er að próftöflur verði til- búnar áður en nemendur skrá sig í námskeið, en þetta kæmi stúd- entum mjög til góða og myndi auðvelda þeim mjög að skipu- leggja nám sitt. Annað atriði er að haustönninni verði flýtt um nokkra daga svo að jólaprófum ljúki eigi síðar en 17. desember. Með þessari breytingu myndi allt stress minnka til muna rétt fyrir jólin, einkunnir myndu skila sér fyrr og þar með námslánin líka. Gæði kennslu verði aukin til muna Vaka vill einnig að gæði kennslu verði bætt og telur í raun sjálf- sagt að öll námskeið séu kennd af áhugasömum og metnaðarfull- um kennurum. Í dag fá prófess- orar og kennarar við skólann umbun fyrir rannsóknarvinnu og birtar greinar í fræðitímaritum. Góðir rannsakendur fá hærri laun sem er hið besta mál, en góðir kennarar fá hins vegar enga umbun fyrir afburða- kennslu. Vaka hefur bent á að meta eigi kennara einnig út frá kennslunni og að þeir fái kennslu- punkta, sambærilega við rann- sóknarpunkta, sem síðan myndu skila sér í hærri launum. Með þessu væri komin aukin hvatn- ing fyrir kennara til að standa sig vel í kennslu en ekki bara í rannsóknum. Einnig má benda á það, þrátt fyrir að mörgum þyki það of viðkvæmt mál til að ræða, að Háskólinn verður að geta rekið slæma kennara ætli hann sér að lifa af í samkeppnisþjóð- félagi nútímans og eiga von um að komast í hóp hundrað bestu skóla í heimi. Vaka hefur alla tíð lagt áherslu á að leita lausna og vinna sem mest með Háskólanum, stjórnvöldum og öðrum aðilum að því að leysa málin. Þetta á ekki hvað síst við í mennta- og kennslumálunum og hefur Vaka sett fram fjöl margar lausnir og tillögur að úrbótum. Þessar aðferðir hafa skilað góðum árangri þau ár sem Vaka hefur stýrt starfi Stúdentaráðs og er það von félagsins að í Stúdentaráðs- kosningunum, sem fara fram í dag og á morgun, fái félagið tækifæri á ný til að koma þessum mikilvægu málum á dagskrá. Sigrún Ingibjörg skipar 1. sæti á lista Vöku til Háskólaráðs og Hildur 2. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. AF NETINU sumarið kemur á eftir vorinu og hvernig líf túnfífilsins breytist frá því að vera lítill knúppur til þess að verða bifukolla. Þannig eru börn að læra að raða, flokka, að para saman, telja, setja í tímaröð og margt fleira. Hin vísindalega aðferð Námstækifærin í leikskólanum – til að læra um samvinnu, um sam- kennd, vináttu, menningu, stærð- fræði, náttúrufræði, bernskulæsi – eru óteljandi á hverjum degi, líka í útiverunni. Það skiptir hins vegar máli að sá sem skipuleggur starfið kunni að leiða börnin að námstæki- færunum, hann hafi þekkingu á hvað hann er að gera. Hjálpi börn- unum að orða verkefnin, fái börn- unum verkfæri til að spá fyrir um og setja fram eigin tilgátur og sannreyna þær. Hvers vegna myndast pollar á lóðinni? Hvert fara pollarnir? Hvað þarf margar fötur af sandi til að fylla stóra holu sem fimm krakkar hafa mokað? Hvað getur einn krakki rólað hátt? Uppeldisfræðileg skráning er meðal þeirra verkfæra sem leik- skólakennarar nota til að gera námið í leikskólanum sýnilegt og áþreifanlegt. Hún getur falist í því að skrá tilgátur barnanna og í framhaldinu að ákveða næstu skref. Eða t.d. því að taka ljós- myndir af námsferlum barnanna. Með skráningum er foreldrum og samfélaginu öllu opnaður skjár inn í leikskólann og hugarheim barna. Hvers vegna að verða leikskóla- kennari? Fyrir rúmum aldarfjórðungi stóð ég frammi fyrir því að ákveða hvað ég vildi nema eftir stúdentspróf. Í boði voru fjölbreyttir möguleikar. Ég valdi að verða leikskólakennari vegna þess að í leikskólanum er hver dagur nýr dagur, með nýjum áskorunum. Þar sem ávallt eru ný og spennandi tækifæri til sköpun- ar, þróunar og náms. Ég hef alla tíð verið stolt af vali mínu. Stolt yfir að vera leikskólakennari. Höfundur er leikskólakennari og lektor við Háskólann á Akureyri. Fókusinn settur á kjarnastarfsemi SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG GÍSLA- DÓTTIR HILDUR BJÖRNS- DÓTTIR Das Auto. ALVÖRU 6 ÞREPA SJÁLF- SKIPTING DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU HLAUT GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 5.0 l/100 KM HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Golf Trendline kostar aðeins frá 2.098.000 kr. Komdu og prófaðu betur búinn Golf á frábæru verði. Það er höfuðatriði að vera á öruggum bíl í umferðinni og fáir standa Golf framar í þeim efnum, enda fékk hann hæstu einkunn á Euro NCAP prófinu. Í Golf tvinnast saman hágæðahönnun, framúr- skarandi aksturseiginleikar og nýstárleg tækni. Kraftalegur afturhluti og sportlegar línur í bílnum gefa fyrirheit sem aksturseiginleikarnir standa fyllilega undir. GOLF GTI® BÍLL ÁRSINS 2008 Car&driver Álfelgur, samlit ur, armpúði á m illi framsæta og ra fstýrð sóllúga. Bættu við Spor tpakka fyrir 290.000 kr. Eða 24.740 kr. á mánuði miðað við bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 7,06%. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og samlitur. Sjónvarp Árni Johnsen Hlynur Þór Magnússon hlynur.eyjan.is Í þingræðu í gær kvaðst Árni [John- sen] vilja að þingið sjálft annist sjónvarpsdagskrárgerð með fréttum og umræðum um þingstörfin. Ætli þetta myndi ekki gilda um fleira en störf Alþingis? Er það t.d. ekki ótækt að láta fjölmiðlamenn velja hvað birtist í fréttum varðandi störf ríkisstjórnarinnar? Skekkir það ekki líka dómgreind og ruglar fólk? Væri nokkuð minni þörf á því að setja á fót Sjónvarp Ríkisstjórn svo að almúginn fái réttar fréttir? Meiri þörf, ef eitthvað er? Og jafnvel Sjónvarp Stjórnarand- stöðu í sama tilgangi? Klofin Framsókn Össur Skarphéðinsson ossur.hexia.net Staðreyndin er sú að Framsókn er klofin ofan í rót í Evrópumálum, og enginn veit fyrir hvað hún stendur í þeim. Forysta flokksins talar út og suður, norður og niður, og himinn og haf skilja skoðanir formanns og varaformanns flokksins. Það gildir því miður ekki bara um Evrópu og evru, heldur flest annað - einsog speglast með sannfærandi hætti í könnunum á fylgi. Guðni Ágústsson, formaður flokksins, er þannig algerlega á móti Evrópusambandinu. Valgerður Sverris- dóttir, varaformaður, er hins vegar grjótharður Evrópusinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.