Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2008 27 HANDBOLTI Að sögn Guðmundar Ingvarssonar, formanns HSÍ, mun tæplega nokkuð gerast í landsliðs- þjálfaramálum fyrir helgi. Ekki er enn útséð með það hvort Svíinn Magnus Andersson geti farið í formlegar viðræður við HSÍ en hann er á meðal þeirra sem Handknattleikssambandið hefur haft samband við. Andersson er þjálfari hjá danska félaginu FCK og framkvæmda- stjóri félagsins vildi ekkert tjá sig við Fréttablaðið í gær, er eftir því var leitað. Hann benti á að Andersson gæti svarað fyrir sig sjálfur. Svíinn var sem fyrr þögull sem gröfin og þvertók fyrir að ræða málið. Sagðist einfaldlega ekki vera í neinni aðstöðu til þess að ræða það eins og stæði. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, staðfesti að hann hefði tekið við símtölum frá umboðsmönnum erlendis sem hefðu þjálfara á sínum snærum sem vildu skoða möguleikann á að taka við íslenska liðinu. Einar sagði símtölin hafa komið í kjölfar þess að Fréttablaðið hefði hringt víða um Evrópu og talað við þjálfara. Það hefði augljóslega kveikt áhuga einhverra þjálfara, sem hefðu í kjölfarið haft sam- band við Einar og athugað mögu- leika á viðræðum. - hbg Enn leitað að landsliðsþjálfara í handbolta: Erlendir þjálfarar vilja þjálfa íslenska liðið ÞJÁLFARALAUSIR Íslenska landsliðið í handbolta er enn án þjálfara og allt opið í þeim efnum sem stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður fyrirliði enska landsliðsins í fyrsta leik Fabio Capello við stjórnvölinn í æfingaleiknum gegn Sviss í kvöld. Capello er þó ekki búinn að ákveða hvort Gerrard haldi hlutverkinu í framtíðinni þegar John Terry, fyrirliði enska landsliðsins undir stjórn Steve McClaren og fyrirliði Chelsea, verður orðinn leikfær á ný. „Gerrard er kjörinn í hlut- verkið þar sem hann á auðvelt með að koma skilaboðum til skila og hvetja félaga sína áfram inni á vellinum. Ég ætla hins vegar ekki að velja varanlegan fyrirliða fyrr en í fyrsta leik okkar í undan- keppni HM 2010 gegn Andorra í byrjun september,“ sagði Capello á fjölmiðlafundi fyrir leikinn í kvöld. Fregnir herma að leikmenn enska landsliðsins séu nú þegar farnir að finna fyrir hörðum stjórnunarháttum Capellos þar sem hann mun hafa takmarkað notkun þeirra á GSM-símum og ekki viljað hafa kærustur eða eiginkonur nálægt æfingasvæð- inu. „Ég þurfti að skapa vinnu- umhverfi og til þess þarf reglur,“ sagði Capello við fjölmiðla. - óþ Fabio Capello, England: Gerrard er kjör- inn fyrirliði LEIÐTOGI Enginn efast um leiðtogahæfi- leika Steven Gerrard. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI David Beckham, 32 ára, viðurkenndi í viðtali við Sky Sports í gær að hann hefði verið sár yfir því að vera ekki í fyrsta landsliðshópi Englands undir stjórn Fabio Capello. „Það eru óneitanlega alltaf ákveðin vonbrigði að vera ekki valinn í landsliðið. Ég er hins vegar ekki búinn að spila leik síðan í desember þannig að það hefði ef til vill verið óréttlátt upp að vissu marki að ég væri á meðal þeirra 30 leikmanna sem voru valdir í fyrstu,“ sagði Beckham, sem kvaðst ekki hissa á ákvörðun Capellos. „Ég átti svo sem alveg eins von á því að vera ekki í hópnum. Ég veit hvernig þjálfari Capello er eftir að hafa unnið með honum hjá Real Madrid. Ef hann hefur minnsta grun um að þú sért ekki í 100% formi, þá mun hann ekki velja þig til þess að leika fyrir liðið og ég virði það og skil afstöðu hans fullkomlega,“ sagði Beckham, sem hefur verið við æfingar með Arsenal til þess að halda sér í formi og vonast eflaust til að fá tækifæri hjá Capello. - óþ David Beckham, LA Galaxy: Skilur afstöðu Fabio Capello SKORTIR LEIKFORM David Beckham kom ekki til greina í landsliðshóp Capello þar sem hann hefur ekki spilað leik síðan í desember. NORDIC PHOTOS/GETTY 512 5100 | SYN.IS | VERSLANIR VODAFONE Í KVÖLD KL. 19:50 ENGLAND SVISS Í KVÖLD KL. 19:40 Írland - Brasilía Sýn Extra Á MORGUN Á SÝN KL. 19:05 Njarðvík - KR Iceland Express deildin KL. 20:50 Utan Vallar CAPELLO FYRSTI LEIKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.