Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2008 11 KÓLUMBÍA, AP Nærri fimm millj- ónir manna héldu út á götur Kólumbíu á mánudag til að mót- mæla mannránum og öðrum ofbeldisverkum skæruliðahreyf- ingarinnar FARC, sem hefur ára- tugum saman stundað vopnaða baráttu gegn stjórnvöldum lands- ins. „Ég vona bara að FARC sé að hlusta,“ sagði Clara Rojas, sem hafði verið gísl hjá FARC í sex ár þegar henni var sleppt í síðasta mánuði. FARC er skammstöfun sem stendur fyrir Byltingarsveitir Kólumbíu. Hreyfingin var upphaflega stofnuð árið 1964 í nánum tengsl- um við Kommúnistaflokk Kólumbíu. Á níunda áratug síð- ustu aldar var fíkniefnasmygl orðið stór þáttur í starfsemi hreyfingarinnar og sleit þá Kommúnistaflokkur landsins tengslin við hana. FARC hefur mikil ítök í suðaustur hluta Kólumbíu og stundar mannrán í stórum stíl. Hreyfingin er nú með meira en 700 gísla í haldi og vill skipta á þeim og liðsmönnum sínum, sem sitja í fangelsi í Kólumbíu. Samningaviðræður standa yfir um lausn sumra af gíslunum. Margir íbúar Kólumbíu eru reyndar andvígir mótmælunum gegn FARC af ótta við að ættingjar þeirra sem eru í haldi skæruliðanna geti beðið tjón af. - gb Kólumbíubúar rísa upp gegn uppreisnarsveitinni FARC: Milljónir mótmæla ofbeldinu STJÓRNMÁL „Við höfum bara til reiðu nokkrar mismunandi almyndir af forsetanum. Ef hann þarf að halda ræðu, til dæmis á Langanesi, eða á Alþingi, þá er bara kveikt á viðeigandi almynd,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðaráðherra á bloggi sínu í tilefni af umræðum á Alþingi í gær um þá tillögu að leggja af þann sið að handhafar forseta- valds taki við völdum forseta þegar hann fer úr landi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, spurði við umræð- urnar hvort forsetinn ætti ef til vill að staðfesta lög með SMS- skeytum. Segist Össur hafa fengið sína hugmynd í kjölfar þess að hann sá almynd – hólógram – af Karli Bretaprins á ráðstefnu í Abu Dhabi. - gar Handhafar forsetavalds: Er almynd af forseta lausnin? ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Sá almynd af Karli Bretaprins í Abu Dhabi. ÞRÓUNARAÐSTOÐ Þróunarsam- vinnustofnun Íslands hefur afhent tvær þjónustumiðstöðvar við löndunarstaði til fiskimanna- félaga á Srí Lanka. Stöðvarnar eru í Beruwalla á suðvestur- ströndinni og Nilwella á suður- odda eyjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Þróunar- samvinnustofnun. Uppbygging miðstöðvanna er hluti af verkefnum Þróunarsam- vinnustofnunar sem miða að því að styrkja innviði samfélaga og efla sjálfsbjargarviðleitni íbúanna sjálfra. „Í verkefninu um löndunarstöðvar er áhersla lögð á að byggja upp innviði og skipulag fiskveiðisamfélaga í samvinnu við innlendu frjálsu félagasam- tökin Sewalanka til að auka getu íbúa til uppbyggingar samfélags- ins til að bæta lífsgæði,“ segir Gunnar Þórðarson, verkefnis- stjóri á Srí Lanka. - mh Þróunaraðstoð Íslands: Innviðir á Srí Lanka styrktir Blaðamaður dauðadæmdur Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur lýst áhyggjum sínum af máli blaðamanns í norðurhluta landsins, sem dómstóll þar dæmdi til dauða fyrir móðgun við íslam. Hann hafði það til saka unnið að láta nemendur í blaðamennsku lesa grein af netinu, þar sem spurt er hvers vegna karlar megi eiga fjórar eiginkonur en konur ekki eiga fleiri en einn maka. AFGANISTAN BRETLAND, AP Tvö samtöl sem breskur þingmaður, Sadiq Khan, átti við fanga árin 2005 og 2006 voru hleruð af lögreglusveit sem berst gegn hryðjuverkum. Breska blaðið The Sunday Times greindi frá þessu. Samtölin snerust um persónuleg og lagaleg mál. Jack Straw dómsmálaráðherra hefur fyrirskipað rannsókn á málinu og er haft eftir honum að hlerunin hafi verið „óviðunandi.“ Lögreglan neitaði að tjá sig um málið og þar sem það varðaði þjóðaröryggi. Khan, sem er múslimi, hefur unnið að því að afla Verkamannaflokknum stuðnings múslima í Bretlandi. - sdg Óviðunandi segir Jack Straw: Breskur þing- maður hleraður FÆR Í FLESTAN SNJÓ 170 hestafla dísilvél, sjálfskiptur með 3.500 kg. dráttargetu KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi • 5 þrepa sjálfskipting • Hátt og lágt drif • ESP-stöðugleikastýring • Ný og glæsileg innrétting • 16" álfelgur • Vindskeið og þokuljós • Öflug 170 hestafla dísilvél • Hraðastillir (Cruise Control) • Þakbogar • 3.500 kg. dráttargeta Fullbúinn alvöru jeppi með ríkulegum staðalbúnaði KIA Sorento Verð frá 3.750.000 kr. Ó ! 1 11 44 FJÖLDINN RÍS UPP Milljónir manna í Kólumbíu hafa fengið sig fullsadda af skæruliðasveitum FARC. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.