Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 16
16 6. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Á sjálfan öskudaginn er dagur leik- skólans haldinn í fyrsta sinn. Dagsetn- ingin var valin í tilefni þess að þenn- an dag fyrir fimmtíu og átta árum stofnuðu frumkvöðlar leikskólakenn- ara fyrstu samtök sín. „Markmiðið með deginum er að vekja athygli á því starfi sem fer fram í leikskólum og beina sjónum fólks að gildi leikskólans í menntun barna,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Hún segir leikskólana hafa breyst mikið frá upphafsárunum þegar þeir voru aðeins hugsaðir sem öruggt skjól og pössun fyrir börnin. „Dag- heimili og síðar leikskólar voru stofn- aðir í kjölfar þéttbýlismyndunar á Ís- landi. Þá voru þeir hugsaðir til þess að halda börnunum af götunni og þá gjarnan fátækum börnum. Á síðari hluta 20. aldar komu auknar kröfur um leikskólapláss fyrir öll börn sem tengdist aukinni útivinnu beggja for- eldra. Í dag lítum við á leikskólann ekki aðeins sem öruggt skjól fyrir börn á meðan foreldrarnir vinna heldur snýst leikskólinn um börnin, menntun þeirra, þroska og félagslegt uppeldi. Leikskólinn í dag er mennta- og uppeldisstofnun og það er réttur allra barna að geta sótt leikskóla þar sem þau læra og þroskast í samskipt- um við önnur börn. Enda eru yfir 95 prósent barna frá þriggja ára aldri í leikskólum áður en þau byrja í grunn- skóla,“ segir Jóhanna. „Starfið sem fer fram í leikskólanum í dag miðar að því að börnin fái menntun, um- hyggju og viðfangsefni við hæfi. Þar eru þau að æfa sig í að vera borgarar í sam félagi við aðra,“ segir Jóhanna og bætir því við að aukin þekking á því hvernig börn læra og þroskast hafi opnað augu fólks fyrir mikilvægi fyrstu æviáranna og menntun ungra barna. „Rannsóknir hafa einnig sýnt hversu mikilvæg menntun yngstu barnanna er til að efla mannauð og hagsæld þjóðar. Leikskólanám er upphaf ævimenntunar einstaklings- ins. Því fyrr sem börn byrja að njóta góðrar menntunar þeim mun meiri mannauður skapast í sam félaginu sem síðan hefur áhrif á hagræna þætti. Það fjármagn sem lagt er í menntun barna á fyrstu aldursárunum skilar sér þannig margfalt til baka,“ segir Jóhanna. rh@frettabladid.is FÉLAG LEIKSKÓLAKENNARA: DAGUR LEIKSKÓLANS HALDINN Í FYRSTA SINN Réttur allra barna í dag LEIKSKÓLINN ER UPPHAF FREKARI MENNTUNAR Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, segir leikskólann vera annað og meira en öruggt skjól í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BOB MARLEY TÓNLISTARMAÐUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1945. „Ég er hvorki í liði svartra né hvítra. Ég er í liði guðs.“ Bob Marley var reggítónlistar- maður og mannréttindasinni frá Jamaíka. Hann lést árið 1981. MERKISATBURÐIR 1788 Massachusetts verður sjötta ríkið til að staðfesta stjórnarskrá Bandaríkj- anna. 1826 Hið fræga skólasetur Möðruvellir í Hörgárdal brennur. Auk þriggja húsa brann mikið af skjölum í eldinum. 1895 Einn þekktasti hafnabolta- leikari Bandaríkjanna, Babe Ruth, fæðist. Hann lést árið 1948. 1912 Eva Braun, kona Hitlers, fæðist þennan dag. 1936 Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Garmisch-Parten- kirchen í Þýskalandi. 1958 Flugvél með lið Man- chester United innan- borðs ferst í flugtaki í München. Af 44 manns um borð létu 23 lífið. Samar eru þjóðflokkur sem býr á svæðinu frá norska fylkinu Heiðmörk að Kola- skaga í Rússlandi. Flestir halda til á svæði sem nefn- ist Nordkalotten auk fjarð- anna í Norður-Noregi, Norður-Svíþjóð og Norður- Finnlandi og við landa- mæri Rússlands. Samarnir lifa flestir á hreindýrarækt, landbúnaði og minni útgerð. Samarnir hafa barist fyrir réttindum sínum í fyrr- nefndum löndum í áraraðir. Þeir höfðu áður fyrr lítil sem engin réttindi og voru útskúfaðir og of- sóttir. Einnig var þeim gert að hafna menn- ingu sinni, tungumáli og hefðum þar sem það þótti ekki samborið kristinni trú og samfélagi, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. Í dag hafa þeir að miklu leyti fengið upp- reisn æru. Menning þeirra er viðurkennd af samfélaginu, þeir eiga sitt eigið þing, eigið tungumál, eigin fána og hafa sömu réttindi og aðrir lands- menn. Þeir fagna þjóðhátíðar- degi sínum þennan dag til minningar um fyrsta samíska landsfundinn í Þrándheimi árið 1917 þegar Samarnir komu saman í fyrsta sinn til að vinna að sameiginleg- um hagsmunum. Það er erfitt að geta sér til um hve margir Samar eru en talið er að þeir séu rúmlega sex- tíu þúsund. 1.600 í Rússlandi, 7.000 í Finnland, 17.000 í Svíþjóð og 40.000 í Noregi. Í dag talar um þriðjungur þeirra samíska tungumálið. ÞETTA GERÐIST: 6. FEBRÚAR 1993 Samar fagna þjóðhátíð í fyrsta sinn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hólmfríður Pálmadóttir Tómasarhaga 19, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, þriðjudaginn 5. febrúar síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Pálmi Ó. Bjarnason Anna K. Bjarnadóttir Þorvaldur Gylfason Kristinn Bjarnason Kolbrún Eysteinsdóttir Sigurður Bjarnason Bjarni Bjarnason Ásdís Axelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær frænka okkar, Margrét Níelsdóttir Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, (áður Vesturgötu 10), andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 8. febrúar kl. 15. Hallgrímur og Margrét, Sigurður, Ása Helga og Andrés. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Helga Laufey Júníusdóttir sem lést þann 29. Janúar, verður jarðsungin fimmtudaginn 7. febrúar klukkan 13.00 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Laufey Júníusdóttir sem lést þann 29. janúar, verður jarðsungin fimmtudaginn 7. febrúar klukkan 13.00 frá Fossvogskirkju. Jóhanna Þórisdóttir Ingiberg Guðbjartsson Guðlaugur Þórisson Aðalheiður Magnúsdóttir Jenný Þórisdóttir Guðmundur Hjörleifsson Auður Þórisdóttir ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Ragnheiður Hera Gísladóttir andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 29. janúar síð- astliðinn. Hún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Sigurður Sigurðsson Steiney Halldórsdóttir Hrönn Sigurðardóttir Sigurjón G. Sigurðsson Sigrún Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Páll V. Daníelsson viðskiptafræðingur, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 3. febrúar. Útför auglýst síðar. Guðrún Jónsdóttir Vilborg Pálsdóttir Þráinn Kristinsson Katrín Pálsdóttir Anna María Pálsdóttir Per Landrö Páll Gunnar Pálsson Ólína Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, afi, bróðir og frændi okkar, Stefán Jóhann Eggertsson frá Steðja, til heimilis að Álfhólfsvegi 95, lést aðfaranótt þriðjudagsins 29. janúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Eggert Stefán Stefánsson Arnór Darri Eggertsson Guðrún Eggertsdóttir Kaaber Edvin Kaaber Sigvaldi Eggertsson Sigríður Einarsdóttir Ragna Valgerður Eggertsdóttir og systkinabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.