Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 8
 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? AUSTUR-TÍMOR, AP Jose Ramos- Horta, forseti Austur-Tímors, særðist alvarlega þegar gerð var tilraun til valdaráns snemma í gærmorgun. Hann fékk skot bæði í maga og brjóst og var fluttur til Ástralíu á sjúkrahús þar sem læknar sögðust vongóðir um að hann myndi ná sér. Þó var hann ekki sagður úr lífshættu. Alfredo Reinado, leiðtogi upp- reisnarmanna, féll í átökunum. Hann er einn þeirra 600 hermanna sem voru reknir úr hernum árið 2006 eftir að hafa gert uppreisn. Brottrekstur þeirra olli víðtækum óeirðum í landinu og kostuðu þær 37 manns lífið. Um klukkustund eftir árásina á Ramos-Horta slapp Xanana Gusmao forsætisráðherra ómeiddur þegar árás var gerð á bílalest hans. „Ég lít svo á að þetta hafi verið valdaránstilraun sem Reinado stóð að, og hún mistókst,“ sagði Gusmao. Hann sagði þetta hafa verið vel skipulagða aðgerð sem hefði átt að „lama stjórnina og skapa óstöðugleika, en þetta verður stjórninni ekki að falli.“ Útgöngubann var sett á í höfuð- borginni Dili þegar skyggja tók. Áströlsk stjórnvöld sögðust ætla að senda viðbótarherlið til Austur-Tímor í friðargæslu og fjölga í alþjóðlegu lögregluliði sem starfrækt er þar á vegum Sameinuðu þjóðanna. - gb Forseti Austur-Tímors alvarlega særður og forsætisráðherra slapp naumlega: Valdaránstilraun mistókst ALFREDO REINADO Uppreisnarforinginn Reinado féll í valdaránstilraun sinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI „Það er álitamál hvort stjórnin hafi verið að umbuna honum sem hluthafa eða starfs- manni,“ segir Ásmundur G. Vil- hjálmsson, aðjúnkt í skattarétti við viðskiptadeild Háskóla Íslands um boðaða lögsókn Vilhjálms Bjarnasonar á hendur stjórnar Glitnis vegna kaupa bankans á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar. „Hins vegar er álitamál hvort í þessum tíu prósenta mismun eða yfirverði felist að skilyrðinu um bersýnilega mismunun sé full- nægt,“ segir Ásmundur. Stjórn Glitnis banka hf. sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna ummæla Vilhjálms. Að mati stjórnar leikur enginn vafi á því að umrædd kaup féllu innan valdheimilda stjórnar og voru eðlileg í alla staði. Á aðalfundi Glitnis 30. maí 2007 var sam- þykkt tillaga stjórnar um kaup á eigin hlutum í félaginu. Heimildin standi í 18 mánuði og segir þar að kaupverð hluta skuli vera lægst 10 prósent lægra og hæst 10 pró- sent hærra, en skráð kaup- eða sölugengi í Kauphöll Íslands hf. Björgvin G. Sigurðs- son, viðskiptaráðherra segir þau í ráðuneytinu hafa farið yfir lögin í gær- morgun. „Mér sýnast lögin vera mjög afdráttarlaus og skýr þannig að þau ættu ekki að vera fyrir- staða,“ segir Björgvin sem telur fróðlegt að fylgjast með mála- rekstrinum. „Við munum setjast aftur yfir þetta í kjölfarið og fara yfir hvort það kalli eitthvað á endurskoðun lag- Stjórn Glitnis segir kaupin á hlutabréfum Bjarna innan valdheimilda og eðlileg: Spurt um bersýnilega mismunun ÁSMUNDUR G. VILHJÁLMSSON Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins. 76. GREIN LAGA UM HLUTAFÉLÖG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.