Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 16
16 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í leiðara Fréttablaðsins á laugardaginn fjallar Jón Kaldal um REI-málið undir yfirskriftinni „Ráðleysi í Ráðhúsinu“. Í leiðaranum dregur Jón ranglega þá ályktun að allir flokkar beri fulla ábyrgð á „samkomulaginu“ um rétt útvalinna starfsmanna OR til að kaupa í REI. Jón fullyrðir að undirritaðar, Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavars- dótir, hafi látið breyta listanum yfir hverjir mættu kaupa í REI og þannig eignast „hlut í þeim samningum“ og skilið eftir „óafmáanleg fingraför af gjörningnum“. Flett ofan af kauprétti Það er rétt að flett var ofan af umræddum kaupréttarsamning- um á kynningarfundi sem haldinn var með fulltrúum minnihlutans í stjórn OR að morgni 3. október. Upplýsingum um rétt útvalinna til kaupa á hlutum í REI hafði þá verið haldið kyrfilega leyndum fyrir óbreyttum borgarfulltrúum meirihlutans og ljóst eðli málsins samkvæmt og af framsetningu kynningar að ekki stóð heldur til að upplýsa minnihlutann um kaupréttina, enda komu upplýsingarnar ekki fram fyrr en eftir nokkurt þrátefli sem var ágætlega lýst á innsíðu Morgunblaðsins 8. febrúar 2008. Ef ekki hefði verið flett ofan af rétti útvalinna til kaupa á þessum fundi er allt eins líklegt að kaupin hefðu gengið eftir, væru óafturkræf og að almenn- ingur og borgarfulltrúar væru enn í myrkrinu um þetta mál. Breyting á listum Eftir að listinn yfir þá útvöldu sem máttu kaupa í REI hafði verið særður fram á kynningar- fundinum lýstu undirritaðar strax megnri andúð á uppátæk- inu og færðu fyrir því ýmis rök að svona gengi ekki að starfa í opinberu eða hálfopinberu fyrirtæki. Því til viðbótar bentum við á að ekki væri forsvaranlegt að REI gerði „tryggðarsamninga“, eins og kaupréttirnir voru kallaðir, við stjórnendur móðurfélagsins (OR), sem síðar ættu að veita stjórn ráðgjöf, meðal annars um að setja meiri fjármuni í REI. Einnig gagnrýndum við harðlega að gengið sem útvöldum stóð til ,boða var helmingi lægra en það gengi sem þá þegar hafði verið samið um við utanaðkomandi fjárfesta. Eftir þessa gagnrýni áttuðu forstjórar OR og REI og stjórnarformaður OR sig á því að erfitt yrði að verja þennan vonda málstað. Hófust þeir því handa við að breyta listanum og niðurstaðan sem þeir síðan komust að var sú sem þeir töldu sér trú um að þeir gætu varið í opinberri umræðu. Það er fráleitt að álykta sem svo að niðurstaðan hafi verið okkur í minnihlutanum þóknan- leg og fráleitt að leiða að því líkum að með gagnrýni okkar höfum við eignast hlut í ósóman- um. Aðkoma okkar að málinu varð til þess að upplýsa um fyrirætlanirnar og koma málinu í dagsljósið sem það síðan þoldi ekki eins og menn muna. Völd minnihlutans Það er ekki rökrétt að halda því fram, eins og Jón gerir í leiðara- skrifum sínum á laugardaginn, að fulltrúar minnihlutans hafi þau völd að geta látið breyta sam- þykktum sem meirihlutinn hefur látið gera. Það er því miður munurinn á meirihluta og minnihluta að þeir sem eru í minnihluta ráða ekki og eiga sér það eina vopn þegar þeim mislíkar, að gagnrýna. Meirihlut- inn ber ábyrgð á sínum sam- þykktum og líka því ef hann kýs að breyta þeim. Áður en við komum að málinu höfðu listarnir yfir útvalda verið samþykktir í stjórn REI, sem minnihlutinn átti og á ekki fulltrúa í og var svo síðar í nauðvörn eftir harða gagnrýni breytt í stjórn REI og svo að endingu felldir niður í stjórn REI að beiðni borgarstjóra eftir að ljóst var að málið þoldi ekki dagsljósið og opinbera umræðu. Undirritaðar vilja gjarnan axla ábyrgð bæði í stjórn OR og almennt í borgarmálum, en frábiðja sér með öllu að axla ábyrgð á axarsköftum sjálfstæðis- manna í borginni hvort sem er í þeim meirihluta sem nú riðar til falls í borginni eða þeim sem síðast sprakk á REI-inu. Höfundar eru borgarfulltrúar. Máttur minnihlutans SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR OG SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Í DAG | Leiðara svarað Það er því miður munurinn á meirihluta og minnihluta að þeir sem eru í minnihluta ráða ekki og eiga sér það eina vopn þegar þeim mislíkar, að gagnrýna. Meirihlutinn ber ábyrgð á sínum samþykktum og líka því ef hann kýs að breyta þeim. É g hef axlað fulla ábyrgð,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson ítrekað og telur að í því ljósi geti hann jafnvel orðið aftur borgarstjóri eftir eitt ár og einn mánuð. Eftir þann tíma verður ekki búið að kjósa aftur til borgarstjórnar og það verður því engan veg- inn ljóst að Vilhjálmur hafi endurunnið traust kjósenda sinna. Þá skiptir það litlu máli hvort hann hafi tekið þátt í því að upp- lýsa félaga sína í borgarstjórn um atburðarás REI-málsins. Slíkt var einungis eðlilegt hlutverk þáverandi borgarstjóra, æðsta embættismanns borgarinnar, sem á að koma í fram- kvæmd vilja borgarstjórnar en ekki eigin. Það er ljóst að hans skilningur á því hvað það er að axla ábyrgð á verkum sínum er aðeins á skjön við atburðarásina í borginni síðustu mánuði. Í því felst tvennt. Annars vegar þarf að hafa í huga að Vilhjálmur missti borgarstjórastólinn þegar meirihluti Sjálfstæðis flokks og Framsóknarflokks féll. Hann kaus ekki á neinum tímapunkti að standa sjálfviljugur upp úr þeim stól. Að axla ábyrgð á einhverju þýðir að viðkomandi viðurkenni mistök sín og að hann, sjálfviljugur, bjóðist í það minnsta til að hætta eða að segja af sér. Vilhjálmur hafði sjálfur engin áhrif á það í október að hann hætti sem borgarstjóri. Það að hann hafi „lent í því“ að missa borgarstjórastólinn er því ekki hægt að túlka sem svo að Vilhjálmur hafi axlað ábyrgð. Það var frekar á honum að sjá og heyra þegar tilkynnt var um nýjan meirihluta að hann hefði verið svikinn af Birni Inga Hrafns- syni sem hefði lofað honum að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks myndi standa. Þetta eru ekki orð manns sem er að axla ábyrgð heldur manns sem hefur misst atburða- rásina úr höndum sér. Í öðru lagi hefur Vilhjálmur ítrekað vísað ábyrgð á stöðu mála frá sér til undirmanna sinna. Sem borgarstjóri var Vil- hjálmur æðsti embættismaður borgarinnar auk þess að vera oddviti stærri stjórnmálaflokksins í meirihlutanum. Hægt er að líkja stöðu borgarstjóra við ráðherra, en ábyrgð ráðherra ætti að vera það rík að jafnvel þó svo að ráðherrar viti ekki hvað undirmenn þeirra gera, bera þeir samt sem áður pólitíska ábyrgð á störfum þeirra. Ráðherrar hafa ítrekað borið því við að sökum mikillar ábyrgðar, verði valdsvið þeirra að vera vítt og þar sem þeir beri ábyrgð verði öll ákvarðanataka að lokum að vera þeirra. Að sama skapi bar Vilhjálmur pólitíska ábyrgð á störfum undirmanna sinna sem unnu að sameiningu REI og Geysis Green Energy. Borgarstjóri getur ekki skýlt sér á bak við það sem hann vissi, eða vissi ekki. Hans starf var að vita. Aukheldur hefur fyrrverandi borgarstjóri ítrekað sagst hafa haft umboð til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynleg- ar voru fyrir samningsgerðina. Telji hann sig hafa haft það umboð ber hann jafnframt ábyrgðina. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Ætli Vilhjálmur sér enn að verða borgarstjóri eftir eitt ár og einn mánuð sýnir það enn fremur að hann ber ekkert skyn- bragð á hvað það er að axla ábyrgð. Rei-skýrslan og afleiðingar hennar: Að axla ábyrgð SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Afrek Svandísar UMRÆÐAN REI-málið Umræðan um skýrslu REI-hópsins hefur tekið á sig ýmsar myndir að undanförnu. Efalaust má draga ýmislegt í skýrslunni fram og teygja og toga á ýmsa lund. Kjarninn í þessu máli öllu saman vill þó á stundum gleymast. Hann er sá að það stefndi í það í haust að almannahagsmunir yrðu stórlega fyrir borð bornir, sullað yrði saman hlutverki og markmiðum opinbers veitufyrirtækis annars vegar og hagnaðar- sjónarmiðum einkaaðila hins vegar, verðmætum eignum almennings yrði kastað á glæ og brautin rudd fyrir einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og þar með þeirra mikilvægu almannahagsmuna sem eigendur OR eiga að gæta. Allt þetta var sannarlega í farvatninu í skugga óheyrilegs flýtis og leyndar sem hvíldi á öllum málatilbúnaði. Í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur var aðeins ein rödd sem andæfði. Það var Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Hún mótmælti einnig lögmæti eigendafundarins og ákvað að sitja hjá við afgreiðslu málsins og með því taka enga afstöðu til máls sem var í raun algerlega vanreifað til að hægt væri að taka til þess afstöðu. Á hvorn veg sem var. Og nauð- synlegar upplýsingar skorti einnig. Það var ekki fyrr en á síðari stigum að aðrir kusu að hoppa á vagninn og njóta eldanna sem Svandís fyrst kveikti. Það er út af fyrir sig gott og blessað, en gæta verður allrar sanngirni og minnast þess hvernig málið allt bar að. Ef Svandís hefði ekki risið til varnar og mótmælt og höfðað mál þá stæðum við nú væntanlega enn með sama meirihlutann og var í byrjun október, sama borgarstjóra og Orkuveituna komna á útsölu til einkaaðila. Í því ljósi eru veikburða athugasemdir um að Svandís hafi ekki verið nógu „grimm“ í skýrslunni hjóm eitt. Það var hún sem með eigin hendi og óbilandi málafylgju stöðvaði ruglið sem var í uppsiglingu og hún hefur nú landað mikilvægri niðurstöðu um að Orkuveitan og REI verði í 100% opinberri eigu og að ný og breytt vinnubrögð verði innleidd í stjórnmálin. Og allir flokkar taka undir. Það er ekki lítið afrek. Höfundur er alþingismaður. Einn og óstuddur Þrátt fyrir að hafa setið einn og óstuddur fyrir svörum á blaða- mannafundi í gær var Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni tíðrætt um að hann nyti stuðnings annarra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Engu að síður lögðu flokkssystkin hans sig í líma við að forðast fjölmiðla að loknum fundi í Valhöll í gær. Kjartan Magnússon passaði sig á að vera norður í landi, Júlíus Vífill kvaddi snemma og vildi ekkert segja, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skund- aði beint á dyr og Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldurs- son laumuðust út um kjallara Valhallar til að komast burt óséð. Þau lögðu beinlínis lykkju á leið sína til að komast hjá því að lýsa tryggð við Vilhjálm. Það er ekki traustvekjandi stuðningsyfirlýsing. Á skólabekk Þeir sem hafa tapað þræðinum í pól- itíkinni undanfarin misseri geta hugg- að sig við að senn hefst Stjórnmála- skóli Sjálfstæðisflokksins. Yfirskriftin er afar viðeigandi, „Um hvað snúast stjórnmál?“. Skólastarfið stendur yfir frá 18. febrúar til 13. mars og verður meðal annars fjallað um borgarmálin, flokksstarfið og „listina að hafa áhrif“. Nákvæm námsskrá liggur ekki fyrir og því ekki ljóst hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sé á meðal kennara. Ágætiseinkunn Hanna Birna Kristjánsdóttir var gestur Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki á sunnudag og var kynnt sem mögu- legur næsti borgarstjóri. Af því verður ekki ef Vilhjálmi Vilhjálmssyni verður að ósk sinni og endurheimtir það traust sem hann áður naut á næsta ári. Takist það hins vegar ekki kemur Hanna Birna sterklega til greina. Hún fékk að minnsta kosti góð meðmæli frá oddvitanum í þættinum. Jón Ársæll spurði Vilhjálm hvaða einkunn Hanna Birna fengi í hans kladda. „A plús,“ svaraði hann án þess að hugsa sig um. Þetta var hins vegar áður en Hanna stakk af út um kjallarann og því spurning hvort hún hafi misst plúsinn. bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.