Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 26
● lh hestar 12. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is www.horse.is STOFNANIR: www.feif.org www.lhhestar.is www.holar.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ: Fjölmörg hrossabú og aðrir þjón- ustuaðilar í hestamennsku eru með heimasíður á netinu. Ekki er að finna tæmandi skrá yfir alla þá aðila á einum stað. Hægt er að finna þá flesta með því að rekja sig áfram á leitarvélum. Hörður frá Kolneset í Noregi sló í gegn á fyrsta móti Meist- aradeildar Ástundar í Dan- mörku. Keppt var í fjórgangi og Hörður og knapi hans, Nils Christian Larsen, báru höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Ræktendur Harðar eru Per og Tone Kolnes á Stall-K-Islands- hester í Noregi. Tone var í fjölda ára formaður FEIF, Alþjóðlegra samtaka Íslandshesta, allt til árs- ins 2006. Per er alþjóðlegur sportdóm- ari og hefur einnig tekið þátt í félagsmálum. Meðfram félags- málastússinu og vinnunni áttu þau sér lítinn draum sem þau hafa hlúð að. Nú er sá kvistur farinn að blómgast. Það var árið 1975 að þau hófu dálitla hrossa- rækt og keyptu stóðhestinn Kul frá Eyrarbakka af Skúla Steins- syni. Í dag eru flest hross þeirra komin út af Kul, þar á meðal Hörður. „Okkar besta ræktunarhryssa undan Kul er Katla frá Vikings- tad. Það var mikil rekistefna á heimilinu þegar Per og Hilde dótt- ir okkar stungu upp á að fara með hana til Svíþjóðar, undir Mökk frá Varmalæk. Tvö þúsund kílómetra ferðalag. Í dag sé ég ekkert eftir því að hafa samþykkt það,“ segir Tone. „Hörður var mjög áber- andi trippi, varð strax konungur hrossanna á bænum. Mjög geð- góður samt. Hann er núna hæst- dæmdi fjórgangs stóðhestur Nor- egs með 8,43 fyrir hæfileika. Og það er gaman að því að nú hafa þau öll átt sæti í norska landslið- inu: Kulur, Katla og Hörður.“ Hörður þykir einstaklega fagur og jafnvígur fjórgangshestur og margir spá honum frama sem slíkum á næstu árum. Nils mun þjálfa hann áfram og stefnan hefur verið tekin á Heimsmeist- aramótið í Sviss 2009. Hestamenn á netinu Elka Guðmundsdóttir hefur um árabil haldið úti skemmtilegri heimasíðu á netinu, www.hest.is,se, hefur síðan öðrum þræði verið sölutorg, sem skil- að hefur góðum árangri. Elka hefur nú fært út kvíarnar og opnað, ásamt manni sínum Jóhanni G. Jóhannessyni, nýjan vef undir sama léni. Elka segir að vefurinn sé fyrst og fremst hugsaður sem sölu- torg fyrir Suðurland og höfuðborgarsvæðið, alla vega til að byrja með. Öllum er heimilt að skrá hross til sölu á www. hest.is, en þó aðeins ef myndir og upplýsingar eru samþykktar af hendi rekstraraðila vefjarins. Öll söluhross fá sína eigin síðu með ítarlegum upplýs- ingum ásamt lýsandi myndum. Á síðu hvers hests er bent á eiganda eða umráðamann. Upplýsingarn- ar eru þýddar á þýsku og ensku. Stefnt er að því að vefurinn verði vel auglýstur á erlendum netsíðum. Því má bæta við að Elka og Jói keyptu í fyrra jörðina Borg í Þykkvabæ. Þar hafa þau tekið ær- lega til hendinni og standsett myndarlega tamn- ingastöð og hrossaræktarbú. Borg er sérlega vel í sveit sett, á bökkum Hólsár, og útreiðaleiðir góðar. Það má því gera ráð fyrir að Jói komi vel undirbú- inn á LM2008. Hann þjálfar nú meðal annars stóð- hestinn Hrannar frá Þorlákshöfn, sem vakti athygli síðastliðið sumar og hlaut góðan kynbótadóm. Ný sölusíða á www.hest.is Hörður frá Kolneset. Knapi er Nils Christian Larsen. MYND/MIKKEL SIMONSEN. Úr félagsmálum í fremstu víglínu Það er í tísku að láta hesta hlaupa á ís, bæði innan dyra og utan. Fjöldi ísmóta er auglýstur á hverjum vetri. Má þar nefna Ístölt Austur- lands og Mývatn Open sem eru ut- andyra mót. Fleiri smærri mót eru haldin á ísi lögðum tjörnum víða um land ef færi gefst. Einnig ísmót sem haldin eru innan dyra í Skauta- höllinni í Reykjavík og á Akur- eyri. Sérstök stemning er jafn- an á ísmótum. Það er eitthvað við ísinn og hestana saman sem snert- ir taug hestaunnandans. Ísreið á hestum er reyndar gömul íþrótt á Íslandi. Eftir að góðar skaflaskeifur komu til sög- unnar uppgötvuðu menn að hest- arnir hreyfðu sig og gengu öðru- vísi á ís en á venjulegri jörð. Margar sögur eru til um snjalla reiðmenn sem kenndu hestum að skeiða á ís. Hestarnir hlupu síður upp, voru ekki eins öruggir með sig. Skeiðkappreiðar á ís voru lengi vinsælar og fræg mót voru hald- in á Pollinum á Akureyri, Rauða- vatni við Reykjavík og á fleiri stöðum þar sem skeiðkappreiðar voru í aðalhlutverki. Nú er meira í tísku að keppa í tölti. Það á sér þá skýringu að fjöldi fólks hefur komið inn í hestamennskuna á síð- astliðnum árum, fólk sem enn þá hefur ekki náð tökum á þeirri list að ríða á kostum; taka hest til kost- anna. En svo er það kallað að ríða á hesti á flugskeiði. Ístölt í tísku en skeið ekki Það er í tísku að láta hesta hlaupa á ís bæði innan dyra og utan. MYND/JENS EINARSSON Elka og Jói í nýja hesthúsinu á Borg. Sonurinn Guðmundur Óli fer bara vel með sig á baki. M YN D /JEN S EIN A RSSO N Fyrsta skóflustunga að reiðhöll í Grundarfirði var tekin í janúar. Skiptar skoðanir voru um stað- setninguna. Hestamannafélagið Snæfellingur fékk 15 milljónir úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústs- sonar til verksins og Grundar- fjarðarbær leggur 16,7 milljónir á móti. Stofnað hefur verið hluta- félagið Snæfellingshöllin ehf. Höllin verður 25x50 metrar að flatarmáli í það minnsta, hugs- anlega stærri ef meira fé fæst. Snæfellingshöllin verður fjöl- nota mannvirki, ætlað til íþrótta- iðkunar og annarra viðburða á Snæfellsnesi. Snæfellings- höllin rís í Grundarfirði „Snæfellingshöllin er sameiginleg sýningarhöll og kennsluaðstaða fyrir Snæfellinga. Tamningamenn verða að sjá sér sjálfir fyrir inniaðstöðu,“ segir Kolbrún Grétarsdóttir, hestakona í Grundarfirði, sem hefur komið sér upp litlum reiðskála við hesthúsið sitt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.