Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 42
26 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is > Azerar koma í ágúst Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti í gær að búið væri að landa vináttulandsleik gegn Azerbaidjan 20. ágúst næstkomandi og verður leikið á Laugardalsvellinum. Þetta verður fyrsti landsleikur þjóðanna. KSÍ heldur þar með áfram að tryggja vináttuleiki við lið af svipaðri getu og íslenska liðið í stað þess að eltast við leiki gegn stórþjóðum. Azerar eru í 116. sæti FIFA-listans. HANDBOLTI HSÍ er skrefi nær því eftir helgina að semja við Dag Sigurðsson um að taka við karla- landsliðinu af Alfreð Gíslasyni. Dagur átti fundi með þeim Guð- mundi Ingvarssyni, formanni HSÍ, Einari Þorvarðarsyni, fram- kvæmdastjóra HSÍ, og Jóhanni Inga Gunnarssyni, formanni landsliðsnefnar HSÍ, um helgina og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gengu þær viðræður vel og voru jákvæðar. Dagur hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að taka við landsliðinu en það gerir hann samt bara á réttum forsendum. Þó svo hann sé spenntur fyrir starfinu hefur Dagur sagst ekki beint vera í atvinnuleit enda tiltölulega nýbyrjaður í spennandi starfi sem framkvæmdastjóri Vals. Dagur hafði ekkert um stöðu mála að segja þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum í gær. „No comment,“ var allt og sumt sem hafðist upp úr landsliðsfyrirliðan- um fyrrverandi. Jóhann Ingi Gunnarsson, for- maður landsliðsnefndar HSÍ, stað- festi það að viðræður hefðu vissu- lega farið fram með Degi um helgina. „Þessi mál eru í ákveðnum far- vegi og ég trúi því að eitthvað ger- ist í þessari viku. Það er í það minnsta mín tilfinning en maður veit samt aldrei neitt nákvæmlega í þessu,“ sagði Jóhann Ingi við Fréttablaðið í gær. „Það er ekkert launungarmál að við hittumst um helgina. Erum að skoða málin og fara yfir hlutina. Ég myndi segja að þetta hefðu verið mjög gagn- legar viðræður.“ Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, vildi lítið tjá sig um málið annað en að hann vonaðist til að ganga frá ráðningu í vikunni. Það eitt og sér segir reyndar heilmikið um stöðuna enda Guðmundur ekki þekktur fyrir mikla yfirlýsingagleði. Stjórn HSÍ kemur til fundar á hádegi í dag og hafi þríeykið þegar náð samkomulagi við Dag verður það tilkynnt stjórn sambandsins á fundinum í dag sem síðan þarf að leggja blessun sína yfir ráðning- una. Fyrr verður ekki hægt að skrifa undir samninga og tilkynna um nýjan landsliðsþjálfara. Flest bendir þó til þess að það gerist fyrir helgi. henry@frettabladid.is Dagur ráðinn í vikunni? Flest bendir til þess að Dagur Sigurðsson verði ráðinn landsliðsþjálfari í hand- bolta áður en vikan er á enda. Dagur fundaði með formanni og framkvæmda- stjóra HSÍ sem og formanni landsliðsnefndar um helgina. LEIÐTOGI Dagur Sigurðsson var fyrirliði landsliðsins til fjölda ára. Hann leiðir hér landsliðið til leiks á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Hann verður hugsanlega þjálf- ari handboltalandsliðsins á ÓL í Peking 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður GOG Svendborg og íslenska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum í leik gegn stórliði Barcelona í 4. riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta og skoraði sjö mörk í 35-33 sigri danska liðsins. „Ég er auðvitað ánægður með að vinna leikinn og það var alltaf markmið okkar og við vorum búnir að sýna fram á það að við gætum alveg náð góðum úrslitum í Meistaradeildinni,“ sagði Snorri Steinn sem var ein- mitt orðaður við Barcelona fyrir um tveimur árum. „Það var kannski ekki efst í huga manns þegar á leiknum stóð en það var vissulega gaman að standa sig vel,“ sagði Snorri Steinn sem kvaðst þó ekki hafa neinn tíma til þess að sitja á bleiku skýi. „Deildarkeppnin í Danmörku er í fullum gangi og er náttúrulega þannig séð for- gangsatriði hjá okkur og við þurfum að einbeita okkur fyrst og fremst að ná einu af topp fjórum efstu sætunum þar til þess að komast í úrslitakeppnina. GOG Svendborg lenti í þriðja sæti í deildarkeppninni í fyrra og vann svo úrslitakeppnina og varð svo meistarari þannig að markmið- ið fyrir tímabilið var alltaf að lenda í einu af fjórum efstu sætunum og Meistaradeildin er í raun og veru bara gulrót fyrir utan það,“ sagði Snorri Steinn sem er því strax farinn að einbeita sér að leik GOG Svendborg gegn Skandeborg Håndbold í dönsku deildinni á miðvikudag. „Okkur er ekki búið að ganga sem skyldi eftir EM og erum búnir að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og megum alls ekki við því að mis- stíga okkur í leik gegn neðsta liði deildarinnar í harðnandi toppbaráttunni. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir menn að mæta Barcelona og gíra sig svo upp í leik á móti slakara liði þannig að við verðum að vera með einbeitinguna í lagi,“ sagði Snorri Steinn sem viðurkenndi að hann hugsaði líka reglulega um stöðu íslenska landsliðsins og hvað væri í deig- lunni þar í þjálfaramálum. „Mér líst bara vel á þau nöfn sem hafa verið í umræðunni og það eru spennandi og erfið verkefni fram undan hjá liðinu,“ sagði Snorri. SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON, GOG SVENDBORG: SKORAÐI SJÖ MÖRK GEGN STÓRLIÐI BARCELONA Enginn tími til þess að sitja á bleiku skýi HANDBOLTI Leikið verður í undanúrslitum Eimskipsbikars karla í kvöld þegar Fram tekur á móti Akureyri í Fram- húsinu í Safamýrinni og 1. deildarlið Víkings fær Íslands- meistara Vals í heimsókn í Víkina og hefjast báðir leikir kl. 19.00. Fram og Akureyri áttust einmitt við um helgina fyrir norðan og þá fóru gestirnir með nauman 29-30 sigur í hörkuleik en liðin berjast á ólíkum stöðum í N1-deildinni þar sem Fram er í toppbaráttunni en Akureyri í harðri botnbaráttu. „Staða liðanna í deildinni skiptir engu máli í kvöld og við búumst við hörkuleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, leikmaður Fram og fyrrverandi leikmað- ur KA, sem kvaðst vitanlega þekkja vel til Akureyr- arliðsins. „Ég hef náttúrulega spilað með mörgum þessarra stráka hjá Akureyri þegar ég var í KA, en ég ber ekki jafn sterkar tilfinningar til þessa liðs, eins og ég myndi gera ef að þetta væru gulir og bláir KA-menn,“ sagði Hall- dór Jóhann á léttum nótum. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, kvað sína menn hlakka til verkefnisins. „Bikarleikir eru alltaf stakir leikir og þó að Fram sé senni- lega best mannaða lið landsins, þá er alltaf einhver mögu- leiki í stöðunni. Líkurnar er samt vissulega þeirra megin en við munum leggja allt í sölurnar í þennan leik,“ sagði Rúnar ákveðinn. Reynir Þór Reynisson, þjálfari Víkings, er afar spenntur fyrir leiknum gegn Val en ítrekaði að hans menn væru þó fyrst og fremst með hugann við 1. deildina. „Það er náttúrulega frábært að við séum komnir í þennan leik og við ætlum bara að njóta leiksins og spila okkar handbolta. Við höfum þannig séð lítið getað hugsað um leikinn þar sem það er búið að vera þétt leikið í 1. deild- inni og við erum vitanlega með hugann við toppbaráttuna þar,“ sagði Reynir Þór sem hvetur fólk til að fjölmenna í Víkina og starfsbróðir hans Vals-megin, Óskar Bjarni Óskarsson, tekur í sama streng. „Við erum bara mjög spenntir fyrir leiknum og við vonumst til að Valsarar fjölmenni í Víkina. Við erum búnir að sjá Víking spila nokkrum sinnum og það eru nokkrir mjög efnilegir leikmenn í herbúðum liðsins. Við munum undirbúa okkur á sama hátt fyrir þenn- an leik og aðra leiki og það verður klárlega ekkert vanmat í gangi af okkar hálfu og við ætlum okkur að komast í úrslitaleikinn í fyrsta skipti í langan tíma,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. - óþ Fram og Akureyri mætast í Framhúsinu og Valur mætir Víkingi í Víkinni í undanúrslitum Eimskipsbikars karla: Staða liðanna í deild skiptir engu máli AFTUR Í ÚRSLIT? Einar Ingi Hrafnsson og félagar í Fram geta komist í sinn annan úrslitaleik í vetur með sigri á Akureyri í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Topplið Inter frá Mílanó hefur ekki hlotið mikla hylli í ítölskum fjölmiðlum undanfarið þrátt fyrir að vera komið með átta stiga forystu í Serie A- deildinni þar sem margir vilja halda því fram að dómarar í deildinni séu liðinu afar hliðhollir. Síðasta atvikið til þess að valda deilu var fyrra mark Inter í 0-2 sigri liðsins gegn Catania um síðustu helgi þegar Esteban Cambiasso skoraði á 64. mínútu en Argentínumaðurinn var greinilega rangstæður á fjær- stönginni. Stuðningsmenn Catania brugðust við atvikinu með því að fagna gríðarlega hverjum einasta dómi Stefanos Farina, dómara leiksins, og syngja honum söngva það sem eftir lifði leiks. Dagblöðin La Gazzetta dello Sport og Corriere dello Sport hafa bæði farið hart fram í gagnrýni sinni á hugsanleg tengsl milli dómara og Inter-liðsins og La Gazzetta dello Sport birti á dögunum stöðuna í Serie A- deildinni þar sem vafaatriði féllu ekki með Inter og Corriere dello Sport sló upp í fyrirsögn blaðsins í gær: „Hlægileg deildarkeppni“ í samhengi við sérmeðferð Inter í ítölsku Serie A-deildinni. - óþ Corriere dello Sport: Hlægileg deild- arkeppni SÉRMEÐFERÐ? Ítölsk dagblöð vilja meina að Inter hljóti sérmeðferð frá dómurum á Ítalíu. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Gary Neville, fyrirliði Manchester United, er ekki af baki dottinn þrátt fyrir ellefu mánaða fjarveru vegna meiðsla og ítrekaði í viðtali við United Review að hann hefði engin plön um að leggja skóna á hilluna. „Sú staðreynd að ég hef verið svona lengi frá vegna meiðslanna hlýtur eðlilega að vekja upp þá spurningu hvort ég nái yfir höfuð að snúa aftur á völlinn. Ég meiddist á ökkla fyrir um ellefu mánuðum en í fullkominni kaldhæðni þá hef ég verið fínn í ökklanum undanfarið en verið að jafna mig eftir að hafa fengið högg annars staðar sem hafa tafið mig um nokkrar vikur,“ sagði Neville sem æfir af kappi þessa dagana og er viss um að hann snúi fljótt aftur. - óþ Gary Neville, Man. Utd.: Er ekki hættur FÓTBOLTI Endurkoma Kevins Keegan til Newcastle hefur ekki orðið sú vítamínsprauta sem menn á þeim bænum voru að vonast eftir og liðið er aðeins búið að taka tvö stig af tólf möguleg- um síðan hann tók við stjórnar- taumunum á St. James‘s Park. Keegan kvaðst sjálfur gera sér fulla grein fyrir því erfiða verkefni sem fram undan væri hjá Newcastle. „Við erum viðkvæmir. En ég hef samt fulla trú á því að við höfum nógu mikinn styrk og gæði til þess að vera úrvalsdeildarfé- lag á næstu leiktíð og eins og málin standa í dag þá setjum við stefnuna á 40 stiga markið,“ sagði Keegan eftir svekkjandi 4-1 tap gegn Aston Villa á Villa Park eftir að hafa komist 0-1 yfir í leiknum með marki frá Michael Owen. „Það er ekki eins og maður geti veifað töfrasprota og öll vanda- mál séu þá að baki, en vissulega er þetta mín vinna og mín vandamál sem ég þarf að finna lausn á,“ sagði Keegan. - óþ Kevin Keegan, Newcastle: Stefnum á 40 stiga markið EKKI TÖFRAMAÐUR Kevin Keegan kvaðst ekki geta veifað töfrasprota til þess að breyta vandræðaástandinu hjá New- castle. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.