Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 12
 12. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÍTALÍA, AP Ítölsku og bandarísku lögreglunni varð töluvert ágengt í baráttu sinni gegn mafíunni þegar meira en hundrað manns voru handteknir í báðum löndunum nú fyrir helgi. Markmið aðgerðanna var að lama Gambino- fjölskylduna í New York, eyðileggja tengsl ítölsku mafíunnar við félaga sína í New York og koma í veg fyrir framhald á áratuga gömlu mafíustríði. Inzerillo-fjölskyldan flúði nánast í heilu lagi til New York fyrir um aldarfjórðungi frá Ítalíu þar sem hún hafði orðið illa úti í einu blóðugusta mafíustríði sögunnar. Í New York hefur þessi fjölskylda síðan notið verndar Gambino-fjölskyldunnar, sem um miðja síðustu öld var ein af fimm stóru mafíufjölskyldun- um í New York. Undanfarið hafði lögreglan í New York og á Ítalíu fengið veður af því að Inzerillo-fjölskyldan hygðist snúa aftur til Ítalíu. Óttast var að þeim flutningum myndi fylgja morðalda þegar hinir brottflúnu kæmu fram síðbúnum hefndum heima fyrir. Árangur lögreglunnar í vikunni má að mestu rekja beint til sikileyska mafíuforingjans Salvatore Lo Piccolo, sem var handtekinn í nóvember síðastliðn- um. Lo Piccolo hafði reynt að nýta sér veikleika mafíunnar á Ítalíu, eftir að nokkrir helstu foringjar hennar höfðu verið handteknir, til að ná völdum innan hennar. Í því skyni sendi hann meðal annars fulltrúa sína til New York og leyfði einnig nokkrum meðlimum Inzerillo að koma til Ítalíu. Lögreglan fylgdist hins vegar grannt með þessum tilburðum, og beitti bæði hlerunum og eftirlitsmyndavélum. Í New York voru nærri 90 manns ákærðir og eru flestir komnir í vörslu lögreglunnar. Á Ítalíu voru það 29 manns sem lögreglan reyndi að hafa hendur í hári, og flestir þeirra náðust. Meðal hinna hand- teknu er John D‘Amico, núverandi leiðtogi Gambino- mafíunnar. Í leiðinni tókst að upplýsa aldarfjórðungs gömul morð, meðal annars á Antonio og Pietro Inzerillo, þáverandi foringjum Inzerillo-fjölskyldunnar. Andrew Cuomo, dómsmálaráðherra í New York-ríki, segir umfang aðgerðanna sýna að mafían lifi enn góðu lífi í New York: „Við viljum helst líta á þetta sem leifar úr fortíðinni, en svo er ekki.“ gudsteinn@frettabladid.is HANDTÖKUR Í NEW YORK Ónafngreindir félagar í Gambino- mafíunni teknir í vörslu lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Áfall fyrir mafíuna Aðgerðir lögreglunnar í New York og á Ítalíu komu í veg fyrir framhald á aldar- fjórðungs gömlu hefndarstríði. Góðan árangur lögreglunnar má rekja til hand- töku ítalska mafíuforingjans Salvatore Lo Piccolo á síðasta ári. DÓMSMÁL Kona var dæmd til sex mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnainnflutning í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Konan var á leið frá París í apríl 2006 þegar hún var gripin með rúm 113 grömm af kókaíni í Leifsstöð. Efnin voru falin innvortis. Þá var konan einnig sakfelld fyrir að hafa stolið vörum úr verslun fyrir rúmar fimm þúsund krónur. Hún játaði bæði brotin. Fram kemur í dómnum að konan hafi farið ótilneydd til Spánar í þeim tilgangi að flytja um eitt kíló af kókaíni til landsins. Hún hafi átt að hagnast um eina milljón króna á innflutningnum. Það hafi hins vegar verið aðstæður sem ekki snertu hana sem urðu til þess að hún flutti aðeins hluta efnanna til landsins. Kókaínið sem hún flutti til landsins var mjög sterkt, en ekki liggur fyrir hvort hún hafi sjálf átt að selja eða dreifa efnunum. Í dómnum er litið til þess að konan var ung og í óreglu þegar brotin voru framin. Tæp tvö ár séu nú liðin frá seinna brotinu. Konan hefur, að því er fram kemur í dóminum, snúið við blað- inu og verið í fastri vinnu í ár. Því var ákveðið að skilorðsbinda fjóra mánuði af refsingunni. - þeb Kona dæmd til sex mánaða fangelsisvistar: Flutti kókaín innvortis SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar Sam- fylkingar í skipulagsnefnd Kópavogs segjast hafa fengið rangar upplýsingar vegna veitingar byggingarleyfis fyrir bílskúr í Fífuhvammi í ágúst í fyrra. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu kærði nágranni byggingarleyfið og úrskurðar- nefnd skipulags- og byggingar- mála felldi það úr gildi. „Í skipulagsnefnd og í bæjarráði vorum við fullvissuð um að sátt lægi fyrir í málinu. Nú er ljóst að upplýsingar um sátt milli aðila voru rangar og hörmum við það,“ segir í bókun fulltrúa Samfylk- ingarinnar. - gar Bílskúrsmál í Fífuhvammi: Rangfærsla um sátt hörmuð A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.