Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 500019. febrúar 2008 — 49. tölublað — 8. árgangur
HÉÐINN ÓLAFSSON
Köfun ekki bara fyrir
einhverja útvalda
heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
HÚSBYGGJANDINN
Steinsteypuglaðir
Íslendingar
Sérblað um húsbyggjendur og framkvæmdir
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Héðinn Ólafsson ákvað snemma að verða kafari
og segir köfun besta sport í heimi sem allir geti
stundað.
Héðinn hefur kafað í sjóák ð
mikið með ferðamenn og verð aldrei leiður á að
skoða.“
Héðinn e áh
Nýr heimur í djúpunum
Héðinn Ólafsson segir undraheima leynast undir vatnsborðinu.
Engifer og sítrónu getur verið gott að skera niður og setja út í tevatnið þessa dagana. Flensufaraldurinn stendur sem hæst og um að gera að beita öllum
mögu-
legum
vopn-
um í
baráttunni
við pestina.
Ferðastyrkir bjóðast nú þeim sem þurfa að leita til talmeina-fræðinga og eiga um langan veg að fara til að sækja sér þjónustuna. Sótt er um styrkina hjá Trygginga-stofnun ríkisins eða umboðsmönnum stofnunar-
innar.
Göngutúr getur gert manni mjög gott þó að hann sé ekki langur. Stundum er ágætt að skreppa örstutt út fyrir bæinn með einhverj-um úr fjölskyldunni eða góðum félaga og ganga aðeins úti í náttúrunni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
TILBOÐSDAGAR15% - 70%
Dagana 20. febrúar - 1. mars eru tilboðsdagar í Atson Frábært úrval af leður- og roðvörum með 15 - 70 % afslættiKomdu og gerðu góð kaup!
OPNUNARTÍ Á
VEÐRIÐ Í DAG
ÞRIÐJUDAGUR
Er ekki kominn tími á
vorhreingerningu? Skráðu
smáauglýsinguna á visir.is
eða hringdu í síma 512 5000
og seldu gamla dótið með
lítilli fyrirhöfn.Allt sem þú þarft... ...alla daga
18.– 29. febrúar.
Verð frá 990 kr.
Kompudagar í
smáauglýsingunum
húsbyggjandinnÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008
Af tónlistarættum
Bakvörðum Mercedes Club
sárnar að vera vændir
um skort á sönghæfileik-
um þegar einn þeirra er
afkomandi höfundar
Öxar við ána.
FÓLK 22
Varðskýlin standa enn
Enn má sjá ummerki um viðveru
Bandaríkjamanna á Miðnesheiði
þótt þar dafni nú háskólasamfélag
undir íslenskum formerkjum.
FÓLK 30
PÉTUR BEN
Leikur á þrjátíu tón-
leikum á 32 dögum
Stærsta tónleikaferðin til þessa
FÓLK 24
MÁLAFERLI Bandaríska stórfyrir-
tækið og verslunarkeðjan Wal-
Mart hefur stefnt akureyrska
listamanninum Lárusi H. List
fyrir gerðardóm í Genf í Sviss
þar sem mál á hendur honum
verður tekið fyrir eftir tæpar
þrjár vikur. Stefnan tengist verki
sem Lárus gerði fyrir um tveim-
ur árum og sýndi þá í Kling og
bang. Um er að ræða mynd sem
byggir á Mónu Lísu, verki Leon-
ardos da Vinci, en hluti verksins
er nafngiftin: Wa1m-ART. Lárus
festi sér í framhaldinu lénið
wa1mart.com og þar stendur
hnífurinn í kúnni. Bandaríkja-
menn telja lénið of líkt walmart.
com og telja Lárus valda sér
skaða. Þeir munu freista þess að
fá lénið til sín í Genf.
Verkið er ádeila á græðigisvæð-
ingu og gleypistefnu Bandaríkj-
anna og segir listamaðurinn verk-
ið nú þegar hafa sannað gildi sitt.
Breskur stjörnulögmaður, Gra-
ham Ross, hefur boðið Lárusi
aðstoð sína. - jbg / sjá síðu 30
Lárus H. List tekst á við bandarískt stórfyrirtæki:
Wal-Mart í mál við íslenskan listamann
WA1M-ART Myndin byggir á Mónu Lísu,
verki Leanardos da Vincis.
Námsval og njótendur
„Skortur á tækifær-
um til menntunar
og starfa er ekki
vandamál ungs
fólks,“ skrifar Jónína
Michaelsdóttir.
Í DAG 16
FJÖR Í SUNDI Stefán Darri Þórsson, þrettán ára nemandi úr Álftamýrarskóla, sýndi góð tilþrif þegar hann stökk af stóra brettinu í
Sundhöll Reykjavíkur í gær. Stefán Darri sækir skólasund í Sundhöllinni eins og þúsundir Reykvíkinga hafa gert í gegnum tíðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÉL OG HÁLKA Í fyrstu verður
mild sunnanátt með vætu en þurrt
NA-til. Snögg kólnandi þegar líður á
síðdegið með snjókomu eða éljum,
fyrst vestan til. Kólnandi veður.
VEÐUR 4
6
0
-1 6
7
Í DAG KL. 18
SIMPLY CLEVER
ER MEÐ SEX LOFTPÚÐUM
OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16
Hafnaði FCK
Sverre Andreas Jakobs-
son hafnaði tilboði frá
danska liðinu FCK og
stefnir enn á að
koma heim í
sumar.
ÍÞRÓTTIR 26
HEILBRIGÐISMÁL Plássum fyrir geð-
sjúka hefur fækkað um meira en
hundrað undanfarin sjö ár. Ekkert
bólar á búsetuþjónustu sem byggja
átti upp í staðinn.
„Geðdeildum hefur verið lokað
og plássum fækkað, en hvergi hefur
fjölgað eða bæst við,“ segir Krist-
ófer Þorleifsson, formaður Geð-
læknafélags Íslands. „Biðlistar í
endurhæfingu eru orðnir mjög
langir, enda segir það sig sjálft
þegar plássunum fækkar.“
Árið 2001 var hafist handa við að
loka ýmsum deildum og stofnunum
fyrir geðsjúka. Meðal þeirra voru
áfengismeðferðardeild á Vífils-
stöðum, meðferðarheimili í
Gunnars holti og geðdeild í Arnar-
holt á Kjalar nesi. Alls var plássum
fækkað um rúmlega hundrað.
Í staðinn áttu að koma úrræði þar
sem sjúklingar gætu búið og notið
þjónustu í þeirra nærumhverfi, en
hvergi bólar á þeim úrræðum.
Hannes Pétursson, sviðsstjóri
lækninga á geðsviði Landspítalans,
segir rétt að lítið hafi orðið úr
búsetuúrræðunum enn sem komið
er, en nú hilli undir verulegt átak í
búsetumálum geðsjúkra. „Þetta
hefur tekið tíma fyrir félags- og
heilbrigðisráðuneytið, en það virð-
ast góðar líkur á að það rætist úr
þessu á næstu tveimur árum.“
Varðandi lokanir undanfarin ár
segir Hannes að geðsvið lúti sömu
reglum og önnur svið; þegar
rekstrar kostnaður fari fram úr
áætlun þurfi að hagræða. „Þetta er
hluti af hagræðingu sem við þurf-
um að gera eins og allir aðrir.“
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra svaraði ekki skila-
boðum blaðamanns í gær. - sþs
Geðsjúkum úthýst
vegna hagræðingar
Plássum fyrir geðsjúka hefur fækkað mikið undanfarin ár vegna niðurskurðar.
Búsetuþjónusta sem átti að koma í stað lokaðra deilda lætur enn standa á sér.
Þurfum að hagræða eins og aðrir, segir sviðsstjóri lækninga á geðsviði LSH.
SJÁVARÚTVEGUR Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir hefur lagt fram þá
hugmynd að byggðakvótinn verði
seldur á almennu uppboði en
andvirðið renni
til sjávar-
byggða.
Lúðvík
Bergvinsson,
formaður
þingflokks
Samfylkingar-
innar, segir
þessa hugmynd
vera lagða fram
til að koma til
móts við
gagnrýni mannréttindanefndar
Sameinuðu þjóðanna en telur
einnig að hún komi sér vel fyrir
sjávarbyggðirnar.
Grétar Mar Jónsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, segist
ánægður með þessa hugmynd en
vill ganga lengra og bjóða upp að
minnsta kosti 25 til 30 prósent
veiðiheimildanna eða jafnvel
helming veiðiheimildanna til
tveggja ára. - jse / sjá síðu 6
Ný tillaga Samfylkingar:
Byggðakvótinn
á uppboð
INGIBJÖRG SÓL-
RÚN GÍSLADÓTTIR
HEILBRIGÐISMÁL Þrettán greindust
með HIV-veiruna á síðasta ári.
Þetta kemur fram í nýjasta hefti
Farsóttafrétta frá Landlæknis-
embættinu.
Í sex tilfellum var talið að
smitið tengdist fíkniefnaneyslu en
í fjórum var það talið tengjast
kynmökum gagnkynhneigðra og í
þremur tilvikum kynmökum
samkynhneigðra.
Sjö konur greindust með
veiruna á síðasta ári og er það í
fyrsta sinn sem fleiri konur
greinast með veiruna.
Einnig kemur fram að 45
greindust á árinu með lifrarbólgu
B en það er óvenjumikið. Um
helmingur þeirra er innflytjendur
og vitað er um átta sem höfðu
sprautað sig með fíkniefnum.
- jse
HIV-veirusmit á Íslandi:
Fleiri konur
greindust