Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 6
6 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR NÝJAR H4 og H7 bílaperur frá X-treme Power allt að 80% meira ljós NR. NS880SB 20% afsláttur í febrúar M er ki S he ll er u no tu ð af S ke lju ng i m eð le yfi S he ll Br an ds In te rn at io na l A G . PAKISTAN, AP Dræm kjörsókn var í þingkosningun- um í Pakistan í gær þar sem margir kjósendur héldu sig heima af ótta við árásir herskárra íslamista. Kosningarnar fóru þó tiltölulega frið- samlega fram. Kjörstöðum var lokað klukkan fimm síðdegis að staðartíma og er lokaúrslita að vænta eftir tvo daga að sögn kosningayfirvalda. Formaður kjörstjórnar í Punjab, fjölmennasta héraði Pakistans, áætlaði að kjörsókn hefði verið á milli þrjátíu og fjörutíu prósent. Íbúar Pakistan eru 81 milljón talsins. Tvær skoðanakannanir sem bandarískir aðilar gerðu í Pakistan bentu til þess að flokkur stjórnar- andstöðuleiðtogans Benazir Bhutto, sem var myrt í desember, myndi sigra. Næstur kæmi stjórnarand- stöðuflokkur Nawaz Sharif og flokkur hliðhollur Musharraf yrði þriðji. Að minnsta kosti átján manns fórust í átökum milli stuðningsmanna pakistanskra stjórnmála- flokka í gær. Engar fregnir bárust hins vegar af árásum herskárra íslamista, sem hafa verið tíðar í aðdraganda kosninganna og náðu hámarki í morðinu á Bhutto. Kosningunum var seinkað um sex vikur vegna morðsins. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur heitið því að starfa með nýrri ríkisstjórn burtséð frá því hver sigrar í kosningunum. - sdg Þingkosningarnar fóru tiltölulega friðsamlega fram í Pakistan í gær: Dræm kjörsókn í Pakistan KOSIÐ Í SVEITAHÉRUÐUM Kjörsókn var dræm í þingkosningun- um í Pakistan í gær. NORDICPHOTOS/AFP GRONINGEN, AP Hollenskir vísinda- menn við háskólasjúkrahúsið Medical Center Groningen hafa uppgötvað nýja aðferð til að lengja lífslíkur þeirra sem fengið hafa hjartaáfall. Felst hún í því að fjarlægja blóðkökkinn sem stíflar æðina til hjartans í stað þess að ýta honum til hliðar. Dánartíðni þeirra sem fengið hafa hjartaáfall er ekki há, en þessi uppgötvun gæti hins vegar nýst sem áfangi í bættum lækningaaðferðum. Við rannsóknina var notast við gögn um 1.071 sjúkling sem lagðist inn á árunum 2005 til 2006. - gsh Ný aðferð í hjartalækningum: Betri lífslíkur eftir hjartaáfall SJÁVARÚTVEGUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, kynnti þá hugmynd í gær að byggðakvóti yrði boðinn upp á almennum markaði en andvirðið rynni síðan til sjávarbyggða sem áður hefðu notið góðs af honum. „Það sem við erum að gera er að hefja umræður um það hvernig við getum mætt þeirri gagnrýni sem kemur fram í áliti mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna,“ segir Lúðvík Bergvinsson, for- maður þingflokks Samfylkingar- innar. „Umræða um þessi mál hefur hingað til verið í skotgröfunum og oftar en ekki endað fyrir dómstól- um en með þessu viljum við kalla að alla hagsmunaaðila til að ræða þessi mál á nýjum grundvelli. Það má síðan vel vera að þessi umræða leiði til niðurstöðu sem við sjáum ekki fyrir núna.“ Sjávarútvegsráðherra hefur heimild til að úthluta um tólf þús- und þorskígildistonnum í byggða- kvóta á ári en í nokkrum sveitar- félögum hefur þessi úthlutun gengið erfiðlega fyrir sig. Lúðvík segir að þetta nýja kerfi myndi höggva á þær deilur sem risið hafa í sumum sveitarfélögum vegna þessara úthlutana. „Kvótakerfið byggist á því að hagræða og hagræðing felur í sér fækkun starfa og er því nokkuð ódælt fyrir sjávarbyggðirnar en með þessu móti mætti nota fjár- munina sem tengdir yrðu vissum sveitarfélögum til að auka störfin þar.“ Grétari Mar Jónssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins, líst vel á þessa hugmynd. „Mér líst vel á þetta svo langt sem það nær en til þess að verða við áliti mannrétt- indanefndar þyrfti að ganga mikið lengra og bjóða upp að minnsta kosti 25 til 30 prósent af veiðiheim- ildunum árlega. Jafnvel ganga enn lengra og bjóða upp helming veiðiheimild- anna til tveggja ára,“ segir hann. „Með þeim hætti er verið að tryggja öllum þeim sem eiga báta jafnan aðgang að þess- ari auðlind. En það þyrfti þá að útfæra þetta með þeim hætti að allir stæðu jafnir þegar kemur að útboðunum.“ Ekki náðist í Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra. jse@frettabladid.is Samfylking vill bjóða upp byggðakvótann Samfylkingin kynnti í gær hugmyndir um að byggðakvótinn verði boðinn upp á almennum markaði. Hugmyndin er sett fram sem svar við gagnrýni mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þingmanni Frjálslyndra líst vel á. INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR LÚVÍK BERGVINSSON GRÉTAR MAR JÓNSSON AFLINN UM BORÐ Nái Samfylkingin að landa hugmynd sinni munu sjávarbyggðir ekki fá byggðakvóta sem oftar en ekki er deilt harðlega um heldur andvirði hans eftir sölu á almennum markaði. Gætir þú hugsað þér að skipta um nafn? Já 22% Nei 78% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við nýundirrit- aða kjarasamninga? Segðu skoðun þína á visir.is LÖGREGLUMÁL Íslenskir feðgar réðust á karlmann í Danmörku á sunnudag og börðu hann með járnröri. Ástæðan fyrir árásinni var að fórnarlambið, 49 ára Dani, býr með fyrrverandi eiginkonu föðurins. Greint er frá þessu í vefútgáfu danska blaðsins JyllandsPosten í gær. Faðirinn, sem er fimmtugur, réðst inn í íbúð mannsins í Langebæk skammt frá Vordingsborg á Sjálandi ásamt átján ára syni sínum um klukkan fimm um daginn. Saman hófu þeir að berja manninn, meðal annars með járnröri. Íslensk sambýliskona Danans, sem er fyrrverandi eiginkona föðursins, hringdi þá í lögreglu, sem kom og sótti feðgana. Maðurinn sem varð fyrir barsmíð- unum þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi, en var ekki talinn alvarlega meiddur. Talið er að feðgarnir hafi farið til Danmerkur til þess eins að ráðast á manninn. Þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu, þar sem ekki þótti ástæða til að úrskurða þá í gæsluvarðhald. Þeir eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi fyrir líkamsárás. - sþs Íslenskir feðgar eiga yfir höfði sér fangelsisvist í Danmörku fyrir líkamsárás: Flugu út til að berja mann LÖGREGLUBÍLL Fórnarlamb árásarinnar þurfti að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi en var ekki alvarlega slasað. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.