Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 34
18 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Þennan dag árið 2004 var Simon Wiesenthal
sæmdur riddarakrossi bresku krúnunnar fyrir
ævilangt starf í þágu mannkyns.
Wiesenthal, sem var byggingaverkfræðingur
að mennt, var austurrískur gyðingur. Hann var í
fjögur ár í útrýmingarbúðum nasista en lifði hel-
förina af. Eftir vistina vóg Wiesenthal, sem var
180 sentimetrar að hæð, einungis 40 kíló. Þegar
hann hafði náð heilsu helgaði hann líf sitt því að
safna upplýsingum um nasistaforingja og leita
þá uppi svo hægt væri að sækja þá til saka fyrir
stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.
Simon Wiesenthal-stofnunin var nefnd eftir
honum en hún stendur vörð um réttindi gyðinga
og hefur haft uppi á nokkrum nasistaforingjum
frá því að hún var stofnuð árið 1977.
Á áttunda áratugnum blandaði hann sér í
austurísk stjórnmál. Hann hélt því fram að all-
nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn Brunos Kreisky
hefðu verið nasistar. Wiesenthal fékk margar
morðhótanir um ævina. Hann lést í svefni árið
2005.
ÞETTA GERÐIST: 19. FEBRÚAR 2004
Wiesenthal sæmdur riddarakrossi
SIMON WIESENTHAL
LEIKARINN BENICIO DEL TORO FRÁ
PÚERTÓ RÍKÓ ER 41 ÁRS Í DAG.
„Ég er ekki Jack Nicholson og
ekki Brando. En ég muldra.“
Del Toro hefur bæði unnið til Ósk-
ars- og Golden Globe-verðlauna.
Hann er best þekktur fyrir hlut-
verk sín í myndunum The Usual
Suspects, Traffic og Sin City.
MERKISATBURÐIR
1600 Perúska eldfjallið Huayn-
aputina springur, svo úr
verður mesta eldgos í
sögu Suður-Ameríku.
1878 Thomas Edison fær einka-
leyfi á grammófóninum.
1881 Kansas verður fyrsta ríki
Bandaríkjanna til að leyfa
sölu alkóhóls.
1976 Ísland slítur stjórnmála-
sambandi við Bretland
vegna deilunnar um fisk-
veiðilögsögu Íslands.
Samband komst aftur á
eftir rúma þrjá mánuði.
1992 Kvikmyndin Börn nátt-
úrunnar er tilnefnd til
Óskars verðlaunanna sem
besta erlenda kvikmynd-
in. Hún hlaut þó ekki
verðlaunin.
Alyson Judith Kirtley Bailes, sendi-
herra og gestaprófessor við Háskóla
Íslands, var í síðustu viku sæmd Stór-
riddarakrossi hinnar konunglegu
sænsku Norðurstjörnuorðu. Alyson er
heimsþekktur fræðimaður á sviði ör-
yggis- og varnarmála. Hún var for-
stöðumaður Stockholm International
Peace Research Institute, SIPRI, á ár-
unum 2002-2007 en stofnunin er leið-
andi á sviði rannsókna um stríð og frið
í heiminum. Norðurstjörnuorðan er
eingöngu ætluð erlendum ríkisborg-
urum og hefur fáum konum hlotnast
þessi heiður.
Alyson er fædd og uppalin í Bret-
landi. Hún starfaði lengst af hjá
bresku utanríkisþjónustunni og tók að
sér mörg alþjóðleg verkefni. Árið 2000
var hún sendiherra Bretlands í Finn-
landi en var síðan ráðin forstöðumað-
ur SIPRI. „Þar var ég í forsvari fyrir
55 alþjóðlega starfsmenn og gaf meðal
annars út hina virtu SIPRI árbók á
hverju sumri en í henni er farið yfir
tölfræði og þróun varnarmála á árinu,“
segir Alyson. Hún hefur skrifað fjölda
fræðigreina um öryggis- og varnarmál
í Evrópu og ferðast heimshorna á milli
til að halda ræður og fyrirlestra.
Sem forstöðumaður SIPRI lagði hún
ríka áherslu á að mynda góð tengsl við
hinar ýmsu rannsóknarstofnanir inn-
anlands sem utan. Hún vakti athygli
á allri þeirri fjölbreyttu útgáfu sem
stofnunin stendur fyrir og myndaði
góð tengsl við sænska þingið og ríkis-
stjórnina. Þetta gerði henni kleift að
auka hróður stofnunarinnar jafnt á
innlendri sem erlendri grund.
„Ég tel að velgengnina megi ekki
síst rekja til þess að ég hafði kynnst
Svíþjóð á mínum yngri árum og átti
því auðvelt með að tjá mig og eiga
samskipti á sænsku,“ útskýrir Alyson.
Hún segist ekki einungis líta á viður-
kenninguna sem heiður fyrir sig held-
ur fyrir stofnunina í heild. „Heiðurinn
skiptir mig þó líka máli persónulega
því Svíþjóð hefur verið mér mikils
virði í gegnum árin og haft mótandi
áhrif á líf mitt og starf.“
Eftir fimm ára krefjandi starf hjá
SIPRI segist Alyson hafa ákveðið að
gera sér eitthvað til skemmtunar.
„Mig hafði alltaf dreymt um að búa á
Íslandi. Faðir minn sagði mér Íslend-
ingasögurnar þegar ég var lítil og það
kveikti áhuga minn. Ég kom fyrst til
landsins árið 1982 og var svo heilluð
að ég kom til baka á hverju ári.“ Aly-
son segir að það hafi því verið henni
eigin legt að finna leið til að geta starf-
að hér á landi.
„Í tengslum við mín fyrri störf hef ég
verið svo heppin að fá tækifæri til að
byggja upp samvinnu við stjórnmála-
fræðiskor Háskóla Íslands. Mér var í
fyrstu boðið að koma hingað sem gesta-
fyrirlesari en var svo boðin gestapróf-
essorsstaða við stjórnmálafræðiskor
skólans í tvö ár.“ Alyson flutti til lands-
ins í sumar og keypti sér íbúð á Sjá-
landi þar sem hún unir sér mjög vel.
„Ég hef eignast marga góða vini og er
síðan að syngja með Regnbogakonum
sem er alþjóðlegur kór í Reykjavík. Ég
kenni þrjú námskeið þetta ár sem öll
tengjast nýjum áherslum í varnarmál-
um að einhverju leyti. Ég hef auk þess
verið að byggja upp tengsl milli SIPRI
og Íslands og hafa þó nokkrir sérfræð-
ingar stofnunarinnar sótt landið heim.“
vera@frettabladid.is
ALYSON BAILES: SÆMD STÓRRIDDARAKROSSI
Alltaf haft dálæti á Íslandi
Alyson er gestaprófessor við stjórn-
málafræðiskor Háskóla Íslands. Hún
kynntist Íslendingasögunum sem
barn og var heilluð af landinu frá
fyrstu kynnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Snorri Þór Rögnvaldsson
húsgagnasmíðameistari,
Goðabyggð 12, Akureyri,
andaðist á FSA miðvikudaginn 13. febrúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.30.
Margrét Hrefna Ögmundsdóttir
Ögmundur Snorrason Deslijati Zjarif
Oddný Stella Snorradóttir Níels Einarsson
Rögnvaldur Örn Snorrason Kristjana Jóhannsdóttir
Ingibjörg Halla Snorradóttir Hreinn F. Arndal
Kolfinna Hrönn Snorradóttir Raymond Sweeney
Hanna Margrét Snorradóttir Thomas Tue Jensen
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar og amma,
Guðrún Elvan Friðriksdóttir
lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 14.
febrúar. sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnar Haukur Ómarsson Katrín Inga Hólmsteinsdóttir
Fjóla Sigurbjörg Ómarsdóttir Pétur Sigurðsson
Þröstur Ránar Þorsteinsson
Halldór Nordquist Grímsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Jónína Hannesdóttir
Skálagerði 15, Reykjavík,
áður til heimilis að Kolbeinsgötu 6, Vopnafirði,
lést á Vífilsstöðum þann 14. febrúar síðastliðinn.
Hólmfríður Kjartansdóttir Sigurður Adolfsson
Inga Hanna Kjartansdóttir
Kjartan Þórir Kjartansson Áshildur Kristjánsdóttir
Baldur Kjartansson Hrönn Róbertsdóttir
Erla Kjartansdóttir Ágúst Borgþór Sverrisson
börn og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur vin-
áttu og samhug við fráfall og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Helga Sigurðssonar
frá Vestmannaeyjum, Dvalarheimilinu
Skálarhlíð á Siglufirði,
sérstakar þakkir til starfsfólks Skálarhlíðar og
Sjúkrahúss Siglufjarðar.
Jóhanna Helgadóttir Guðmundur Magnússon
Elínborg Helgadóttir Guðmundur Þór Kristjánsson
Símon Helgason Helen Meyers
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
Geir Gíslason fv. flugmaður
Strandgötu 73b, Hafnarfirði,
lést 12. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Erna Þorsteinsdóttir
Anna Geirsdóttir Vilhjálmur Bjarnason
Geir Harrýsson
Erna Rut Vilhjálmsdóttir
Gísli Vilhjálmsson.
Föðurbróðir okkar,
Sigurgeir Guðfinnsson
fyrrverandi vélstjóri
frá Keflavík,
lést laugardaginn 2. febrúar sl. á Hrafnistu, Hafnarfirði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðfinna Sigurþórsdóttir
Guðmundur Guðmundsson
Guðný M. Guðmundsdóttir
Jóhanna Sigurþórsdóttir
Þorgerður J. Guðmundsdóttir