Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 22
 19. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● húsbyggjandinn Öllum framkvæmdum fylgir mikið ryk og drasl. Hreingern- ingar ehf. bjóða upp á sérstaka þjónustu og þrífa húsnæði hátt og lágt eftir framkvæmdir. „Við getum nánast leyst öll hugsan- leg hreinsunarverkefni sem koma upp á borð til okkar,“ segir Bacha Terfasa hjá Hreingerningum ehf. en fyrirtækið veitir alhliða þjón- ustu í heimilisþrifum, ræstingum og almennum hreingerningum. „Við tökum að okkur gluggaþvott, gólfbónun og teppahreinsun svo eitthvað sé nefnt. Ekkert verk er of stórt eða lítið, hvort sem um er að ræða einstök verk eða samning um reglubundna þjónustu,“ segir Bacha. Það er óhætt að segja að þeir hjá Hreingerningu ehf. veigri sér ekki við að ráðast í öll hugsan- leg verkefni sem snúa að þrifum. Á heimasíðu fyrirtækisins www. hreingerningar.is má finna skil- greiningar á þeim verkþáttum sem fyrirtækið tekur að sér. Að- spurður segir Bacha að verkferlið hjá þeim sé þannig að þeir komi á staðinn og meti verkið og geri síðan tilboð. „Framkvæmdaþrif eru vinsæl þjónusta sem fólk er farið að nýta sér mikið. Öllum framkvæmd- um fylgir mikið ryk og drasl. Þó að breitt sé yfir hluti er alltaf eitthvað sem þarf að þrífa eftir að verki lýkur,“ bendir Bacha á. „Veggir, loft, gluggar og gólf eru oft og tíðum þakin óhreinindum eftir framkvæmdir. Þá er tilvalið að fá okkur á staðinn og við gerum allt klárt í hólf og gólf.“ Eins og allir vita getur verið tímafrekt að standa í framkvæmdum. Algengt er orðið að fólk kjósi að nýta sér þessa þjónustu og spari með því tíma og peninga. Bacha er sannfærandi þegar hann segir að „vel bónað gólf sendi frá sér jákvæð skilaboð til allra sem sjá“. - vg Rykið á bak og burt „Framkvæmdaþrif eru vinsæl þjónusta,“ segir Bacha Terfasa hjá Hreingerningum ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við Bíldshöfða er Byggingafélag Gylfa og Gunn- ars að byggja átta þúsund fermetra skrifstofu- húsnæði á átta hæðum. „Þetta eru átta hæðir og um átta þúsund fermetr- ar en verklok eru áætluð haustið 2009,“ segir Gylfi Ómar Guðjónsson hjá BYGG, Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars. „Þetta er framhald af öðru skrifstofu- húsnæði sem við byggðum þarna við hliðina. Það verður stór bílakjallari, mikið af stæðum inni á lóð- inni og hver hæð um þúsund fermetrar.“ Húsnæðið hentar öllum fyrirtækjum og er ekki bundið ákveðinni starfsemi. Hæðirnar geta skipst niður í margar einingar. Útsýnið verður glæsilegt yfir Reykjavík og sundin blá. Spurður hvort BYGG óttist ekki samdrátt í þjóð- félaginu svarar Gylfi því til að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið og að húsið sem þeir byggðu við hliðina á því sem þeir eru að byggja núna, og er mjög keimlíkt nýja húsinu, sé allt farið á leigu. „Það getur orðið samdráttur um tíma, maður veit ekkert um það. Þetta hefur gengið í bylgjum. Það tekur tvö ár að byggja og maður veit ekkert hvernig tíminn verður eftir tvö ár,“ segir Gylfi. BYGG var stofnað árið 1984 af Gylfa, sem er múrarameistari, og Gunnari Þorlákssyni húsasmíða- meistara. Félagið hefur byggt um 2.000 íbúðir og tugþúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði og sérhæft sig í leigu á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. - nrg Átta þúsund fermetrar á átta hæðum Glaðir iðnaðarmenn Byggingafélags Gylfa og Gunnars sem stefna á verklok haustið 2009. Stór bílakjallari verður í húsinu. Verkið er á grunnstigi og verið að slá upp grunninum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ ER VERIÐ AÐ BYGGJA? M YN D /O N N O Skrifstofuhúsnæðið verður átta þúsund fermetrar á átta hæðum. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir                     

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.