Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 18
[ ]Boltaleikir eru góð og skemmtileg hreyfing. Vertu þér úti um fótbolta og skoraðu vinnufélaga þinn eða nágranna á hólm og reynið hressilega á ykkur. Sterk föðurímynd gerir börnum gott BÖRN SEM ERU Í GÓÐUM SAM- SKIPTUM VIÐ FÖÐUR SINN VEGNAR VEL. Regluleg samskipti barna við feður sína auka líkur á því að þau verði hamingjusöm. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Háskólans í Uppsölum í Svíþjóð. Niðurstöðurnar benda til þess að börn sem eru í góðu sambandi við föður sinn eða föðurímynd reykja síður, komast síður í kast við lögin,, gengur betur í skóla, hafa betri orðaforða og mynda betri tengsl við önnur börn. - ve Það mæðir mikið á ungum stúlkum í dag og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Ekki veitir af því að læra sem fyrst að standa í fæturna og treysta á eigið sjálf. Alma Guðmundsdóttir, sem flestir kannast við úr hljómsveitinni Nylon, ætlar um næstu helgi að bjóða upp á sjálfstyrkingarnámskeið í annað sinn en hið fyrra fór fram á haustmánuðum. Á námskeiðinu, sem verður kennt á neðri hæð í versluninni Maður lifandi í Borgartúni, er farið yfir framkomu, sjálfsmynd, heilsu, hreyfingu, fjármál, markmiðssetningu og margt fleira. Námskeiðið er annars vegar ætlað 13 til 15 ára stelpum og hins vegar 16 til 20 ára. „Námskeiðið er ekki bara ætlað stelpum sem hyggja á söng-, dans- eða fyrirsætuframa heldur bara öllum stelpum sem vilja efla sjálfsmyndina,“ segir Alma. Hún skipuleggur og heldur utan um námskeið- ið en fær til liðs við sig kennara sem hafa reynslu á hinum ýmsu sviðum. Má þar nefna Sólveigu Eiríks- dóttur sem fjallar um næringu, dansarann Yesmine Olsson, fegurðardrottninguna Unni Birnu Vilhjálms- dóttur, leikarann Agnar Jón Egilson og Freyju Har- aldsdóttir sem talar um að láta drauma sína rætast þrátt fyrir fötlun. „Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði í fyrravor þegar ég og vinkona mín, Edda Björg Pétursdóttir fyrirsæta, vorum að ræða um hvað okkur fannst vanta í svona námskeiðshaldi og hvað við hefðum sjálfar viljað læra á þessum aldri. Okkur fannst vanta margþætta fræðslu sem kæmi inn á ýmsa hluti sem ekki eru kenndir í skólum.“ Alma nefnir fjármálafræðslu sem dæmi. Hún segir bankana koma með kynningar í menntaskólana og geta krakkar fengið debetkort og yfirdrátt án mikilla vandkvæða. „Þó að yngstu stelpurnar standi kannski ekki frammi fyrir því er gott að leggja grunninn og kenna þeim að fara varlega. Sömuleiðis að benda á hvernig er hægt að ávaxta peningana sína,“ segir Alma. Þá segir hún skipta máli að læra réttu handtökin við förðun. „Stelpurnar fá aðstoð við litaval og læra að gera hlutina vel. Þær fá þjálfun í að koma fram og að sigrast á feimni og allir þættir námskeiðsins miða að því að byggja stúlkurnar upp með markvissum hætti.“ Alma segir skráningu á námskeiðið hafa farið fram úr björtustu vonum. „Það fer hver að verða síðust að skrá sig en það er hægt að gera á namskeid.com.“ vera@frettabladid.is Margþætt stelpufræðsla Alma Guðmundsdóttir skipuleggur og heldur utan um sjálf- styrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spönsku gardínurnar komnar Sófalist Sófalist, Garðatorgi Garðabæ S. 553 0444, www.sofalist.is Glæsileg spönsk rúmteppi Sófaáklæði, mikið úrval Leigjum út stólaáklæði fyrir veislur Borðaðu þig granna(n) Nánari upplýsingar Sími 865-8407 www.vigtarradgjafarnir.is 6. - 9. mars Upledger stofnunin á Íslandi heldur fyrsta áfangann í námi í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, CSTI, 6. - 9. mars næstkomandi í Reykjavík. Heilunarskóli Skógarsetursins Grensásvegi 50 TRANSNÁMSKEIÐ Helgarnámskeið 1. og 2. mars. Gott alhliða grunnnámskeið fyrir byrjendur og nauðsynlegur undirbúningur fyrir transheilun sem kennd verður í maí. JOHN ALEXANDER Skoski miðillinn John Alexander kemur til landsins í apríl og verður með námskeið í miðlun helgina 19. og 20. apríl. Hann verður einnig með einkatíma. Skráning er hafi n, en ennþá eru nokkur pláss laus. NÆSTU NÁMSKEIÐ OG VIÐBURÐIR: Sigrún Gunnarsdóttir LÆKNAMIÐILL Skráning og uppl. um Heilunarskólann og starfsemi Skógarsetursins eru í síma 5551727 og á heimasíðu Skógarsetursins www.skogarsetrid.is www.madurlifandi.is Næstu fyrirlestrar og námskeið 21. febrúar 18:00 - 21:00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Auður I. Konráðsdóttir meistarakokkur 28. febrúar kl 18:00 - 20:00 Heilsukostur - Kökur og eftirréttir Auður I. Konráðsdóttir meistarakokkur 04. mars 17:30-19:00 Erum við andleg og líkamleg eiturefna-úrgangs- ruslaskrímsli? Edda Björgvins leikkona 12. mars kl. 20:00 - 22:00 Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari G O T T F O L K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.