Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2008
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 455
5.184 +1,33% Velta: 5.154 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,97 +1,14% ... Bakkavör 46,00 +0,88% ... Eim-
skipafélagið 30,40 +0,83% ... Exista 12,58 +2,61% ... FL Group 10,24 +3,23% ... Glitnir
18,40 +1,94% ... Icelandair 26,45 +1,34% ... Kaupþing 755,00 +0,67% ... Landsbank-
inn 29,20 +1,57% ... Marel 94,30 -1,57% ... SPRON 5,92 +2,42% ... Straumur-Burðarás
12,60 +1,78% ... Teymi 5,30 +1,15% ... Össur 92,00 +0,66%
MESTA HÆKKUN
FL GROUP 3,23%
EXISTA 2,61%
SPRON 2,42%
MESTA LÆKKUN
MAREL 1,57%
EIK BANKI 0,23%
Umsjón: nánar á visir.is
„Við erum að skoða mögulega
lokun, en endanleg ákvörðun hefur
ekki verið tekin,“ segir Ásdís
Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi
Bakkavarar. Fyrirtækið íhugar að
loka pastaverksmiðju í Scun thorpe
á Englandi þar sem starfa rúm-
lega hundrað manns.
Ásdís segir að hráefnisverð hafi
hækkað mikið, einkum verð á
hveiti og eggjum. Þá hafi orðið
samdráttur í sölu, verksmiðjan sé
rekin með tapi. Hún segir að fyrir-
tækið eigi nú í viðræðum við
stjórnendur og starfsmenn um
framhaldið. Ákvörðun um hvort
lokað verði í Scunthorpe á að
liggja fyrir innan þriggja mánaða.
Verksmiðjan fylgdi með kaupum
Bakkavarar á matvælafyrirtæk-
inu Geest árið 2005. - ikh
Yfir hundrað
störf í uppnámi
Tap Aska Capital á fjórða árs-
fjórðungi síðasta árs nemur 996
milljónum króna samkvæmt upp-
gjöri sem birt var í gær. Tap árs-
ins í heild nemur 861 milljón
króna.
Gjaldfærsla Aska vegna fjár-
festinga tengdum undirmáls-
lánum nemur 2,1 milljarði króna
á árinu og engar eignir eftir sem
tengjast húsnæðislánum í Banda-
ríkjunum.
Eignir bankans í árslok 2007
námu 34,3 milljörðum króna, en
voru 15 milljarðar í byrjun ársins.
Þá kemur fram að eiginfjárhlut-
fall bankans (CAD) hafi verið 18,5
prósent.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stjóri Aska, segir miklu hafa verið
áorkað á fyrsta starfsári bankans,
en hann var stofnaður í desember
2006. Hann bendir á að þóknana-
tekjur bankans hafi numið 2,2
milljörðum króna og segir góðan
árangur á fyrsta rekstrarári.
Hann segir aðstæður á fjármála-
mörkuðum heims hafa breyst
verulega á síðustu mánuðum og
að fjárfestar horfi í auknum mæli
til annars konar fjárfestinga en
hefðbundinna fjárfestinga í hluta-
bréfum og skuldabréfum. Stefna
Askar Capital segir hann falla vel
að þessum umskiptum. - óká
Í ÁRSLOK 2006 Stofnun Aska Capital
var kynnt í desember 2006. Starfsemi
bankans skiptist í sex tekjusvið; áhættu-
og fjármögnunarráðgjöf, eignastýringu,
fasteignaráðgjöf, eigin viðskipti, lánasvið
og bílalánafyrirtækið Avant.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Askar töpuðu nærri
milljarði króna
Ný stjórn Glitnis undir forystu
Þorsteins Más Baldurssonar,
verðandi stjórnarformanns, mun
samkvæmt heimildum Markaðar-
ins einbeita sér að því að skera
niður rekstrarkostnað. Þorsteinn
Már er þekkur fyrir að beita sér
fyrir aðhaldi í rekstri. Aðal fundur
Glitnis verður haldinn næsta mið-
vikudag.
Þá herma heimildir Markaðar-
ins að breytingar verði gerðar á
yfirstjórn bankans og hún styrkt
að einhverju leyti. Orðrómur
hefur verið um að nýr maður setj-
ist í stól Lárusar Welding for-
stjóra, en hann hefur ekki fengist
staðfestur. - óká/ss
Búist við breyt-
ingum hjá Glitni
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi
félagsins á árinu 2007
2. Lagður fram til staðfestingar
endurskoðaður ársreikningur
félagsins árið 2007
3. Ákvörðun um greiðslu arðs
og meðferð hagnaðar á árinu
2007
4. Tillaga til breytinga á sam-
þykktum félagsins1)
5. Tillaga stjórnar um starfs-
kjarastefnu félagsins
6. Kosning stjórnar
7. Kosning endurskoðanda
8. Ákvörðun um þóknun stjórnar
fyrir næsta kjörtímabil
9. Tillaga um heimild stjórnar til
kaupa á eigin hlutum fyrir hönd
félagsins
10. Önnur mál
Dagskrá:
Aðalfundur SPRON hf.
A
R
G
U
S
/
0
8
-0
0
9
0
Aðalfundur SPRON hf. verður
haldinn í Borgarleikhúsinu
við Listabraut í Reykjavík
miðvikudaginn 27. febrúar 2008
kl. 17.00.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent hlut-
höfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað
í fundarbyrjun.
Framboðsfrestur til stjórnar rennur út föstudaginn
22. febrúar 2008 kl. 17.00. Framboðum skal skila
skriflega til forstjóra.2)
Dagskrá fundarins ásamt tillögum liggja frammi til
sýnis í Ármúla 13a í Reykjavík og eins má nálgast
þær á heimasíðu SPRON, www.spron.is.
Stjórn SPRON hf.
Reykjavík, 19. febrúar 2007
1) Gerð tillaga um að aðalfundur samþykki orðalagsbreytingu á
13. gr. samþykkta félagsins þess efnis að 5% takmörkun atkvæðis-
réttar taki bæði til beinna og óbeinna yfirráða atkvæðisréttar.
2) Skv. 2. mgr. 63. gr. a. í lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með
síðari breytingum, skal í tilkynningu um framboð til stjórnar gefa,
auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar
um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign
í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu
viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem
eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Árshátíðir - Fundir - Ráðstefnur
Treystu fagfólki fyrir þínu teiti
Hjá okkur færðu sali, veitingar, tæknibúnað og viðburðarstjórnun.
Ef þú hefur salinn, getum við sent veitingar með eða án þjónustu.
Þú mætir á staðinn, allt er tilbúið og þú hefur engar áhyggjur.
20 ára reynsla skilar þér vönduðum og eftirminnilegum viðburði.
Teiti, veisluþjónusta Broadway
Ármúla 9 108 Reykjavík - Sími: 533-1100 - teiti@teiti.is - www.teiti.is
Skoðaðu
árshátíðar
vídeóin
á teiti.is
Sendu okkur fyrirspurn á teiti.is
Veisluþjónusta
Broadway