Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Karenar D.
Kjartansdóttur
9.12 13.41 18.13
9.04 13.26 17.50
Í dag er þriðjudagurinn 19.
febrúar, 50. dagur ársins.
Þrír menn fæddir á árunum 1980, 1982 og 1984 voru um daginn
dæmdir í héraðsdómi fyrir stór-
felldasta smygl á fíkniefnum sem
komið hefur upp á Íslandi í ein-
stöku máli. Sá sem þyngstan dóm
hlaut var dæmdur í níu og hálfs árs
fangelsi, einn í sjö ára og fimm
mánaða fangelsi og sá þriðji í sjö
ára fangelsi. Þurfa þeir að afplána
tvo þriðju hluta dómanna áður en
þeir eiga möguleika á reynslu-
lausn.
SEM venja er tjáir lítt að deila við
dómarann enda eru þessir dómar í
samræmi við þá ótrúlegu refsigleði
sem tíðkast í fíkniefnamálum. Ég
kemst samt ekki hjá því að velta
fyrir mér hvaða tilgangi refsingar
sem þessar þjóna. Verður sá maður
sem þyngstan dóm hlaut betri
maður við að sitja inni til 2017?
Býst einhver í veröldinni við því að
hann komi galvaskur úr fangelsi 37
ára gamall og þá loksins orðinn
nýtur og gegnheill þjóðfélagsþegn?
Ég held ekki. Dómar sem þessir
eru því ekki aðeins heimskulegir í
tilgangsleysi sínu heldur einnig
grimmdarlegir og dómstólum til
skammar.
LEYFI fólk sér þó að gagnrýna
langa dóma upphefst alltaf mikill
grátkór góðs fólks sem vill enga
glæpi eða glæpona í námunda við
sig. Oft eru grátkórmeðlimirnir
vissir um að allir þeir sem komi að
sölu og dreifingu á eiturlyfjum séu
nær yfirnáttúrulega vondir menn
sem viti ekki betri skemmtan en að
leiða saklaust fólk út á glapstigur
fíkniefnadjöfulsins. Fíklarnir sjálf-
ir eru svo útmálaðir sem fórnar-
lömb sem „lenda barasta“ í klóm
eiturlyfjanna. Yfirleitt sýnist mér
þó að skammur vegur sé á milli
þessara tveggja hópa, eiginlega sé
þetta bara einn og sami hópurinn.
BERI ég þessa dóma svo saman við
kynferðisbrotadóma verð ég sjóð-
andi ill. Lítum til að mynda á mál
Jóns Péturssonar sem síðasta
sumar var dæmdur í héraðsdómi í
fimm ára fangelsi fyrir frelsis-
sviptingu, nauðgun og hrottafengna
líkamsárás á fyrrverandi sambýlis-
konu sína. Nokkrum mánuðum áður
en Jón framdi þessa glæpi hafði
hann verið dæmdur í fimm ára
fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir
og árásir gagnvart annarri konu en
það brot Jóns þótti þó ekki þess
eðlis að nauðsynlegt þyrfti að hafa
á honum almennilegar gætur og
því var honum ekki stungið inn
strax. Mennirnir í Pólstjörnumál-
inu voru þó hafðir lokaðir inni frá
því þeir voru teknir í september og
því augljóst að miklu verra þykir
að ætla sér að selja eiturlyf til vilj-
ugra kaupenda en að nauðga og
hálfdrepa konur.
Blint réttlæti og
heimskulegt
FYRIR LAND OG ÞJÓÐ
PAJERO SAMEINAR KRAFTINN OG ÞÆGINDIN
Íslenskir vegir gera kröfur um fullkomið fjórhjóladrif með 100%
læsingu að aftan og stöðugleikastýringu. Íslenskir ökumenn gera kröfur
um skemmtilegan drifkraft, frábæran aukabúnað og þægindi fyrir allt
að sjö manns. Komdu og finndu hvernig Pajero stendur undir þessum
kröfum lands og þjóðar.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
170 HESTÖFL – DREGUR 3.300 KG
STÖÐUGLEIKASTÝRING - SPÓLVÖRN
ÞAKBOGAR - SUPER SELECT® 4X4
DRIFBÚNAÐUR - SJÖ SÆTA - DÖKKAR
RÚÐUR - 100% LÆSING AÐ AFTAN
Verð frá
5.190.000 kr.
SJÁLFSKIPTUR