Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 12
 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Allt frá landnámi var kornöl veisludrykkur Íslend- inga. Var ölið bruggað úr malti og kallað mungát en innflutt öl kallað bjór. Malt, vatn og ger var notað til ölgerðar auk þess sem ekki er ólíklegt að trjábörkur eða einiber hafi verið sett í ölið. Á 12. öld er farið að nota humla til ölgerðar, til að bragðbæta og til að verja ölið skemmdum. Ölgögn eða hitugögn voru þau kölluð áhöldin til ölgerðar. Nálægt lokum miðalda var hætt að rækta bygg á Íslandi og dró úr innlendri bjórgerð. Var bjór þá aðeins drukkinn til hátíðarbrigða en í nágrannalöndunum var hann hins vegar víða daglegur drykkur. 12. janúar árið 1900 var svo bannað að brugga áfenga maltdrykki á Íslandi en 1. mars 1989 var bjórsala og neysla aftur leyfð. Heimild: Vísindavefurinn ÖLGERÐ Á ÍSLANDI: ALGENGT FRAM AÐ LOKUM MIÐALDA Hugmyndaríkar konur um allt land fengu á dögunum styrki frá félagsmálaráð- herra til að þróa viðskipta- hugmyndir sínar. Mark- miðið er að konurnar geti haslað sér völl sem sjálf- stæðir atvinnurekendur. Styrkirnir nema samtals tæpum sextán milljónum króna og eru liður í mótvægisaðgerðum ríkis- stjórnarinnar vegna niðurskurðar á þorskaflaheimildum. Þar af leiðir að flestir styrkirnir voru veittir konum á landsbyggðinni. Umsóknir voru 115 en 28 verk- efni hlutu styrki að fjárhæð frá 200 þúsund upp í eina og hálfa milljón króna. Hæstu styrkina fá verkefn- in Spákonuhof á Skagaströnd og búningaleiga á Akureyri. Ásta Hafberg S. á Fáskrúðsfirði er meðal þeirra kvenna sem fengu styrki. Hún hlaut 200 þúsund krón- ur til að hefja framleiðslu, mark- aðssetningu og sölu á skóþurrkun- arofnum fyrir heimili en hún og maður hennar, Bastian Hans Fritz Stange, hönnuðu slíkan ofn og nota á heimili sínu. „Þetta kom til af því að við eigum fjögur börn og þegar haustaði og vetraði vorum við í stöðugum vand- ræðum með blauta skó,“ segir Ásta. Þau hjónin ákváðu því að reyna að hanna og búa til ofn til að þerra blauta barnaskóna á heimilinu. Verkið reyndist ekki mikið mál og þegar ofninn var kominn upp á vegg á heimili þeirra vakti hann mikla athygli gestkomenda. „Fólki sem kom í heimsókn fannst þetta rosalega sniðugt og vildi fá svona heim til sín,“ segir Ásta. Í framhaldinu sóttu þau um styrki til að þróa hugmyndina en þau hafa átt góða að á verkstæðinu Vélgæði á Fáskrúðsfirði og Véla- verkstæði Guðmundar Skúlasonar í Neskaupstað. Fullkomin frum- gerð af ofninum, sem Ásta og Basti- an kalla Ísofn, er nú í vinnslu og hyggjast þau senda hana til gæða- prófana til að fá vöruna vottaða. Vonast þau til að Ísofn komist í almenna sölu í haust. En Ásta horfir ekki bara til heimila því hún segir ofninn vel eiga heima í skólum og leikskólum. Auðvelt sé að laga hönnunina að ólíku rými og setja upp við snaga. bjorn@frettabladid.is Viðskiptavit kvenna virkjað VIÐSKIPTAHUGMYNDIR 28 KVENNA SEM FÁ STYRK FRÁ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTI Nafn Heimili Verkefni Upphæð Alda Davíðsdóttir 450 Patreksfjörður Sjóræningjahúsið – menningartengd ferðaþjónusta 500.000 Anne Manly Thomsen 781 Höfn í Hornafirði Heimavinnslan Jöklaís 300.000 Ásta Hafberg S. 750 Fáskrúðsfjörður Útivista/skóþurrkunarofnar (Ísofnar) 200.000 Bergrún Jóhanna Borgfjörð 720 Borgarfjörður eystri Álfheimar ferðaþjónusta Borgarfirði eystra 1.000.000 Dorothee Lubecki 801 Selfoss Lífrænar rabarbara– og berjasultur 300.000 Elín Rósa Bjarnadóttir 545 Blönduós Stofa Höllu og Eyvindar 1.000.000 Gauksmýri ehf. 531 Hvammstangi Hrafnaþing – sýning um íslenska hrafninn 1.000.000 Guðríður Ragnarsdóttir 111 Reykjavík Berjamór 300.000 Guðrún Egilsdóttir 601 Akureyri Rjómaísgerð og kaffihús 500.000 Hallfríður Finnborg Sigurðardóttir 510 Hólmavík Töfrastiklingar 1.000.000 Helga Ingimarsdóttir 545 Skagaströnd Úr hreiðri í sæng 300.000 Hildur Pálsdóttir 510 Hólmavík Álfasulta og Heljarskinn 300.000 Hildur Stefánsdóttir 681 Þórshöfn Landslagsarkitektastofan Larka 300.000 Hlédís Sveinsdóttir 365 Snæfellsbær Eigið fé ehf. 500.000 Hrafnhildur Hafdís Sverrisdóttir 620 Dalvík Kofinn skólagæsla – Fyrir káta krakka 300.000 Kristín Scheving 701 Egilsstaðir Hreindýraland, kvikmynda– og vídeólistahátíð 300.000 Kristín Sigvaldadóttir 601 Akureyri Búningaleiga og saumastofa 1.500.000 Nanna Höskuldsdóttir 680 Þórshöfn Þróun á framleiðslu og geymslu Kúffisk 790.000 Ólína Þorvarðardóttir 400 Ísafjörður Sögusetur um Spánverjavígin 300.000 Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir 660 Mývatn Sælkeraverslun í sveitinni 500.000 Regína Ólína Þórarinsdóttir 531 Hvammstangi Rjúpnarækt ehf. 200.000 Sara María Björnsdóttir 233 Hafnir Útfararstofa fyrir konur sem á að heita Hvítar rósir 300.000 Saumastofan Íris – Skagaströnd 545 Skagaströnd Vöruþróun og markaðssetning Saumastofu 950.000 Sesselja Traustadóttir 105 Reykjavík Skipulag og stofnun umferðagarðs 300.000 Sigrún Ingvarsdóttir 641 Húsavík Útfararþjónusta Húsavíkur og nágrennis ehf. 550.000 SJ bókhaldsþjónusta 680 Þórshöfn Bókhaldsþjónusta 300.000 Spákonuarfur 545 Skagaströnd Spákonuhof á Skagaströnd 1.500.000 Villimey slef 460 Tálknafjörður Vöruþróun fyrir erlendan markað 500.000 Samtals 15.790.000 SITJA EKKI MEÐ HENDUR Í SKAUTI Basti- an Stange og Ásta Hafberg eru langt komin með að setja skóþurrkunarofninn í almenna sölu. Ofninn nefna þau Ísofn og ætti hann að rúmast í hvaða forstofu sem er. SKÓÞURRKARI ÁN SKÓA SKÓÞURRKARI MEÐ SKÓM ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Viðskipta- hugmynd hennar er að koma á fót sögusetri um Spánverjavígin á Ísafirði. Tilgangurinn er að glæða ferðaþjónustu og ýta undir frekari menningarsögulegar rannsóknir á svæðinu. ALDA DAVÍÐSDÓTTIR Hugmynd hennar gengur út á sjóræningjasetur á Patreks- firði. Á setrinu yrði sett upp sýning sem gerir skil sjóránum við Íslandsstrendur. Regína Ólína Þórarinsdóttir á Hvammstanga fékk 200 þúsund króna styrk fyrir viðskiptahugmynd sem gengur út á að rækta rjúpur fyrir jólamarkaðinn. Verkefnið er á frumstigi og fyrsta skrefið er að rannsaka möguleika á rjúpnarækt. „Mér datt þetta í hug þegar rjúpurnar voru að seljast á okurverði í haust,“ segir Regína Ólína, sem sjálf borðar ekki rjúpur. Hún hefur í raun ekki hugmynd um hvort hægt sé að ala rjúpur eins og til dæmis kjúklinga og kalkúna en með 200 þúsund krónunar að vopni ætlar hún að kanna málið og þróa við- skiptahugmyndina, verði niðurstöð- urnar jákvæðar. Regína segir að í eina tíð hafi verið nóg af rjúpum í grennd við Hvammstanga en þeim hafi fækkað þar eins og annars staðar. Því verði að fá botn í hvort hægt sé að rækta þær. ER HÆGT AÐ RÆKTA RJÚPUR? Ekkert brjálæði „Nei, og það er ekkert brjálæði að fara vel með peninga.“ ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON UM HVORT ÞAÐ SÉ EKKI Á SKJÖN VIÐ BOÐSKAPINN Í LAGI HANS ENIGA MENIGA AÐ NOTA ÞAÐ Í BANKA- AUGLÝSINGU. Fréttablaðið, 18. febrúar. Einsdæmi „Mér er til efs að samningar af þessu tagi hafi verið gerðir áður.“ GRÉTAR ÞORSTEINSSON UM NÝJA KJARASAMNINGA. LAUN ÞEIRRA TEKJULÆGSTU HÆKKA LANGMEST. Fréttablaðið, 18. febrúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.