Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2008 11 Tíu ára ók um á fjórhjóli Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af tíu ára dreng sem ók á fjórhjóli um götur Stokkseyrar á föstudagskvöldið. Höfðu vegfarendur tilkynnt að legið hefði við slysi vegna aksturs drengs- ins. Er hann ósakhæfur en mál hans verður sent barnaverndaryfirvöldum til meðhöndlunar. Innbrot í hesthús í Ölfusi Verðmætum rafmagnsverkfærum var stolið í innbroti í hesthús í byggingu í Þorlákshöfn aðfaranótt laugardags. Meðal verkfæranna má nefna verk- færakassa, borvélar, heftibyssur, slípi- rokka og rafsuðuvél. Biður lögregla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 480 1010. LÖGREGLUFRÉTTIR SVEITARSTJÓRNIR „Skoðun Hvera- gerðisbæjar snýr eingöngu að virkjanaframkvæmdum í nágrenni við bæinn sem haft geta neikvæð áhrif á umhverfi og lífsafkomu bæjarbúa,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Hvera- gerðis, sem ítrekað hefur andstöðu við fyrirhugaða Bitruvirkjun. Eins og fram hefur komið er áætlað að áformað álver í Helguvík fái raforku frá Bitru- virkjun. Bæjarstjórn Hveragerð- is segist ekki hafa tekið afstöðu með eða á móti byggingu álvera almennt. „Reynist Bitruvirkjun nauðsynleg forsenda álvers telur Hveragerðisbær nauðsynlegt að leggjast gegn málinu öllu,“ segir bæjarstjórnin hins vegar. - gar Bæjarstjórn Hveragerðis: Ítreka andúð á Bitruvirkjun HENGILSSVÆÐIÐ Bitruvirkjun er ætlað að rísa á Hengilssvæðinu. DÓMSMÁL Verktakafyrirtæki hefur verið sýknað af bótakröfu rúmlega fertugs manns vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir árið 2001. Maðurinn féll niður af grjóthrúgu á lóð við Skemmuveg í Kópavogi og lenti á bakinu. Hann hlaut 35 prósenta örorku. Lögmaður mannsins hélt því fram fyrir dómi að fyrirtækið bæri skaðabótaábyrgð á slysinu vegna aðstæðna á vinnustað. Grjótið hefði verið hált og öryggisbúnað vantað. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur féllst ekki á þetta og úrskurðaði að slysið væri rakið til óhappa- tilviljunar. - sþs Verktakafyrirtæki sýknað: Féll á grjót á eigin ábyrgð www.lysi.is Túnfi sklýsisperla: DHA fi tusýra Fæðubótarefni: Asetýlkarnitín og alfalípóiksýra Æskubrunnur inniheldur þekkta samsetningu á fæðu- bótarefnunum asetýlkarnitín og alfalípóiksýru ásamt túnfi sklýsisperlu sem inniheldur hátt hlutfall af fi tusýrunni DHA. Rannsóknir hafa sýnt að í heila okkar er að fi nna umtalsvert magn af DHA enda er oft talað um fi sk sem heilafæði. Saman eru þessi efni talin geta viðhaldið heilbrigði fruma líkamans, stuðlað að góðu minni og aukið orku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.