Fréttablaðið - 19.02.2008, Side 4
4 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Áhrif samninga aðila
vinnumarkaðarins og aðgerða ríkis-
stjórnarinnar verða í heildina
jákvæð, segir Edda Rós Karls dóttir,
formaður greiningardeildar Lands-
bankans. Hún segir aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar ekki koma á óvart,
enda í samræmi við stjórnarsátt-
mála. Því þurfi ekki að endurskoða
langtímaspár um efnahagslífið hér
á landi.
„Þetta mun örugglega auka
sjálfstraust á hlutabréfamarkaði,“
segir Edda Rós. Það sé mikilvægt
að samningar hafi náðst um kaup
og kjör, en ekki sé síður mikilvægt
að skattalækkanir á fyrirtæki, sem
boðaðar voru í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar, hafi verið
útfærðar og tímasettar.
Krónan styrktist lítillega í gær-
morgun, en Edda Rós segir of
snemmt að dæma um áhrifin á
fyrsta degi. „Við erum öll að leita
að botninum,“ segir hún. Mikil
svartsýni hafi haft áhrif á verð-
myndun á hlutabréfamarkaði hér á
landi undanfarið, og kjarasamning-
ar og boðaðar aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar muni væntanlega draga úr
óvissu og um leið draga úr svart-
sýni.
Úrvalsvísitalan í Kauphöll
Íslands hækkaði um 1,33 prósent í
gær. Í Vegvísi greiningardeildar
Landsbankans segir að boðuð
skattalækkun eigi þátt í þeirri
hækkun.
Kjarasamningarnir munu líklega
verða til þess að lendingin í efna-
hagslífinu verði mýkri en ella, en
Edda Rós segir að þrátt fyrir það sé
staðan með þeim hætti að ekki séu
lengur líkur á því að lendingin verði
mjög mjúk. „Það verða einhver
átök að lenda þessu, en þetta útspil
er mjög jákvætt.“
Framkvæmd nýgerðra kjara-
samninga skiptir miklu máli þegar
áhrifin á verðbólguna eru metin,
segir Edda Rós. Samningarnir gera
ráð fyrir því að lægstu launin hækki
umtalsvert á vinnustöðum þar sem
greitt er að mestu eftir töxtum, en
þeir sem notið hafi mikils launa-
skriðs undanfarið fái ekki slíkar
hækkanir. Miklu mun því skipta
hversu langt upp launastigann
hækkanirnar ganga, segir Edda
Rós.
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans, vildi í gær
ekki tjá sig um áhrif kjarasamn-
inga og aðgerðar ríkisstjórnarinn-
ar. Hann segir vandasamt að meta
hvað þetta þýði þegar upp er staðið,
oft sé ekki allt komið upp á yfir-
borðið þó að samningar hafi verið
undirritaðir.
Sérfræðingar bankans munu fara
vandlega yfir áhrifin af samning-
unum og aðgerðum stjórnvalda á
næstunni, en næsti vaxtaákvörðun-
ardagur Seðlabankans er hinn 10.
apríl. Sama dag gefur bankinn út
ritið Peningamál, þar sem fjallað
verður ítarlega um áhrifin, segir
Arnór. brjann@frettabladid.is
Hafa jákvæð áhrif á
hlutabréfamarkað
Nýgerðir kjarasamningar og aðgerðir stjórnvalda mun líklega draga úr svart-
sýni á hlutabréfamarkaði að mati formanns greiningardeildar Landsbankans.
Sérfræðingar Seðlabankans skoða áhrifin fyrir vaxtaákvörðunardag í apríl.
HANDSALAÐ Þeir Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, tókust í hendur eftir að kjara-
samningar höfðu verið undirritaðir á sunnudagskvöld. Formaður greiningardeildar
Landsbankans segir samningana líklega leiða til mýkri lendingar í efnahagslífinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EDDA RÓS
KARLSDÓTTIR
ARNÓR
SIGHVATSSON
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu handtók tvo
menn í fyrrinótt eftir innbrot í
söluturninn Bláturn við Háaleitis-
braut í Reykjavík.
Voru mennirnir teknir skammt
frá söluturninum. Var annar þeirra
skorinn á fæti en þó nokkuð blóð
var á vettvangi innbrotsins. Var sá
slasaði fluttur á slysadeild til
aðhlynningar og að því búnu í
fangaklefa hvar félagi hans beið.
Mennirnir, sem eru góðkunningjar
lögreglunnar, voru undir áhrifum
vímuefna og því látnir sofa úr sér
áður en þeir voru yfirheyrðir í
gærdag. Þeir höfðu aðeins lítilræði
upp úr krafsinu. - ovd
Innbrot í söluturn í Reykjavík:
Tveir menn
handteknir
PÁFAGARÐUR, AP Hér eftir verður
erfiðara að komast í dýrlingatölu
hjá kaþólsku kirkjunni.
Páfagarður skýrði í gær frá því
að hertar yrðu reglur þær, sem
biskupar fara eftir þegar metið er
hvort taka skuli látna menn í
dýrlingatölu eða lýsa þá helga
menn.
Meðal annars verða harðari
kröfur gerðar til þess að hugsan-
leg dýrlingsefni hafi framið
nægilega mörg og nægilega
merkileg kraftaverk.
Nú liggja fyrir til afgreiðslu
tillögur um að 2.200 manns verði
teknir í dýrlingatölu eða lýstir
helgir menn.
- gb
Páfagarður breytir reglum:
Erfiðara nú að
verða dýrlingur
RÚSSLAND, AP Dmitry Medvedev,
forsetaframbjóðandi og líklegasti
eftirmaður Vladimírs Pútín
Rússlandsforseta, gaf í skyn að
menningarstofnunin The British
Council stæði fyrir njósnum í
Rússlandi ásamt erlendum
félagasamtökum. Kom þetta fram í
rússneska vikublaðinu Itogi í gær.
Ásakanir um njósnir vesturveld-
anna í Rússlandi hafa ítrekað
komið fram undanfarið. Ummæli
Medvedevs vekja þó athygli þar
sem hann hefur hingað til ekki
tekið jafn harða afstöðu gagnvart
vestrinu eins og Pútín. Hefur það
verið túlkað sem svo að kosning
hans í forsetaembætti geti liðkað
fyrir samskiptum þarna á milli.
- sdg
Líklegasti eftirmaður Pútíns:
Sakar vestræn
ríki um njósnir
VLADÍMÍR PÚTÍN OG DMITRY MEDVEDEV
Pútín tilnefndi Medvedev sem sinn
eftirmann í forsetaembættið sem kosið
verður um 2. mars næstkomandi.
NORDICPHOTOS/AFP
Ökumaðurinn í Danmörku
Ölvaður ökumaður reyndi að villa
um fyrir lögreglunni á Selfossi um
nýliðna helgi. Maðurinn ók bíl út af við
Aratungu en vildi meina að félagi hans
hefði verið við stýrið. Við eftirgrennsl-
an kom í ljós að félaginn var í flugvél
á leið frá Danmörku og viðurkenndi
maðurinn þá að hafa ekið bifreiðinni.
LÖGREGLUFRÉTTIR
STJÓRNMÁL Frjálslyndi flokkurinn
ber ekki pólitíska ábyrgð á Ólafi
F. Magnússyni borgarstjóra enda
er hann í öðrum
stjórnmála-
flokki, segir í
samþykkt
miðstjórnar-
fundar Frjáls-
lynda flokksins
frá á föstudag.
Jafnframt er
þess getið að
fólk úr Frjáls-
lynda flokknum
hafi ekki komið
að málum Orku-
veitu Reykjavíkur eða REI-
málinu og er hvatt til aukinnar
siðvæðingar í pólitík og endur-
skoðunar á stjórnkerfi Reykjavík-
ur í því skyni að gera það
skilvirkara, gegnsætt og lýðræðis-
legt.
- bþs
Frjálslyndi flokkurinn:
Ber ekki ábyrgð
á Ólafi F.
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
Eiturlyfjafundur í Hveragerði
Tæp tuttugu grömm af nýlega ræktuðu
marijúana auk kannabisfræja og áhalda
til neyslu fundust við leit lögreglunnar
á Selfossi í íbúðarhúsi í Hveragerði á
laugardagskvöldið. Húsráðandi játaði
að eiga fíkniefnin.
STJÓRNSÝSLA Vinnuhópur, sem átti
að tryggja snurðulausa yfir-
færslu á rekstri Keflavíkurflug-
vallar, hugleiddi að beita sér fyrir
því að loka fyrir kalda vatnið inn
á fyrrum varnarsvæðið á Miðnes-
heiði. Hefði sú leið verði farin
hefði þurft að tæma vatn úr lögn-
um.
Ekkert varð úr þar sem hópur-
inn hafði ekki heimildir til að
stofna til útgjalda en tæming
lagnanna fól í sér útgjöld.
Helgina 18. til 19. nóvember
2006 sprungu vatnslagnir í húsum
á svæðinu með þeim afleiðingum
að tjón varð á samtals 106 íbúðum
í þrettán fjölbýlishúsum og í sjö
mannvirkjum að auki. Talið er að
tjónið hlaupi á 79-109 milljónum
króna.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
um málið kemur þó fram að frá
sjónarhóli brunavarna hafi verið
álitamál hvort skynsamlegt væri
að skrúfa fyrir kalda vatnið.
Í skýrslunni kemur einnig fram
að ýmsir hnökrar voru á yfir-
færslu mannvirkjanna frá Banda-
ríkjaher til íslenskra stjórnvalda.
Áformað var að fulltrúar frá
hvorum aðila gengu saman í hvert
hús sem síðan yrði afhent form-
lega. Reyndin varð sú að herinn
skilaði lyklum með útfylltum og
undirrituðum gátlistum. Ekki var
gengið úr skugga um að bygging-
arnar væru í viðunandi ástandi.
Kom síðar í ljós að í fjölda bygg-
inga hafði útidyrum ekki verið
læst þó að gátlistar bæru með sér
að svo ætti að vera. - bþs
Vinnuhópur hugleiddi að skrúfa fyrir kalda vatnið á varnarsvæðinu á Miðnesheiði:
Hefði hamlað vatnslekatjóni
MANNVIRKI Á MIÐNESHEIÐI
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
8°
6°
7°
2°
7°
9°
10°
10°
10°
6°
17°
15°
11°
8°
20°
6°
21°
14°
Á MORGUN
8-13 m/s.
FIMMTUDAGUR
5-10 m/s en allt að 20
m/s á syðstu annesjum.
Í DAG KLUKKAN 18.00
0
0
-1
2
6
6
7
8
6
2
-3
13
5
5
5
6
8
7
10
13
8
5
3
0
2
2
3 2
3
0
0-2
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
SNÖGGKÓLNAR
Það ganga
kulda skil inn á
vestanvert landið
eftir hádegi og í
kjölfarið kólnar
nokkuð snögglega.
Úrkoman breytist
þá úr rigningu yfi r í
él. Skilin ganga svo
austur yfi r land og
seint í kvöld verða
víða él á landinu
með hita mjög
nálægt frostmarki.
flugfelag.is
Fundarfriður
Markvissir fundir í friði og ró
Upplýsingar:
Sími 570 3075
hopadeild@flugfelag.is
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK
GENGIÐ 18.02.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
128,8935
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
66,71 67,03
130,11 130,75
97,59 98,13
13,088 13,164
12,361 12,433
10,501 10,563
0,6165 0,6201
105,23 105,85
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR