Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Héðinn Ólafsson ákvað snemma að verða kafari og segir köfun besta sport í heimi sem allir geti stundað. Héðinn hefur kafað í sjónum víða í kringum landið og ákvað snemma að verða kafari. „Ég bjó á Raufarhöfn sem krakki og þangað kom einu sinni kafari til að skera net úr skrúfu á skipi í höfninni,“ segir Héðinn. „Það var í fyrsta sinn sem ég sá kafara og mér fannst þetta alveg svakalega spennandi og ákvað þarna á staðnum að þetta ætlaði ég að gera. Karlinn pabbi var trillukarl og mér fannst svo spennandi hvað þessi heimur var alltaf nálægt manni en samt svo fjarlægur. Maður hafði ekki hugmynd um hvað var þarna niðri.“ Héðinn dreif sig svo á námskeið í köfun árið 1999 og var kominn með kennararéttindi tveimur árum síðar auk þess sem hann sinnir ferðaþjónustu. „Þetta er mín aðalatvinna en jafnframt áhugamál og forréttindi að geta sameinað þetta tvennt. Minn uppá- haldsköfunarstaður er Silfra á Þingvöllum en Silfra er heimsþekktur köfunarstaður og á lista yfir topp tíu flottustu köfunarstaði í heiminum. Þangað fer ég mikið með ferðamenn og verð aldrei leiður á að skoða.“ Héðinn er áhugamaður um lífið neðansjávar og segir alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt í sjónum. „Að fara þarna niður og sjá hvernig þetta lítur út, til dæmis á svæðinu kringum Raufarhöfn, er ótrúleg upplifun. Þar getur maður líka farið út á bát og kafað og verið nokkuð viss um að vera fyrsti maðurinn sem kemur þarna. Everest er ekkert spennandi lengur því þangað hafa allir farið.“ Héðinn blæs á það að köfun sé bara fyrir fjall- hrausta eldhuga og fullyrðir að allir geti stundað köfun. „Það þarf að útrýma þessum misskilningi að köfun sé bara fyrir einhverja útvalda. Í gamla daga þurftu þetta að vera einhver heljarmenni en það er ekki leng- ur. Sumum finnst erfitt að komast yfir þröskuldinn að anda undir vatnsborðinu en í köfunarskólanum hjá mér er farið í það skref fyrir skref, og það tekst öllum að yfirstíga þetta. Við erum ekki í neinni vit leysu held- ur gerum allt eftir bókinni og þá er þetta besta sport í heimi,“ heida@frettabladid.is Nýr heimur í djúpunum Héðinn Ólafsson segir undraheima leynast undir vatnsborðinu. Engifer og sítrónu getur verið gott að skera niður og setja út í tevatnið þessa dagana. Flensufaraldurinn stendur sem hæst og um að gera að beita öllum mögu- legum vopn- um í baráttunni við pestina. Ferðastyrkir bjóðast nú þeim sem þurfa að leita til talmeina- fræðinga og eiga um langan veg að fara til að sækja sér þjónustuna. Sótt er um styrkina hjá Trygginga- stofnun ríkisins eða umboðsmönnum stofnunar- innar. Göngutúr getur gert manni mjög gott þó að hann sé ekki langur. Stundum er ágætt að skreppa örstutt út fyrir bæinn með einhverj- um úr fjölskyldunni eða góðum félaga og ganga aðeins úti í náttúrunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI TILBOÐSDAGAR 15% - 70% Dagana 20. febrúar - 1. mars eru tilboðsdagar í Atson Frábært úrval af leður- og roðvörum með 15 - 70 % afslætti Komdu og gerðu góð kaup! Atson • Brautarholti 4 • s. 561-0060 • www.atson.is OPNUNARTÍMI Á TILBOÐSDÖGUM mán. - föst. 8.00 - 18.00 fi m. 8.00 - 19.00 laugard. 12.00 - 16.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.