Fréttablaðið - 19.02.2008, Síða 24
19. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● húsbyggjandinn
Steinsteypudagurinn verður
haldinn í tuttugasta og annað
sinn föstudaginn 22. febrúar á
Grand Hóteli og hefst dagskrá-
in kl. 8.30.
Steinsteypudagurinn er heils dags
ráðstefna sem Steinsteypufélag
Íslands stendur fyrir en „dagurinn
er orðinn nokkurs konar hátíðis-
dagur steinsteypu- og múriðnaðar-
ins,“ segir Einar Einarsson, for-
maður félagsins og verkfræðingur
hjá BM-Vallá. Þá hittast menn úr
öllum stéttum í byggingariðnað-
inum og ræða málin og horfurnar.
„Í ár er dagurinn sérlega vegleg-
ur og dagskráin fjölbreytt,“ segir
Indriði Níelsson, félagi í Stein-
steypufélaginu og verkfræðingur
hjá VST. „Dagskráin er þema-
skipt, sem ætti að auðvelda fólki
að sækja afmarkaða hluta dagsins
þótt að sjálfsögðu sé mælt með að
sitja allan daginn,“ nefnir Einar.
Bæði erlendir og innlendir fyrir-
lesarar munu halda erindi á ráð-
stefnunni föstudaginn 22. febrúar
og fjalla um rannsóknir, hönnun,
framkvæmdir og arkitektúr. Írsku
arkitektarnir Shelley McNamara
og Yvonne Farrel segja frá hönn-
un og byggingu Luigi Bocconi-
háskólans í Mílanó. Arkitektarn-
ir hafa fengið fjölda viðurkenn-
inga í heimalandinu sínu og hefur
vinningstillaga þeirra um Háskól-
ann í Mílanó beint alþjóðlegri at-
hygli að þeim og írskum arki-
tektúr. Þá mun Sven Thelanders-
son frá Háskólanum í Lundi tala
um skýjakljúfa með sérstakri
áherslu á steinsteypu sem bygg-
ingarefni. Fjallað verður um sjón-
steypuveggi og hljóðeinangrun
í sambýlis húsum svo fátt eitt sé
nefnt af dagskránni.
Steinsteypufélagið var stofn-
að árið 1971. Starfsemin hefur
verið óslitin síðan en félagar eru
um 300. „Fundir félagsins eru allt-
af vel sóttir og yfirleitt eru mættir
um 40 til 60 félagsmenn á hvern
fund,“ segir Einar. Þegar þeir
Einar og Indriði eru spurðir út í
sérstöðu íslensku steinsteypunn-
ar stendur ekki á svari. Tilgang-
ur Steinsteypufélagins sé fyrst
og fremst að vinna að framgangi
steypu og sementsbundinna efna.
Íslenska veðráttan hafi gert það
að verkum að sérhannaðar lausnir
við meðhöndlun steinsteypu hafi
þróast hérlendis. „Við þurfum
að stunda rannsóknir á okkar ís-
lensku aðstæðum. En aðrar þjóð-
ir eru með vandamál öðrum toga
sem tengjast steinsteypu,“ bendir
Einar á. Indriði tekur fram „að
mjög erfitt geti verið að steypa
í mjög miklum hita og þurrki og
miklar hitasveiflur valdi skaða á
öllum byggingarefnum“.
Um 1900 fóru Íslendingar að
nota steinsteypu af miklum krafti.
„Íslenskar aðstæður gerðu það að
verkum að steinsteypan átti mjög
upp á pallborðið hér, en eftir árið
1915 voru nánast öll hús stein-
steypt,“ segir Einar. „Skógleysi Ís-
lendinga er til dæmis ein skýring-
in á því hve steinsteypuglaðir Ís-
lendingar eru,“ bendir Indriði á
og bætir við „að skortur á öðrum
efnum sem þoli veðurfarið átti
stóran þátt í að steinsteypan varð
að ráðandi byggingarefni Íslend-
inga.“
- vg
Steypuglaðir Íslendingar
Þjóðleikhúsið er dæmi um steinsteypt
hús frá byrjun tuttugstu aldar.
Íslensk afbrygði af timburhúsagerð
byggja ekki síst á miklu flúri, þetta má
sjá til dæmis í því hvernig gluggakarmar
hafa verið skreyttir. Hér má sjá slíkt við
Fríkirkjuveg 11.
Einar Einarsson og Indriði Níelsson frá Steinsteypufélaginu með listavel steyptan vegg í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á
höfuðborgarsvæðinu 8. febrúar til
og með 14. febrúar 2008 var 104.
Þar af var 71 samningur um eignir
í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli
og 22 samningar um annars konar
eignir. Heildarveltan var 3.525
milljónir króna og meðalupphæð á
samning 33,9 milljónir króna.
Á sama tíma var 11 kaup-
samningum þinglýst á Akureyri.
Heildar veltan var 268 milljónir
króna og meðalupphæð á samning
24,4 milljónir króna.
Þá var 7 kaupsamningum þing-
lýst á Árborgarsvæðinu. Heildar-
veltan var 162 milljónir króna
og meðalupphæð á samning 23,2
milljónir króna.
Kaupsamning-
ar vikunnar
● FRAMKVÆMDIR Í KROSSLANDI
JB byggingarfélag hefur byggingu á tveimur fjölbýlishúsum í Krosslandi í
Hvalfjarðarsveit nú á útmánuðum eftir því sem fram kemur á fréttavefn-
um www.skessuhorn.is. Annað er tólf íbúða hús og hitt 20 íbúða hús,
bæði á tveimur hæðum. Nú þegar er eitt íbúðarhús risið í Krosslandi.
Búið er að selja nokkrar einbýlishúsalóðir til viðbótar og því í höndum
lóðareigenda hvenær framkvæmdir hefjast á þeim.
Tunguháls 15
sími: 564 6070
www.kvarnir.is
Tröppur og stigar
Iðnaðartröppur