Fréttablaðið - 19.02.2008, Side 26
19. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR6
Flóttastiga má bera saman við björgunarbáta
um borð í skipum.
Ófáir hafa tekið eftir því að byggingum fer ekki
einungis fjölgandi heldur verða byggingar á Ís-
landi sífellt hærri og hærri. Innflutningsfyrirtæk-
ið Sindri sinnir veigamiklu starfi í þessari þróun
því auk þess sem það flytur inn ýmsar bygginga-
vörur, vélar og tæki leggur það mikla áherslu á
svokallaða flóttastiga. „Það má kannski segja þetta
sambærilegt við björgunarbát um borð í skipi hvað
öryggisatriði varðar, þetta er í raun líflína ef bruni
eða líkur háski kemur upp í húsnæðinu,“ segir
Guðmundur Jónsson, deildarstjóri hjá Sindra, er
hann er spurður út í mikilvægi flóttastiga í margra
hæða húsum. „Hringstigarnir eru vinsælastir, enda
léttir, auðvelt að setja þá upp og meðfærilegir
miðað við notagildi. Þeir falla yfirleitt best inn í
arkitektúr nútímahúsa,“ bætir Guðmundur við.
Sindri flytur inn stiga frá Weland og er hægt að
fá þá bæði með hægri og vinstri snúningi eftir því
sem betur á við. Það þýðir að ef gengið er upp stig-
ann þá er súlan á hægri hönd í hægrisnúningsstiga
og öfugt.
„Það eru auðvitað reglugerðir um þetta eins
og allt annað í byggingargeiranum og um að gera
að kynna sér málin vel. Til að mynda eru hring-
stigarnir svokölluðu takmarkaðir við fjórar
hæðir,“ segir Guðmundur spurður hvort ekki beri
einhver ein tegund stiga af hvað þessi öryggis-
mál varðar. „Það þarf að meta allt saman, fjöldi
hæða, fjöldi fólks á hverri hæð og fleira spilar
þar inn í og því engin ein aðferð sem við notum ef
mæla þarf með gerð flóttastiga við viðskiptavini,
við metum þarfirnar eftir hverjum og einum.“
Guðmundur bendir á að sem sérfræðingar mæli
þeir ávallt með ákveðnum lausnum en ábyrgðin
sé ávallt hjá aðalhönnuðum og byggingarnefnd
hvers húss. „Ég vil reyndar að tryggingafélögin
komi meira að þessum málum því þau meta hlut-
ina út frá öryggisatriðum ef eitthvað þeim varð-
andi kemur upp á og flóttastigarnir eru eitt helsta
öryggisatriðið í mörgum byggingum í dag.“
Auk hringstiganna hefur Sindri upp á fleiri teg-
undir stiga að bjóða. Pallastigarnir sem eru ekki
takmarkaðir við neina hæð eru einn möguleikinn.
„Þeir eru meira áberandi, sumir segja þá klunna-
lega utan á húsunum því þeir taka meira pláss en
hringstigarnir og í mörgum tilfellum eru þeir verri
kostur fyrir húsnæðið.“ Aðrir kostir eru einnig
fáan legir frá Sindra og nefnir Guðmundur bæði
innistiga og svokallaða fellistiga. Samkvæmt Guð-
mundi eru fellistigarnir þannig hannaðir að þeir
eru settir í stokk og líta út eins og rör á veggnum.
Líflína í bruna og háska
Guðmundur Jónsson við brunastiga frá Sindra á húsi í Borgar-
túni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Bolholti 4 – Sími 511 1001 – Opið 10-18 – ecc.is
Nýtt!
Ofnæmis-
stjórnun
Fjarlægir
gæludýralykt
Frískar og
gefur ilm
Fjarlægir
tóbaksreyk
Hreinsar ryk
Eyðir lykt
Fækkar ofnæmisvöldum
Gefur ferskan ilm
Cleanaer lofthreinsitækið:
Cleanaer lofthreinsitækið fjarlægir óæskilegar agnir
úr loftinu og gerir það hreinna og ferskara. Cleanaer
gefur líka frá sér ferskan ilm til að fullkomna verkið.
Tækið gengur fyrir rafhlöðum.
Verð aðeins
kr. 6.900,-