Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 6
6 26. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY F í t o n / S Í A Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 31. mars nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS STJÓRNMÁL „Staða mála á gjaldeyrismörkuðum er ekki komin á það stig að hún kalli á sérstakar aðgerðir að hálfu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnar- fundi í gær. Hann sagði ríkisstjórnina fylgjast vel með þróun efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og áhrifa sem gætir hér á landi. Geir sagði stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands um 1,25 prósentustig, upp í fimmtán prósent, ekki hafa komið á óvart. „Það má líta á aðgerðir Seðla- bankans sem sérstaka varnaraðgerð að hálfu bank- ans vegna ástandsins sem nú ríkir. Það kemur engum á óvart í sjálfu sér. Það eru skiptar skoðan- ir um það efnahagslíkan sem Seðlabankinn vinnur eftir en miðað við þær forsendur þá er þessi vaxta- hækkun rökrétt ákvörðun,“ sagði Geir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði Seðlabankann senda sterk skilaboð með vaxta- hækkuninni um að hann ætli sér að hemja verðbólgu og vinna að stöðugleika í efnahagskerfinu. „Það er ljóst að þessi ákvörðun Seðlabankans hefur virkað að minnsta kosti miðað við fyrstu viðbrögð,“ sagði Ingibjörg að loknum fundi, skömmu fyrir hádegi. Viðbrögð á hlutabréfamarkaði voru jákvæð og var hækkun úrvalsvísitölunnar sú mesta á einum degi í sögunni, 6,16 prósent. Gengi íslensku krónunnar styrktist um 2,85 prósent og var gengisvísitalan 152,5 stig í lok dags. „Þetta voru skýr skilaboð um að Seðlabankinn ætli sér að halda niðri verðbólgu og beita öllum ráðum til þess. Þetta er vissulega umdeild og erfið ákvörðun en ég held að flestir geti verið sammála um að þetta hafi verið eðlileg við- brögð hjá Seðlabankanum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Geir sagði mikilvægt fyrir fólk að átta sig á því að fram undan gæti orðið samdráttur í efnahagslíf- inu sem það fyndi fyrir. „Það má ekki gleyma því að miðað við allar hagspár þá er að draga úr umsvifum í efnahagslífinu,“ sagði Geir. Sagði hann suma spá því að hagvöxtur gæti „hrapað“ úr fjórum prósent- um í fyrra niður í eitt prósent á þessu ári. „Þá þarf að gæta að því að slíkt gerist ekki með of snögg- um hætti. Það eru margir hlutir að gerast samtím- is í efnahagslífinu og við þurfum að gæta að skoða málin, hvert fyrir sig, í réttu samhengi.“ magnush@frettabladid.is Stýrivaxtahækkun kom ekki á óvart Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina fylgjast vel með gangi efnahagsmála á alþjóðamörkuðum og áhrifa sem gætir vegna þeirra hér á landi. Stýrivaxtahækkun Seðlabankans sterk skilaboð, sagði Ingibjörg Sólrún. GEIR H. HAARDE OG INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Geir og Ingibjörg Sólrún svöruðu spurningum blaðamanna að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Þau sögðu ríkisstjórnina fylgjast grannt með stöðu efnahagsmála í heiminum og áhrifa hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR TÍU BESTU DAGARNIR Á MARKAÐI 1. 25. mars 2008 6,2 2. 4. október 2001 6,1 3. 10. mars 1993 5,0 4. 25. janúar 2008 4,8 5. 28. apríl 1994 4,7 6. 11. janúar 1999 4,5 7. 28. apríl 1997 4,0 8. 19. september 2007 3,9 9. 16. nóvember 2005 3,8 10. 2. apríl 1993 3,7 Hækkun úrvalsvísitölu í prósentum STÝRIVEXTIR HJÁ ÖÐRUM ÞJÓÐUM Danmörk 4,50 % Noregur 5,25 % England 5,25 % Finnland 4,75 % Svíþjóð 2,00 % Þýskaland 3,30 % Bandaríkin 2,25 % Ísland 15,00 % PAKISTAN, AP Yousaf Raza Gilani sór í gær embættiseið sem nýr forsætisráðherra Pakistans. Gil- ani var einn nánasti samverka- maður Benazir Bhutto heitinnar, sem var svarinn andstæðingur Pervez Musharrafs forseta sem tók eiðinn af Gilani. Eftir að hinni formlegu eið- stafs-athöfn í forsetahöllinni í Islamabad lauk kölluðu flokks- menn Gilanis „Lengi lifi Bhutto!“ Daginn áður hafði pakistanska þingið kjörið Gilani til að fara fyrir hinni nýju samsteypustjórn Þjóðarflokks Bhutto-sinna og flokks Nawaz Sharifs, annars fyrrverandi forsætisráðherra sem einnig kom úr útlegð í fyrra. Flokkarnir tveir, sem áður voru í stjórnarandstöðu, unnu stórsigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Gilani lét það verða sitt fyrsta embættisverk að leysa úr stofu- fangelsi tugi dómara sem Musharraf forseti rak í nóvem- ber síðastliðnum til að hindra að þeir settu lagalegar hindranir fyrir endurkjöri hans í forseta- embættið. - aa UMSKIPTI Musharraf Pakistanforseti og nýi forsætisráðherrann Yusaf Raza Gilani takast í hendur eftir eiðstafinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nýr forsætisráðherra sver embættiseið í Pakistan: Fyrsta verkið að frelsa dómara Rússnesk rannsóknarlögregla: Kanna á ný and- lát blaðamanns RÚSSLAND, AP Rússnesk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu hafið á ný rannsókn á óútskýrð- um dauða rannsóknarblaðamanns- ins Júrí Sjtsékotsíkín árið 2003. Hann vann fyrir óháða dagblað- ið Novaja Gazeta að rannsókn á spillingu á háum stöðum. Sjtsékotsíkín dó eftir snögg og dularfull veikindi. Samkvæmt krufningarskýrslu var banamein- ið heiftarlegt ofnæmi. Talið er að eitrað hafi verið fyrir honum, hugsanlega með geislavirku efni. Á annan tug blaðamanna hafa verið myrtir í Rússlandi síðan árið 2000, svo vitað sé. Morðingj- arnir hafa sjaldnast fundist. - aa Vilt þú mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar? Já 77,28 % Nei 22,2 % SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að fara á tónleikana með Bob Dylan í lok maí? Segðu þína skoðun á www.visir.is NEYTENDUR „Það er mikil ástæða fyrir fólk að vera á varðbergi og við viljum fá allar ábendingar til okkar,“ segir Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtak- anna, um verðhækkanir síðustu daga. Hann segir Neytendasam- tökunum ekki hafa borist upplýs- ingar um að verslanir nýti sér gengisbreytingar eða hækki verð á vörum sem þegar hafi verið keyptar til landsins. Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda, hefur heldur ekki fengið slíkar ábendingar. „En það er að sjálfsögðu óásætt- anlegt að verslanir séu í skjóli þess sem nú er að gerast að hækka verð áður en þær þurfa. Ástandið verður nógu erfitt fyrir heimilin í landinu þó að einstaka verslanir fari ekki að maka krókinn og gera ástandið enn verra,“ segir Jóhannes. „Það er eðlilegt að verslanir hækki verð þegar þær flytja inn vörur. Ég segi reyndar að verslanir eigi að halda sömu krónutölu- álagningu, þær eiga ekki að ná inn meiru á því að vara hækki í innkaupum, hvað þá að vera að hækka eldri birgðir sem jafnvel er búið að borga fyrir. Ég vil hvetja alla neytendur sem verða varir við slíkt að láta okkur vita.“ - þeb Formaður Neytendasamtakanna um verðhækkanir vegna gengisbreytinga: Neytendur séu á varðbergi JÓHANNES GUNN- ARSSON Formaður Neytendasamtakanna hvetur neytendur til að vera á varðbergi gagnvart því að versl- anir nýti sér gengis- lækkun krónunnar til að hækka vöruverð. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.