Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 20
20 26. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR UMRÆÐAN Íraksstríðið Hinn 20. mars voru fimm ár liðin frá innrásinni í Írak undir forystu Bandaríkjanna. Það er því ekki úr vegi að gera stöðu- mat. Í bók okkar Lindu Bilmes, The Three Trillion Dollar War (Þriggja billjóna stríðið), setjum við fram það varlega mat að stríð- ið hafi kostað Bandaríkin þrjár billjónir dollara (225 billjónir króna) og kosti heimsbyggðina aðrar þrjár billjónir dollara [billj- ón = þúsund milljarðar]. Þetta er mun meiri kostnaður en Bush- stjórnin gerði ráð fyrir í upphafi stríðsins. Talsmenn Bush-stjórn- arinnar blekktu ekki aðeins heimsbyggðina um mögulegan kostnað stríðsins, heldur reyndu einnig að gera lítið úr honum eftir því sem leið á það. Þetta kemur ekki á óvart. Bush- stjórnin sagði jú ósatt um flest annað, allt frá gjöreyðingar- vopnum Saddams Hussein til meintra tengsla hans við al-Kaída. Það var ekki fyrr en eftir innrás- ina í Írak sem landið varð að gróðrarstíu fyrir hryðjuverka- menn. Hallar á þjóðarbúið Bush-stjórnin sagði að stríðið myndi kosta 50 milljarða dollara (3,7 billjónir króna). Bandaríkin eyða nú þeirri upphæð á þremur mánuðum í Írak. Til að setja töl- una í samhengi má nefna að fyrir einn sjötta af stríðskostnaðinum, gætu Bandaríkin staðið straum af félagslega kerfi sínu í rúmlega hálfa öldu, án þess að lækka bætur eða hækka skatta. Það sem meira er lækkaði Bush-stjórnin skatta á þá ríku í þann mund sem hún fór í stríð, þrátt fyrir fjárlagahalla. Stríðið gerir fjárlaga- hallann því enn brattari og er að miklu leyti borgað með erlendu fé. Þetta er fyrsta stríðið í sögu Bandaríkjanna sem hefur ekki krafist ein- hverra fórna af hálfu borgar- anna í gegnum skattlagningu, heldur er kostnaðinum velt yfir á komandi kynslóðir. Ef þetta breytist ekki munu skuldir þjóð- arbúsins – sem námu 5,7 billjón- um dollara þegar Bush varð for- seti – aukast um tvær billjónir dollara vegna stríðsins (í viðbót við 800 milljarða skuldahækkun í stjórnartíð Bush fyrir innrásina). Leynd og þöggun Var þetta vanhæfni eða óheiðar- leiki? Nær örugglega hvoru- tveggja. Í bókhaldi Bush-stjórn- arinnar var einblínt á kostnað til skamms tíma en ekki til lengri tíma, til dæmis vegna örorkubóta og heilbrigðisþjónustu fyrir her- menn. Það var ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum frá innrás- inni sem stjórnin pantaði sér- brynvarin farartæki, sem hefðu getað bjargað lífi margra sem féllu fyrir sprengjum í vegkönt- um. Þar sem stjórnin hefur ekki viljað grípa til herkvaðningar og fáir vilja skrá sig í herinn hafa hermenn verið sendir á vettvang tvisvar, þrisvar eða jafnvel fjórum sinnum. Stjórnin hefur reynt að leyna stríðskostnaðinum fyrir banda- rískum almenningi. Hermenn hafa þurft að fara fram á upplýs- ingar um fjölda særðra hermanna í krafti upplýsingalaga – fimmtán sinnum fleiri hafa særst en fallið. Nú þegar hafa 52 þúsund her- menn sem komnir eru heim greinst með áfallaröskun. Talið er að greiða verði örorkubætur til 40 prósenta af þeim 1,65 milljón- um hermanna sem hafa verið sendar til Íraks. Og að sjálfsögðu heldur blóðið áfram að renna meðan stríðið heldur áfram. Kostnaður vegna heilbrigðisþjón- ustu og örorkubóta á eftir að rjúka upp á rúma 600 milljarða dollara (á núvirði). Rándýrir verktakar Hugmyndafræði og gróðavon hefur líka átt sinn þátt í að keyra stríðskostnaðinn fram úr öllu valdi. Bandaríkin hafa treyst á verktaka úr einkageiranum, sem eru ekki ódýrir. Öryggisvörður frá Blackwater getur kostað meira en þúsund dollara á dag, fyrir utan örorku- og líftrygg- ingu, sem bandarísk stjórnvöld borga. Þegar atvinnuleysi í Írak var nærri 60 prósent hefði verið rökrétt að ráða Íraka í vinnu. En verktakar kjósa heldur að flytja inn ódýrt vinnuafl frá Nepal, Filippseyjum og fleiri löndum. Í þessu stríði eru aðeins tveir sigurvegarar: olíufyrirtæki og verktakar úr öryggisgeiranum. Hlutabréf í Halliburton, gamla fyrirtækinu hans Dick Cheney varaforseta, hafa snarhækkað í verði. En jafnvel þótt Bandaríkja- stjórn treysti í auknum mæli á verktaka fór yfirsýn hennar á ástandið samt sem áður minnkandi. Stærsta kostnaðinn af þessum hamförum hafa Írakar þurft að bera. Helmingurinn af íröskum læknum hefur fallið í valinn eða flúið úr landi, atvinnuleysi er nú 25 prósent, og fimm árum eftir að stríðið hófst nýtur Bagdad raf- magns í aðeins átta stundir á dag. Af 28 milljónum Íraka eru fjórar milljónir á hrakhólum og tvær milljónir hafa flúið land. Stríðið er aldrei ókeypis Ógnaröldin hefur gert flesta Vesturlandabúa ónæma fyrir því sem er að gerast: bílsprengja sem verður 25 að bana þykir varla fréttnæm lengur. En töl- fræðirannsóknir á dánartíðni fyrir og eftir innrásina leiða í ljós grimman veruleika. Þær benda til að á fyrstu 40 mánuðum stríðsins hafi 450-600 þúsund fleiri en venjulega látið lífið. Það virðist ef til vill hryssings- legt að ræða efnahagslegan kostn- að stríðsins þegar svo margir þjást í Írak. Og það virðist ef til vill vera sérlega sjálfhverft að leggja áherslu á hvað stríðið kost- ar Bandaríkin, sem réðust til atlögu í trássi við alþjóðalög. En efnahagslegur kostnaður er gríð- arlegur og nær langt út fyrir fjár- lagarammann. Í næsta mánuði útskýri ég hvernig stríðið hefur stuðlað að þeim öldudal sem bandarískt efnahagslíf er í um þessar mundir. Bandaríkjamenn hafa oft á orði að hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis. En stríð eru heldur aldrei ókeypis. Bandaríkin – og heims- byggðin – mun gjalda þess um ókomna áratugi. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. ©Project Syndicate JOSEPH E. STIGLITZ Þrjú þúsund milljarða stríðið Talsmenn Bush-stjórnarinnar blekktu ekki aðeins heims- byggðina um mögulegan kostn- að stríðsins, heldur reyndu einnig að gera lítið úr honum eftir því sem leið á það.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.