Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. mars 2008 21 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 806 4.845 +6,16% Velta: 12.545 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,28 +1,68% ... Bakkavör 39,45 +2,07% ... Eimskipafélagið 25,30 -0,20% ... Exista 10,48 +4,70% ... FL Group 6,60 +2,33% ... Glitnir 17,00 +5,59% ... Ice- landair 24,40 +2,52% ... Kaupþing 477,00 +9,41% ... Landsbankinn 28,90 +5,28% ... Marel 89,20 +8,38% ... SPRON 4,36 +0,23% ... Straumur-Burðarás 11,20 +4,19% ... Teymi 4,20 -0,94% ... Össur 88,10 +1,97% MESTA HÆKKUN KAUPÞING +9,41% MAREL +8,38% FØROYA BANKI +7,86% MESTA LÆKKUN EIK BANKI -3,47% FLAGA -2,2% TEYMI -0,94% Umsjón: nánar á visir.is Fjallað er um óvænta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í fjölmörgum erlendum fjölmiðlum. Fréttaveitan Bloomberg segir að 1,25 prósenta vaxtahækkun Seðlabankans bendi til þess að haldinn hafi verið neyð- arfundur í bankanum, þar sem menn hafi fjallað um hvernig forða mætti frekara falli krónunnar. Þar er haft eftir hagfræðingi hjá Handelsbanken í Kaup- mannahöfn að alþjóðlega fjármála- kreppan geri Íslandi erfitt fyrir vegna mikils viðskiptahalla. Stýrivaxtahækkun Seðlabankans er jafnframt önnur aðalfréttin á forsíðu vefjar Financial Times. Þar er meðal annars bent á að vextir hér séu með því hæsta sem gerist í heiminum. Þetta auki kostnað íslenskra banka og íslenskra fjárfesta, eins og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, aðaleiganda Baugs. Blaðið hefur eftir greinanda hjá HSBC bankanum að reyni að koma í veg fyrir frekari veikingu krónunnar með vaxta- hækkun. En sagan sýni að það virki ekki alltaf. Danska blaðið Börsen bendir á að gengi krónunnar hafi hækkað, og ekki hækkað meira innan eins dags síðan árið 1992. Í Berlingske Tidende segir að vaxtahækkunin hafi stöðvað fall krónunnar um stund. Bandaríska blaðið Wall Street Journal segir íslensku krónuna viðkvæma fyrir sveiflum. Gengi hennar hafi lækkað vegna áhættufælni fjárfesta og áhyggna sem leitt hafi til þess að mikið hafi verið verslað með aðra miðla. Til dæmis hafi margið sankað að sér svissneskum frönkum. Fjallað var um hækkun stýrivaxtanna í fleiri miðlum ytra, þar á meðal í frétt- um sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. - ikh Vaxtahækkun vekur mikla athygli Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Væntingarvísitalan mælist 64,5 stig en var 76,4 stig í síðasta mánuði. Þetta er talsvert undir spám. Svipuð tala hefur ekki sést síðan í marsmánuði árið 2003, nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak, að sögn Bloom berg-fréttaveitunnar. Inn í svartsýni neytenda spila miklar verðhækkanir á mat og raforku, lækkun á fasteignaverði og blikur á lofti til hins verra í atvinnumálum. Fjármálasérfræð- ingar telja ekki líkur á að ástandið batni fyrr en um mitt ár þegar aðgerðir bandaríska seðlabankans og stjórnvalda skila sér í vasa landsmanna. - jab Svartsýni í Bandaríkjunum HORFT Í AURINN Bandarískir neytendur hafa ekki verið svartsýnni um horfur í efnahagsmálum í fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ER ÞETTA RÉTTI TÍMINN? Eiríkur Guðnason, Seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur, stinga saman nefjum við ákvörðun stýrivaxta fyrir skömmu. Davíð Oddsson, Seðla- bankastjóri fylgist með tímanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur aldrei áður hækkað jafnmik- ið á einum degi og gerðist í gær. Hækkun gærdagsins nam 6,16 prósentum. Viðsnúningur var á erlendum mörkuðum um páskahelgina og hélt áfram í gær með hækkunum um og yfir þremur prósentum í Evrópu. Næstmesta hækkun í kauphallar- sögu Íslands var fyrir rúmum sjö árum, en þá hækkaði vísitalan um rétt rúmlega 6,1 prósent. Fjórir af 20 mestu hækkunardögum Kaup- hallarinnar eru síðan um áramót og tveir frá síðasta ári. - óká Methækkun í Kauphöllinni 20 MESTU HÆKKUNAR- DAGARNIR Í KAUPHÖLL Dagsetning Vísitöluhækkun 01. 25. mars 2008 6,2% 02. 04. október 2001 6,1% 03. 10. mars 1993 5,0% 04. 25. janúar 2008 4,8% 05. 28. apríl 1994 4,7% 06. 11. janúar 1999 4,5% 07. 28. apríl 1997 4,0% 08. 19. september 2007 3,9% 09. 16. nóvember 2005 3,8% 10. 2. apríl 1993 3,7% 11. 14. júní 2004 3,6% 12. 21. júní 1993 3,5% 13. 5. janúar 2006 3,4% 14. 12. febrúar 2008 3,2% 15. 26. apríl 2003 3,2% 16. 20. ágúst 2007 3,1% 17. 20. desember 1999 3,1% 18. 22. apríl 1997 3,1% 19. 23. febrúar 2006 3,0% 20. 24. janúar 2008 3,0%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.