Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Margrét Valmundsdóttir, fornleifafræðinemi við Háskóla Íslands, lagði upp í ævintýri með samnemanda sínum til Slóvakíu til að vinna við uppgröft. „Við vorum að vinna að uppgreftri á rómversku virki sem var í notkun á annarri til fjórðu öld eftir Krist, þannig að þetta var mjög áhugavert. Við vorum í þrjár vikur úti í Slóvakíu og svo kom annar hópur frá Íslandi seinna um sumarið,“ segir Margrét. Fyrst grófu Margrét og félagar könnunarskurði en svo var grafið þar sem talið var að hefðu verið almenningsböð. „Nokkrir rómverskir peningar fundust á svæðinu en það er svolítið erfitt fyrir okkur að meta hvort þetta var merkilegur fundur eða ekki vegna þess að það finnast ekki margar rómverskar leifar hér á Íslandi. Það sem þeim þarna úti finnst merkilegt finnst okkur kannski ekkert merkilegt. Þetta var fín starfsreynsla og allt öðruvísi en það sem hægt er að upplifa hérna heima á Íslandi,“ útskýrir Margrét. Öll tæki og tól eru ólík þeim sem eru notuð hér á landi og vinnuaðferðir fólksins í Slóvakíu eru grófari og er notast við stórar skóflur og sköfur. Ýmislegt skemmtilegt er fram undan hjá Margréti þó að uppgreftrinum í Slóvakíu sé lokið. „Í sumar verð ég í uppgreftri á Skriðuklaustri og svo er stefnan tekin á meistaranám erlendis, vonandi til Englands. Í maí ætla ég í útskriftarferð til Egyptalands þar sem er heill hafsjór af hlutum og stöðum sem hægt er skoða.“ Margrét segir að fleiri nemendur vanti í fornleifafræðina og hvetur alla til að skoða hvað námið hefur upp á að bjóða. mikael@frettabladid.is Við uppgröft erlendis Verðandi fornleifafræðingur sem hvetur sem flesta til að kynna sér námið. SÓLARHRINGSGANGA Göngufélagið Glerárdals- hringurinn 24x24 á Akureyri var stofnað af nokkrum göngugörpum sem ákváðu að ganga á 24 fjallstoppa Glerárdalshringsins á 24 tímum. FERÐIR 4 NÝJAR RAFLAGNIR Raflagnir, rofa og tengla getur verið nauðsynlegt að endurnýja ef það hefur ekki verið gert lengi. HEIMILI 3 Breiðhöfða VW Passat TDI Dísel 170hö, 3/07, 18þ.km. topplúga, álfelgur, leður, auka dekk. Verð 3.650.000.- Lexus IS 200 Limited, 11/04, 43.þ.km. Álfelgur, magasín. 2.590.000.- Ford F350 lariet, 6,4, 27þ.km. 2008, krókur, magasín. Verð 4.750.000.- Nissan Navara LE D/C, 4/04, 101þ.km. 35“ álfelgur, krókur, lok á palli. Verð 2.190.000.- áhv 1.550.000.- VW Polo Basicline, 06/03 70þ.km. allt að 100% lán. Verð 850.000.- Ford F350, 6,0 dísel, 2005, 56þ.km. ssk, 37“ breyting, er á 35“ dekkjum. Verð nú 3.790.000.- Subaru Legacy Sedan, 6/06, 18þ.km. ssk, 19“ álfelgur, þjónustubók. Verð 2.290.000.- áhv. 1.800.000.- 517 0000 www.planid.is Orkugangan 2008 29.mars 60 km. skíðaganga á Kröfl usvæðinu í Mývantssveit kl. 10:00. Leiðin er troðin og drykkjarstöðvar með reglulegu milliibli. Þáttökugjald er 4.000 kr. og er innifalið í því aðgangur að Jarðböðum eftir gönguna og lokahóf í Hótel Reynihlíð með verðlaunaafhendingu kl. 18:00. Allar nánari upplýsingar og skránin er hjá Upplýsingamiðstöð staðarins í síma 464 4390 eða í netfang orkuganga@visitmyvatn.is www.visitmyvatn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.