Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.03.2008, Blaðsíða 24
[ ]Landakort er gott að hafa með í ferðalagið til að finna réttu leiðina. Ef kortið gleymist má spyrja til vegar eða breyta ferðinni í óvissuferð. Ragnar Sverrisson, kaup- maður á Akureyri, er einn af frumkvöðlum göngufélagsins Glerárdalshringurinn 24x24 sem starfrækt er á Akureyri. Fyrir um fjórum árum voru Ragnar og félagar hans að ganga á fjöll á Eyjafjarðarsvæðinu og fannst þeim mikið til þess svæðis koma. Sama ár gekk Ragnar Hvannadalshnúk og hitti göngugarp mikinn sem hafði gengið Glerárdalshringinn. Hann er um 50 km og á þessum fjallahring eru 24 fjallstoppar. Þetta þótti Ragnari og félögum mjög spennandi hugmynd og upp frá þessu var félagið Glerárdalshringurinn 24x24 stofnað og stefnt að því að ganga hringinn á einum sólarhring. Þetta vakti mikla lukku þrátt fyrir að mörgum hafi fundist þetta uppátæki fulldjarft hjá hópnum. Hópurinn hefur nú farið einn Glerárdalshring á ári. Yfir vetrartímann eru einnig farnar ferðir annan hvern sunnudag á hina ýmsu staði. Í fyrra voru farnar um þrjátíu minni ferðir fyrir utan sjálfan hringinn. Félagið stendur árlega fyrir sólstöðugöngu 21. júní og er sú ganga í lengri kant inum. Í ár verður farið frá Grenivík og siglt út á Gjögur, sem er nyrsti tangi landsins við Eyjafjörðinn. Þaðan verður gengið á alla fjallstindi frá Gjögri, að Kaldbaki og endað niðri á Grenivík. Þetta er um 30 km leið og hefur ekki verið gengin áður. „Minni ferðir hjá okkur eru um 10-15 klukkustundir,“ segir Ragnar. Þær göngur sem farnar eru eru krefjandi og þótt allir séu velkomnir í félagið þarf fólk að hafa gott úthald. Hópurinn er mjög vel búinn, sérstaklega þegar farnar eru ferðir að vetri til, og lætur ekki veðrið stöðva sig. Innsti kjarni félagsins er um 12-14 manns en svo mætir fólk hvaðanæva að til að taka þátt í hinum ýmsu göng- um og stækkar hópurinn þá oft mikið. Í fyrra tóku um 75 manns þátt í Glerárhringnum. Í ár verður farið 12. júlí og er spennan svo mikil að á heimasíðu félagsins, www.gler- ardalur.is, er niðurtalning fyrir gönguna í dögum, klukkustundum og mínútum. Heimasíðan er mjög virk og er þar að finna myndir frá hinum ýmsu göngum félagsins. Ekkert félagsgjald er tekið né kostar í ferðirnar, nema í Glerár- dalshringinn sjálfan. Fólk kemur með sinn eigin útbúnað og keyrir sjálft í ferðirnar. klara@frettabladid.is Fjallagarpar norðursins Gengið frá Laufási í Eyjafirði að Ystuvíkurfjalli. Gangan tók um átta klukkustundir. MYND/FRIÐFINNUR GÍSLI SKÚLASON Þar sem nú fer að vora við Mið- jarðarhafið er ekki úr vegi að benda á að Úrval Útsýn er með ferðir til Barcelona tvisvar í viku til 16. maí. Barcelona er af mörgum talin til fegurstu borga Evrópu. Hún iðar líka af lífi og þar er margt að sjá sem tengist sögu og listum Spán- verja. Til dæmis eru söfn helguð hinum heimsþekktu listmálurum Picasso og Miró skemmtileg og skoðunarverð. Hinar sérstæðu byggingar arkitektsins Gaudí setja svip sinn á borgina og ber þar hæst dómkirkjuna frægu La Sagrada Familia. Ramblan, göngugatan sem ligg- ur frá höfninni inn í hjarta Barce- lónu, er þekkt fyrir litríkt mannlíf og margir leggja líka leið sína upp á Montjuic-hæðina til að njóta útsýnis yfir borgina. Flugið á vegum Úrvals Útsýnar er á föstudögum og mánudögum og fararstjórar bjóða upp á skoð- unarferðir þegar komið er á stað- inn. - gun List, menning og litríkt mannlíf Torg Barcelónu eru sum hver mikilfengleg. Til að efla ferðaþjónustu er í ráði að byggja gestastofu á Skriðuklaustri og hefja breyt- ingar á Skaftafellsstofu. Bygging gestastofu á Skriðu- klaustri stendur fyrir dyrum með haustinu, á vegum hins nýja Vatna- jökulsþjóðgarðs. Samkeppni er í gangi meðal arkitekta og þegar vinningstillaga hefur verið valin verður hafist handa við hönnun og síðan framkvæmdir. Breytingar á Skaftafellsstofu eru að hefjast. Þar verður veit- ingasala endurvakin og verður hún höfð í austurenda hússins en sýn- ingasalur í vesturendanum. Versl- unin verður byggð upp á munum sem tengjast þjóðgarðinum en minna verður um matvörur en áður þar sem matvöruverslun er í Freysnesi. Þetta kemur fram í við- tali við nýráðinn framkvæmda- stjóra Vatnajökulsþjóðgarðs, Þórð H. Ólafsson á www.hornafjordur. is. - gun Byggt, bætt og breytt Hér er Þorlákur Magnússon í Svínafelli að vinna við bílastæðin í Skaftafelli. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Montreal KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.