Fréttablaðið - 31.03.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 31.03.2008, Síða 42
18 31. mars 2008 MÁNUDAGUR Við Íslendingar erum mikil bílaþjóð; okkur þykir vænt um bílana okkar og viljum helst ekkert fara án þeirra. Götur höfuðborgarinnar eru alltaf fullar, nótt sem nýtan dag, af bílum og öku- mönnum sem vilja komast leiðar sinnar. Því miður hefur bíla- ást okkar leitt til þess að gatnakerfi landsins er að springa og bílarnir þvælast hver fyrir öðrum, sérlega á hinum illræmdu háannatímum sem eiga sér stað tvisvar á dag, fimm daga vikunnar. Hver sá sem hefur setið í bíl á Miklubraut eða Bústaðavegi á háannatíma kannast við vonda til- finningu sem magnast í réttu hlut- falli við hægaganginn í umferðinni. Þessi tilfinning beinist jafnan að fólkinu í bílunum í kringum mann; skyndilega upplifir maður sig umkringdan hálfvitum. Þessi vonda tilfinning kallast umferðarbræði og er þess eðlis að lítið þarf til að upp úr sjóði. Leiða má líkur að því að umferð- arbræði grípi um sig þar sem sam- skipti á milli bílstjóra eru lítil sem engin og því mikið um óvænt atvik í umferðinni. Þessi óvissuþáttur gerir okkur óörugg og hrædd, sem leiðir svo til þess að við verðum reið út í alla. En hvernig færi ef hægt væri að auka samskipti á milli bílstjóra og þar með draga úr óvissunni í umferðinni? Má þá ekki álykta að lundarfar bílstjóra batni í leiðinni? Eins og málin standa eiga bíl- stjórar aðallega í samskiptum sín á milli með stefnuljósum, handa- pati og flautunni. Þessum sam- skiptaaðferðum er þó nokkuð ábótavant þar sem þær ná ekki að tjá nema lítið brot þess litrófs til- finninga, hugsana og hugmynda sem bílstjórar upplifa. Því væri klárlega þjóðráð að koma upp betra samskiptakerfi, til dæmis ljósaskilti sem hægt væri að festa á þak bíla og nota til að birta skila- boð á borð við „Þú átt réttinn,“ „Þakka þér fyrir,“ „Aumingi!,“ „Fyrirgefðu! Þetta var óviljaverk,“ og fleira í þeim dúr. Ætli umferð- arbræði myndi ekki fljótlega heyra sögunni til ef tilfinningalíf öku- manna væri gert sýnilegra. STUÐ MILLI STRÍÐA Umferðarbræði ei meir! VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR KEMUR MEÐ FRÁBÆRA LAUSN Á LEIÐINLEGUM VANDA ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman EINKALEYFA- STOFA Hmm... Húla- hringur? Getur maður gert eitt- hvað annað með honum? Hvernig gengur heima? Eru krakk- arnir komnir í rúmið? Jájájá! Jamm! Jebb! Jess! Búinn að taka til í stofunni? Ganga frá fötunum? Þú lýgur! Þetta er pabbi þinn. Það er úti um okkur. En þetta var gaman. Gaman. Já. Það eina sem ég sé eftir er að síðasta máltíð mín á jörðinni hafi verið tveir lítrar af útblæstri og munnfylli af skordýrum. Jább, Lalli, ég hef skrifað bók um líf mitt! Það hlýtur að vera gott að vera búinn. Búinn Ég þarf að skrifa átta í viðbót. Bless, Raggi, og takk! Hvernig var svo að gista hjá honum? Það var fínt. Ég fór að sakna þín í kringum háttatímann. Er það?? Ég sakn- aði þín líka! Ég var alveg við að hringja. Af hverju gerð- irðu það ekki? Ég vildi ekki að þú héldir að ég væri smábarn. Ég vildi ekki halda að þú værir það ekki. Sumarbúðir Rauða krossins 2008 Boðið verður upp á þrjú tímabil fyrir einstaklinga með fötlun og sérstakar þarfi r, 16 ára og eldri: Í Stykkishólmi dagana 26. júní – 3. júlí. Að Löngumýri í Skagafi rði 20.-27. júní og 21.-28. júlí Skráning hefst þriðjudaginn 1. apríl hjá Theodór Karlssyni í síma 517 4643 og 663 0876. Hann veitir einnig helstu upplýsingar sem máli skipta. Nánari upplýsingar veita sumarbúðastjórar: Gunnar Svanlaugsson í síma 438 1376 og gsm 864 8864 Karl Lúðvíksson í síma 453 8816 og gsm 896 8416 Upplýsingar má einnig sjá á heimasíðu Rauða krossins www.raudikrossinn.is 30. mars - uppselt 3. april 4. april 10. april 11. april 17. april 18. april 23. april 24. april H im in n o g h a f / S ÍA Vantar þig aukapening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is – ódýrari valkostur Pósthúsið ehf | Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 585 8300 | posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.