Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2
2 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að ríkisstjórnin láti vinna samningsmarkmið fyrir hugsan- legar aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Að vinnunni komi allir stjórnmálaflokkar, aðilar vinnu- markaðarins, sveitarfélög og fleiri. Magnús, sagðist í samtali við Fréttablaðið, telja Evrópuum- ræðuna of ómarkvissa; leiðarsteina vanti til að þoka henni áfram. „Ég tel að það verði best gert með því að móta samningsmarkmið þar sem dregið verður fram hvað leggja ætti áherslu á í viðræðum.“ Í fram- haldinu yrðu samningsmarkmiðin borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu og niðurstöðurnar réðu hvort sótt yrði um aðild og aðildar- viðræður hafnar. „Ég held að bæði þeir sem eru hlynntir og andvígir aðild ættu að fagna svona tillögu því þá fá menn tækifæri til að vinna sínum sjónar- miðum fylgi,“ segir Magnús sem sjálfur lætur ekkert uppi um eigin afstöðu til aðildar. Samþykki þjóðin að hefja við- ræður við ESB á grundvelli skil- greindra markmiða þurfi að breyta stjórnarskránni. Þjóðin fái svo endanlegan samning við Evrópu- sambandið til atkvæðagreiðslu. Magnús hefur hugleitt að leggja fram þingsályktunar- tillögu um að ríkisstjórnin stigi þetta skref en óvíst er hvort af því verður nú á vorþingi. - bþs REYKJAVÍK Fjölbýlishús á Skóla- vörðuholti liggur undir skemmd- um vegna þess að veggjatítla hefur tekið sér bólfestu í húsinu. Ekki er vitað hversu miklar skemmdirnar eru og kemur það ekki almennilega í ljós fyrr en farið verður í viðgerðir. Á meðan þrífast veggjatítlurnar í húsinu. Verið er að skipuleggja fram- kvæmdir til að ráða niðurlögum títlunnar en ekki er ljóst hvenær þær munu eiga sér stað. Eigendur hússins hafa höfðað skaðabótamál gegn seljanda tveggja íbúða og fasteignasala á þeim forsendum að vitað hafi verið um veggjatítl- urnar árið 2004 þegar fasteigna- viðskiptin áttu sér stað og að það sé galli sem hefði átt að taka fram áður en viðskiptin áttu sér stað. Ekki er vitað hvenær veggjatítl- urnar bárust í húsið en ljóst er að vitað var um þær fyrir 2004. Skaðabótamálið verður dóm- tekið í vor og standa vonir til að dómur verði kveðinn upp í haust. Í millitíðinni hafa íbúarnir og dómskveðin matsnefnd kannað hvað hægt er að gera og hvernig brugðist er við veggjatítlum í öðrum löndum, til dæmis í Bretlandi. Veggjatítlur eru algengar víða um heim, bæði í timburhúsum og timburhúsgögnum, og hafa þær borist til svæða eins og Græn- lands og Íslands sem eru þeim óbyggileg ef þær þyrftu að komast af úti í náttúrunni, að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Í lok júní og snemma í júlí klekj- ast út púpur sem eru inni í viðnum og út skríða bjöllur. Bjöllurnar naga sig upp að yfirborði viðarins og við það myndast göt sem valda eyðileggingu í húsum. Á tveimur vikum makast veggjatítlur og kvendýrin verpa eggjum í sprungur eða göt í viðn- um. Eggin klekjast út á þremur til fjórum vikum og lirfurnar fara að éta sig inn í viðinn. Talið er að þrjú til átta ár líði þar til lirfurnar fara að púpa sig en á meðan éta þær sig um viðinn. Hita- og rakastig hefur afgerandi áhrif á afkomu veggjatítlunnar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er talið að kjöraðstæður séu í húsinu á Skólavörðuholti til að veggjatítlurnar geti þrifist þar, mikill raki og hiti í veggjunum á ákveðnum tímum árs. Nokkur tilfelli af veggjatítlum hafa komið upp hér á landi síð- ustu ár, að sögn Erlings. Athygli vakti fyrir um tíu árum þegar timburhús í Hafnarfirði var brennt vegna veggjatítlu. ghs@frettabladid.is Ég held að bæði þeir sem eru hlynntir og andvígir aðild ættu að fagna svona tillögu því þá fá menn tæki- færi til að vinna sínum sjónarmiðum fylgi. MAGNÚS STEFÁNSSON ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á þriðjudegi 30% afsláttur 798kr.kg Plokkfiskur Krefjast bóta vegna nagandi veggjatítlu Veggjatítla hefur tekið sér bólfestu í húsi á Skólavörðuholti og er ekki vitað hve miklar skemmdirnar eru. Eigendurnir höfða skaðabótamál þar sem vitað var um títlurnar áður en viðskipti áttu sér stað. Málið verður dómtekið í vor. Á SKÓLAVÖRÐUHOLTI Veggjatítla hefur tekið sér bólfestu í húsi á Skólavörðuholti í Reykjavík. Ekki er vitað hversu miklar skemmdirnar eru. Skaðabótamál hefur verið höfðað og verður dómtekið í vor þar sem vitað var um veggjatítlurnar fyrir árið 2004 en þess ekki getið þegar fasteignaviðskipti áttu sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokks- ins, telur að Magnús Pétursson sé að láta af starfi forstjóra Landspít- ala vegna breyttrar stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum. Á Alþingi í gær setti hún málið í samhengi við ummæli Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem gat þess við kynningu á ríkisstjórnar- samstarfinu að stjórnarflokkarnir væru sammála um að standa að breytingum í heil brigðiskerfinu. Geir sagði þetta dylgjur, hann hefði á sínum tíma verið að tala um breytingar á sjúkratrygginga- kerfinu. Annars væri málið á forræði heilbrigðisráðherra. - bþs Valgerður Sverrisdóttir: Telur starfslok- in grunsamleg Óttarr, er þetta þitt útrásar- verkefni? „Þetta á nú meira skylt við útferð en útrás.“ Óttarr Hrafnkelsson, forstöðumaður Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, hefur áhyggjur af frárennslisröri sem veitti meng- uðu vatni í sjó rétt við Ylströndina í vetur. Samningsmarkmið vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði skilgreind: Þjóðin kjósi um samningsmarkmið SAMGÖNGUMÁL „Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverki samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur. Á fundi Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra og Kristjáns Möller samgönguráðherra í gær voru kynnt- ar tillögur að samgöngumiðstöð sem ætlað er að hýsa alla samgöngustarfsemi borgarinnar. „Þarna má sjá fyrir sér umferðarmiðstöð þar sem rútur og strætóar stoppa og einnig hugsanlega tengingu við hraðlest til Keflavíkur eða aðra sam- göngumöguleika sem við kynnum að nýta í framtíð- inni,“ segir Gísli og bendir á að af tveimur slæmum kostum sé betra að ein miðstöð rísi en að bráðabirgð- arflugstöðvar séu reistar „hér og þar í Vatnsmýrinni eins og menn hafa verið að biðja um á undanförnum vikum.“ Í tilkynningu um málið segir að æskilegt sé að miðað sé við að fyrsti áfangi samgöngumiðstöðvar- innar verði tilbúinn í lok næsta árs. Lóðin sem afmörkuð hefur verið er sjö hektarar og sú stærð miðast við flugrekstrarstarfsemi. Flytjist hún hins vegar úr Vatnsmýrinni er gert ráð fyrir því að lóðin minnki um þrjá hektara vegna flughlaða og aukabílastæða. Deiliskipulagsvinna vegna sam- göngumiðstöðvar er þegar hafin. - kdk Skýr krafa um að samgöngumiðstöðin sé ekki einungis hugsuð sem flugstöð: Segir samgöngumiðstöðina skárri kostinn af tveimur slæmum MÓTMÆLI Hópur fólks, sem kallar sig Vini Tíbets, afhentu ríkis- stjórninni í gær bréf með ákalli um aðgerðir til stuðnings Tíbet. Nærri ein og hálf milljón manns hafa skráð sig á bænaskrá Avaaz um að mannréttindi Tíbeta verði virt og að kínversk stjórnvöld hefji viðræður við Dalai Lama. Bréfið verður sent öllum alþingismönnum, en í því eru tillögur um hvernig beita megi kínversk stjórnvöld þrýstingi, meðal annars í tengslum við Ólympíuleikana sem fram fara í Beijing í sumar. - sgj Vinir Tíbets: Hvetja yfirvöld til aðgerða FRJÁLST TÍBET Mótmælendur hvöttu stjórnvöld til aðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SAMÖNGUMIÐSTÖÐ Borgaryfirvöld gerðu bindandi samn- ing við samgönguráðuneytið um samgöngumiðstöð þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir var borgarstjóri. Samgöngumið- stöðin mun taka að rísa á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RAFMAGNSLEYSI Rafmagn fór af Mosfellsbæ, Kjalarnesi, Grafar- holti og Grafarvogi um rúmlega fjögurra klukkustunda skeið vegna bilunar í háspennustreng í gær. Rafmagnið fór af laust eftir hádegi, en ekki er vitað hvað olli biluninni. Á fjórða tug þúsunda búa á svæðinu. - sgj Rafmagnsleysi í Reykjavík: Rafmagn fór af í fjóra tíma Strætóbílstjóri hlýddi ekki Lögreglumenn þurftu að aka í veg fyrir strætisvagn til að stöðva strætó- bílstjóra sem hlýddi ekki stöðvunar- merkjum lögreglu í Reykjavík í gær. Lögreglan vildi tala við hann vegna umferðarlagabrots og var hann kærð- ur áður en hann keyrði farþegana áfram sína leið. LÖGREGLUFRÉTTIR 97 óku of hratt í göngunum 97 ökumenn voru myndaðir á of miklum hraða í Hvalfjarðargöngum frá föstudegi til mánudags. Með- alhraði hinna brotlegu var 84 kíló metrar á klukkustund, en hámarkshraðinn í göngunum er 70 kílómetrar. Sá sem hraðast ók var á 109 kílómetra hraða. MÓTMÆLI Vörubílstjórar mót- mæltu hækkandi bensínverði með því að stöðva umferð í báðar áttir í Ártúnsbrekku á áttunda tímanum í gærmorgun. Sturla Jónsson, talsmaður hópsins, var færður í lögreglubíl en ekki handtekinn. Mótmælunum lauk skömmu fyrir klukkan átta og umferð komst smám saman í samt lag. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn gaf mótmælendum í nefið og að því loknu kvöddust þeir og vörubílstjórarnir keyrðu á brott. Geir Jón sagði þetta ekki vera í fyrsta sinn sem neftóbak hefði bundið enda á mótmælaaðgerðir. Boðað hefur verið til fjöldamót- mæla á Austurvelli klukkan 16 í dag vegna málsins. - sgj Vörubílstjórar mótmæltu: Geir Jón gaf bíl- stjórum í nefið BÍLSTJÓRAR SNÚSSA Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir neftóbak oft virka til að slíta mótmælum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.