Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 8
8 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvaða bankastofnun sagði nýlega upp eða gerði starfsloka- samninga við fjórtán konur? 2. Hver höfðar nú mál gegn Vegagerðinni vegna nýs Gjá- bakkavegar við Þingvelli? 3. Hvert er aðalstarf Zlatkos Krickic, sem fer með hlutverk handrukkara í Stóra planinu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 BRETLAND, AP Réttarrannsókn á láti Díönu prinsessu hefur ekki leitt í ljós neinar sannanir um að samsærismenn hafi skipulagt dauða hennar. „Það eru engar vísbendingar um að hertoginn af Edinborg hafi skipað fyrir um aftöku Díönu, né heldur eru neinar vísbendingar um að leyniþjónustan eða nokkur önnur ríkisstofnun hafi skipulagt það,“ segir áfrýjunardómarinn Scott Baker, sem stjórnaði réttar- rannsókninni. Díana prinsessa fórst, ásamt kærasta sínum Dody Fayed og bílstjóra þeirra, í bílslysi í París árið 1997. Mohamed Al Fayed, faðir Dodys, hefur lengi haldið því fram að Fil- ippus drottningarmaður og breska leyniþjónustan hafi staðið á bak við dauða þeirra. Hann ítrekaði þessar ásakanir í vitnisburði sínum við réttarrannsóknina. Nærri 250 manns báru vitni í tengslum við rannsóknina, þar á meðal nánir vinir Díönu, einka- ritari Filippusar, fyrrverandi yfir- maður bresku leyniþjónustunnar og Paul Burrell, fyrrverandi einkaþjónn Díönu. Baker sagði kviðdómi að sýnt hafi verið fram á að sumar af ásökunum Al Fayeds væru „svo gjörsamlega úr lausu lofti gripnar að lögfræðingur hans fylgir þeim ekki lengur eftir, jafnvel þótt hann haldi í hjarta sínu áfram að trúa á sannleiksgildi þeirra“. - gb Breskri réttarrannsókn á láti Díönu prinsessu lokið: Engin merki um samsæri ÞUNGUR Á BRÚN Mohamed Al Fayed, faðir kærasta Díönu prinsessu, fékk ekki grunsemdir sínar staðfestar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Rífa verður fjölbýlis- húsið, sem hrundi í bergskriðu í Álasundi í Noregi í síðustu viku, til að finna þá sem óttast er að liggi þar látnir. Niðurrifið getur ekki byrjað fyrr en brunanum úr gastanknum í kjallara hússins er lokið, segir í vefútgáfu Dagens Nyheter. Björgunarstarfið á svæðinu er enn mjög áhættusamt þar sem hætta er á því að þrír klettar á bak við húsið geti hreyft sig frekar og aukið þar með líkurnar á skriðu og frekara hruni eða slysum á svæðinu. Mikil sprengi- hætta er talin fyrir hendi. Hundruð íbúa bíða eftir því að fá að flytja í hús sín í nágrenni fjölbýlishússins. - ghs Álasund í Noregi: Enn mikil sprengihætta HUNDRUÐ BÍÐA Hundruð íbúa bíða eftir því að fá að flytja heim til sín eftir að klettar hrundu á fjölbýlishúsið í Álasundi í síðustu viku. Guantanamo fangi ákærður Bandarísk yfirvöld hafa ákært Ahmed Khalfan Ghailani, fanga í Guantanamo-búðunum á Kúbu, fyrir aðild að mannskæðri árás á sendiráð Bandaríkjanna í Tansaníu árið 1998. 11 manns fórust í árásinni. BANDARÍKIN Heilbrigðisráðherra rekinn Ferenc Gyurcsany, forsætisráð- herra Ungverjalands, hefur rekið Agnesi Horvath fjármálaráðherra úr ríkisstjórn sinni. Hætta er á stjórnar- kreppu, þar sem Bandalag frjálsra demókrata, samstarfsflokkur Sósíal- istaflokks forsætisráðherrans í ríkis- stjórninni, er afar ósátt við brottvísun fjármálaráðherrans, sem er úr röðum frjálsra demókrata. UNGVERJALAND SVEITARSTJÓRNIR Áhyggjur eru í Hrunamannahreppi af lítilli viðkomu og hefur fræðslunefndin óskað eftir fleiri börnum með ákalli í smáauglýsingu á heima- síðu hreppsins: „Nú er svo komið að lítið er af barnsfæðingum í Hrunamanna- hreppi og sjáum við fram á fækkun barna í leik- og grunn- skólanum. Til dæmis eru einungis fjögur börn sem byrja í 1. bekk haustið 2008. Viljum við taka undir þær hvatningar sem við fengum frá leikskólakonunum á hjónaballinu og hvetja fólk á öllum aldri til að leggjast á .... eitt og fjölga barneignum í sveitinni. Minnum á að um ókeypis líkamsrækt er að ræða. Með von um góða skemmtun.“ - gar Viðkomuleysi Hrunamanna: Skora á fólk að geta fleiri börn ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON Sveitar- stjórinn í Hrunamannahreppi. HAFNARFJÖRÐUR Líkur eru á því að tekist verði á um formennsku í Samfylkingarfélaginu í Hafnar- firði á aðalfundi félagsins 9. apríl. Til greina kemur að Gunnari Axel Axelssyni, ritara félagsins, verði stillt upp til formanns og að Valgerður Halldórsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, bjóði sig fram. Guðni Kjartansson, formaður uppstillingarnefndar, segir að venjan sé að uppstilling- arnefnd leggi fram lista á aðalfundi. Átta sitji í stjórn Samfylkingarfélagsins; fimm í aðalstjórn og þrír í varastjórn. Listinn verði ekki gerður opinber fyrr en á aðalfundinum. - ghs Samfylkingin í Hafnarfirði: Tveir bjóða sig til formanns STJÓRNMÁL Það er býsna mikið verk að meta umhverfisáhrif heilsársvegar yfir Kjöl og hæpið að ráðast í það nema að sérstökum fjárheimildum fengnum, segir í umsögn Vegagerðarinnar um þingsályktunartillögu um heils- ársveg yfir Kjöl. Í henni er ríkis- stjórninni falið að kanna þjóðhags- lega hagkvæmni slíks vegar auk þess sem gerð verði forkönnun á umhverfisáhrifum og samfélags- leg áhrif könnuð á atvinnustarf- semi og byggðir. Sextán þingmenn úr öllum flokkum, utan VG, flytja tillöguna. Kjartan Ólafsson Sjálfstæðis- flokki er fyrsti flutningsmaður. Í umsögn Vegagerðarinnar segir að eigi nýr Kjalvegur að bera þungaflutninga kosti hann líklega á milli sex og sjö milljarða og að nefnt hafi verið að kostnaður vegna vetrarþjónustu verði um 100 milljónir á ári. Þá segir að lengstum hafi verið lögð meiri áhersla á að bæta vegi um byggðir landsins en hálendisvegi. „Þó vegakerfið hafi batnað verulega á síðustu áratugum er enn talin ærin þörf fyrir margs konar úrbætur, ekki síst á aðal flutningaleiðum,“ segir í niðurlagi umsagnar Vega- gerðarinnar. Fjölmargir umsagnaraðilar leggjast gegn tillögu Kjartans og félaga. Í þeim hópi eru Landvernd, Ferðaklúbburinn 4x4 og Ferðafé- lag Íslands. Samtök ferðaþjónust- unnar eru einnig andvíg, á þeim forsendum að samkvæmt tillög- unni yrði nýr vegur lagður yfir ósnortið land sem myndi skera í sundur allar helstu göngu- og reið- leiðir norðan Hofsjökuls. „Vegur af þeirri gerð sem hér er rætt um sviptir hálendið sérkennum sínum og þeirri öræfastemningu sem ferðamenn sækjast eftir,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar. Rútufyrirtækið SBA-Norðurleið er á öðru máli. „Ferðaþjónusta á Norðurlandi kemst í betra sam- band við stærsta markaðssvæði landsins, sem eykur vaxtarmögu- leika hennar í fjórðungnum. Þá er ljóst að með lagningu þessa vegar sparast háar fjárhæðir í eldsneyti sem lækkar flutningskostnað verulega,“ segir í umsögn fyrir- tækisins. Fleiri eru hlynntir, til dæmis Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og Samtök verslunar og þjónustu, sem segja í sinni umsögn fulla ástæðu til að hvetja til að byltingarkenndar hugmyndir í samgöngumálum séu skoðaðar. bjorn@frettabladid.is Vegagerðin efast um heilsársveg yfir Kjöl SBA-Norðurleið telur heilsársveg yfir Kjöl geta aukið vaxtarmöguleika ferða- þjónustunnar. Samtök ferðaþjónustunnar telja slíkan veg svipta hálendið öræfastemningu. Vegagerðin telur ýmis verk brýnni. HLUTI KJALVEGAR Sextán þingmenn vilja að hagkvæmni nýs heilsársvegar yfir Kjöl verði könnuð. Skiptar skoðanir eru innan ferðaþjónustunnar um hvort slíkur vegur sé greininni til góðs eða ills. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Sæta lengra varðhaldi Mennirnir sex sem eru grunaðir um fólskulega líkamsárás gegn íbúum í Keilufelli munu sæta gæsluvarð- haldi til 14. apríl. Tveir þeirra kærðu úrskurðinn, en Hæstiréttur staðfesti hann í gær. LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.