Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2008 PAKISTAN, AP Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar í Pakistan sóru embættiseiða sína í gær frammi fyrir Pervez Musharraf forseta, sem er pólitískur andstæðingur þeirra. Nýja ríkisstjórnin er staðráðin í að þrengja mjög að völdum forsetans, sem um árabil hefur notið stuðnings Bandaríkjanna. Musharraf hafði látið fangelsa suma af ráðherrunum eftir að hann rændi völdum í landinu árið 1999. Musharraf klappaði stuttlega fyrir nýju ríkisstjórninni, en virtist spenntur og sagði þurr- lega: „Þakka ykkur fyrir og til hamingju.“ - gb Nýir ráðherrar í Pakistan: Vilja þrengja að völdum forseta LAUS ÚR STOFUFANGELSI Fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að fá Iftikhar Muhammad Chaudhry dómara lausan úr stofufangelsi. NORDICPHOTOS/AFP TSJAD, AP Idriss Deby, forseti Tsjads, hefur náðað sex franska hjálparstarfsmenn, sem höfðu hlotið dóm fyrir að ætla að ræna 103 börnum til ættleiðingar í Frakklandi. Hjálparstarfsmennirnir sex voru framseldir til Frakklands þar sem þeir áttu að afplána dómana. Deby sagði náðun koma til greina eftir að franski herinn kom Tsjad til hjálpar í febrúar síðastliðnum, þegar uppreisnar- menn réðust inn í höfuðborg landsins. Hjálparstarfsmennirnir sögðu börnin 103 vera munaðar- leysingja frá Darfúr-héraði, en við rannsókn kom í ljós að flest þeirra áttu í það minnsta annað foreldranna á lífi eða annan náinn ættingja. - gb Franska hjálparstarfsfólkið: Fékk náðun frá forseta Tsjad DÓMSMÁL Karlmaður var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðs- bundna, fyrir að brjótast inn í tvö sumarhús í landi Öndverðarness og Miðengis á Suðurlandi. Samkvæmt því sem fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands stal maðurinn, ásamt félaga sínum, áfengi, hljómflutn- ingstækjum, verkfærum og öðru lauslegu úr sumarhúsunum. Í dómnum kemur fram að refsingin taki mið af því að maðurinn hefur tvisvar áður fengið dóma fyrir þjófnaði og með athæfi sínu var hann að rjúfa skilorð. - mh Braust inn í sumarhús: Fékk átta mán- aða fangelsi A u g lý si n g as ím i – Mest lesið B.Ed. í grunnskólakennarafræði B.Ed. í leikskólakennarafræði B.S. í iðjuþjálfunarfræði B.S. í líftækni UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ B.S. í sjávarútvegsfræði B.S. í umhverfis- og orkufræði B.S. í viðskiptafræði Háskólinn á Akureyri býður upp á fjarnám sem fer að mestu fram í gegnum netið en til stuðnings eru myndfundir, lotur og aðrar samskiptaaðferðir. Kynntu þér málið! KYNNINGARFUNDUR Á NORDICA MIÐVIKUDAGINN 2. APRÍL KL. 17-18 Í boði er eftirfarandi nám: Nánari upplýsingar eru á www.unak.is eða í síma 460 8000. Allir velkomnirwww.unak.is Fjarnám á háskólastigi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.