Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 42
26 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Úrvalslið N1-deildar karla í handbolta fyrir umferðir 15-21 var tilkynnt í gær. Valsmenn voru fjölmennir í liðinu að þessu sinni með þá Ólaf Hauk Gíslason, Ingvar Árnason, Baldvin Þorsteinsson og Arnór Gunnarsson og Valur fékk einn- ig viðurkenningu fyrir bestu umgjörð. Þá voru Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK, Rúnar Kárason úr Fram og Sigurbergur Sveinsson úr Haukum einnig í liðinu en Sigurbergur var svo valinn besti leikmaður umferðanna og þjálfari hans hjá Haukum, Aron Kristjánsson, valinn besti þjálfarinn. Gunnar Jarl Jónsson og Hörður Aðalsteins- son voru valdir besta dómaraparið. Sigurbergur var hæstánægður með viðurkenninguna, sem og gengi Hauka- liðsins í deildinni í vetur. „Ég er mjög sáttur og það er gaman að fá viðurkenningu sem þessa. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá Haukum og þó svo að ég hafi vissulega reiknað með því að við yrðum í toppbaráttunni átti ég alls ekki von á því að liðið yrði í svona góðri stöðu á þessum tímapunkti. Þó svo að þetta sé ekki enn í höfn hjá okkur má alveg fullyrða að við séum komnir með aðra höndina á bikarinn,“ sagði Sigurbergur, sem er bjartsýnn á framhaldið. „Við Haukamenn erum náttúrlega harðákveðnir í að klára þetta dæmi og það opnar dyrnar fyrir spennandi verkefnum næsta haust. Ég stefni á að taka annað tímabil með Haukum og svo er draumurinn óneitanlega að reyna að komast út í atvinnumennsku,“ sagði Sigurbergur. Aron var að sama skapi sáttur með viðurkenninguna og gengi Haukaliðsins. „Það er mikill heiður að fá svona viðurkenningu og ég er mjög sáttur með tímabilið hjá okkur. Þetta er samt ekki búið og við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Aron ákveðinn. ÚRVALSLIÐ UMFERÐA 15-21 Í N1-DEILD KARLA: VALSARAR FJÖLMENNIR EN HAUKAR TÓKU STÓRU VERÐLAUNIN Haukamennirnir Sigurbergur og Aron bestir FÓTBOLTI Roma og Manchester United mætast á Ólympíuleik- vanginum í Róm í kvöld. Rómverjar hyggja væntanlega á hefndir eftir að United slátraði ítalska liðinu 7-1 á Old Trafford í fyrra en ítalska liðið varð fyrir blóðtöku þegar ljóst varð að Francesco Totti gæti ekki leikið vegna meiðsla. Knattspyrnu- stjórinn Luciano Spalletti kvað lið sitt þó verða að komast yfir það. „Manchester United er að mínu mati með besta lið heimsins í dag á pappírunum en ég tel samt að lið mitt hafi þroskast mikið síðan við töpuðum 7-1 á Old Trafford. Það er auðvitað erfitt að vera ekki með Totti innanborðs en liðið verður að læra að komast af án hans,“ sagði Spalletti. - óþ Luciano Spalletti, Roma: United er með besta lið heims VONBRIGÐI Francesco Totti verður sárt saknað í kvöld þegar United mætir á Ólympíuleikvanginn. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Barcelona er klárlega talið sigurstranglegra fyrir einvígi sitt gegn Schalke sem hefst á Veltins-leikvanginum í Gelsenkirchen í kvöld en þýska liðið kom nokkuð á óvart með því að slá Porto út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Manuel Neuer, 22 ára gamall markvörður Schalke, sló rækilega í gegn í einvígi liðsins gegn Porto. Hann telur Barcelona vissulega vera sigurstranglegra og vonast í því samhengi til þess að Spán- verjarnir geri sig seka um vanmat. „Ég heyrði að Samuel Eto‘o hefði verið mjög ánægður með að Barcelona léki gegn okkur þar sem við værum ekki svo sterkt lið og ég vona að þetta sé satt, þar sem vanmat sem þetta myndi bara verða okkur til góðs,“ sagði Neuer í viðtali á opinberri heimasíðu UEFA. - óþ Manuel Neuer, Schalke: Vona að Barca vanmeti okkur Í HÓPNUM Eiður Smári er í hópi Barcelona og fær vonandi tækifæri gegn Schalke í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY Iceland Express deild karla ÍR-KR 80-86 (73-73) (39-38) Stig ÍR: Nate Brown 25 (10 stoðsendingar, 6 frá- köst), Tahirou Sani 18, Sveinbjörn Clasessen 16, Hreggviður Magnússon 15, Ómar Sævarsson 3, Ólafur J. Sigurðsson 3. Stig KR: Avi Fogel 23 (7 fráköst, 7 stoðsendingar), Joshua Helm 14 (8 fráköst), Pálmi Sigurgeirsson 12 (8 fráköst), Fannar Ólafsson 12, J. J. Sola 8, Helgi Már Magnússon 6, Skarphéðinn Ingason 5, Brynjar Þór Björnsson 4, Darri Hilmarsson 2. Snæfell-Njarðvík 80-66 (37-32) Stig Snæfells: Justin Shouse 21, Slobodan Subasic 14, Sigurður Þorvaldsson 12, Hlynur Bæringsson 12, Mani Hafsteinsson 8, Anders Katholm 8, Jón Ólafur Jónsson 5. Stig Njarðvíkur: Damon Bailey 21, Brenton Birmingham 12, Egill Jónasson 11, Guðmundur Jónsson 11, Sverrir Þór Sverrisson 4, Jóhann Árni Ólafsson 4, Hörður Axel Vilhjálmsson 3. Sænska úrvalsdeildin Sundsvall-Helsingborg 0-3 0-1 Isaac Chansa (9.), 0-2 Christoffer Andersson (23.), 0-3 Christoffer Andersson (63.). Ólafur Ingi Skúlason lék í 78 mínútur fyrir Helsingborg og Sverrir Garðarsson, Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Sundsvall. Malmö-IFK Gautaborg 1-1 0-1 Jonas Wallerstedt (57.), 1-1 Gabriel (62.). Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan leikinn fyrir IFK Gautaborg. Norska úrvalsdeildin Rosenborg-Lyn 2-1 0-1 Espen Hoff (45.), 1-1 Abdou R. Traoré (68.), 2-1 Yssouf Koné (81.). Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason léku allan leikinn fyrir Lyn. ÚRSLITIN Í GÆR > Einvígi KR og Keflavíkur heldur áfram KR og Keflavík mætast í öðrum leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslands- meistaratitilinn í Iceland Express-deild kvenna í DHL-höllinni í kvöld kl. 19.15. Keflavík vann fyrsta leik liðanna naumlega 82-81 í jöfnum og spennandi leik á Suðurnesjum þar sem Takesha Watson var aðeins einu frákasti frá því að ná þrefaldri tvennu en hún var með 21 stig, 12 stoðsendingar og 9 fráköst fyrir Keflavík og var valin maður leiksins. Búast má við hörku- leik í kvöld og fólk því hvatt til þess að mæta á völlinn. HANDBOLTI Rúnar Kárason, hægri skyttan efnilega hjá Fram, hefur framlengt samning sinn við Safamýrarliðið til ársins 2011 en þetta var tilkynnt á heimasíðu Fram í gær. Rúnar, sem verður tvítugur í sumar og er uppalinn Framari, hefur stimplað sig vel inn í N1- deildinni í vetur og samkvæmt heimasíðu Fram þá hefur hann vakið áhuga erlendra liða, m.a. í Frakklandi og Þýskalandi. Rúnar var enn fremur valinn til æfinga með A-landsliði Íslands fyrr í vetur og lék á Posten-Cup í Noregi með B-landsliðinu. - óþ Rúnar Kárason, Fram: Samdi til ársins 2011 við Fram KÖRFUBOLTI Snæfell tryggði sér í gær farseðilinn í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar með sigri á Njarðvík í Fjárhúsinu í Stykkishólmi, 80-66. „Þetta eru alltaf erfiðir leikir en við vorum samt betri. Einvígið var í okkar höndum og aðeins við sjálfur gátum klúðrað því,“ sagði sveittur Hlynur Bæringsson í áhaldageymslunni eftir leik. Heimamenn tóku frumkvæð- ið strax í byrjun og gáfu það aldrei eftir. Þeir voru mikið grimmari, tóku fleiri fráköst og spiluðu markvissari sóknarleik. Njarðvíkurliðið byrj- aði í raun ekki að spila fyrr en Egill Jónas- son kom af bekknum en hann skoraði góð stig og hirti fín fráköst. Með mikilli baráttu tókst Njarðvík að minnka muninn í fimm stig fyrir hlé, 37-32. Lengi vel leit út fyrir að Snæfell ætlaði að ganga frá leiknum í þriðja leikhluta en þrír þristar frá Guðmundi Jónssyni héldu þeim inn í leiknum. 56-49 þegar 10 mínútur lifðu leiks. Njarðvík komst aðeins nær en líkt og fyrr í leiknum voru gest- irnir einstakir klaufar þegar þeir komust á skrið. Köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað á klaufa- legan hátt og var síðan refsað grimmilega. Öruggur sigur heima- manna staðreynd og þeir eru lík- legir til afreka í framhaldinu. „Við teljum okkur geta farið alla leið. Sjálfstraustið í liðinu er svakalegt og aldrei verið meira held ég. Við höfum trú á okkur kerfi og teljum að lið eigi að lendi í vandræðum með okkur ef við spilum okkar leik. Ef við gerum það getum við unnið alla,“ sagði Hlynur Bæringsson. Teitur Örlygsson, þjálfari Njarð- víkur, var eðlilega svekktur þegar blaðamaður dró hann í viðtal inn í áhaldageymslu. „Sigurinn er sanngjarn hjá Snæ- felli. Við klóruðum aðeins í þá en gerðum svo alveg svakaleg mis- tök. Það er ekki hægt gegn svona liði og við áttum bara ekki meira skilið. Við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Teitur sem vill vera áfram með liðið og gerir ráð fyrir breytingum á leikmannahópnum. „Það væri æðislega gaman og ég hef mikinn áhuga á því. Það er samt ljóst að það verða einhverjar breytingar á okkar hópi,“ sagði Teitur að lokum. - hbg Snæfell er komið í undanúrslit í Iceland Express-deildarinnar eftir sannfærandi 80-66 sigur á Njarðvík í gær: Njarðvíkingum mokað út úr Fjárhúsinu FRÁBÆR Justin Shouse skoraði 21 stig fyrir Snæfell í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI KR lagði ÍR, 86-80, eftir framlengingu í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslita- keppni Iceland Express. Því þurfa liðin að mætast þriðja sinni á morgun miðvikudag. KR-ingar mættu mjög ákveðnir til leiks og náðu fljótt undirtökun- um í leiknum. KR náði níu stiga forystu þegar 15 sekúndur voru til loka fyrsta leikhluta, 23-14, en Nate Brown kom ÍR aftur inn í leikinn með þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur voru eftir á leikklukkunni. Brown bætti um betur, stal boltanum og minnkaði muninn í fjögur stig, 19-23 um leið og lokaflautið gall. KR-ingar léku af sömu ákefð framan af öðrum leikhluta og náðu aftur níu stiga forystu, 32-23. Hægt og rólega komust ÍR-ingar aftur inn í leikinn og botninn virt- ist detta úr leik KR. Um miðbik leikhlutans skoraði ÍR níu stig gegn engu og komst yfir, 35-33. Þegar flautað var til leikhlés var ÍR einu stigi yfir, 39-38. ÍR-ingar náðu 10 stiga forystu snemma í þriðja leikhluta, 55-45. KR-ingar náðu aðeins að klóra í bakkann undir lok þriðja leikhluta þegar Hreggviður Magnússon sat á bekknum með þrjár villur. KR- ingar virtust þá öðlast trú á verk- efnið á ný. Þeir fóru að leika betri vörn og aðeins munaði fimm stigum þegar fjórði leikhluti hófst, 60-55. Hreggviður kom ÍR sjö stigum yfir, 64-57, en nældi sér í sína fjórðu villu þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða fjórðungnum. Það nýttu KR-ingar sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt þar til staðan var orðin jöfn, 68-68. Gríðarleg spenna var á lokamín- útunum en ÍR-ingar voru jafnan fyrri til að skora. Þegar sex sek- úndur voru eftir af leiknum jafn- aði Andrew Fogel metin, 73-73, þannig að framlengja þurfti leik- inn. Taugar leikmanna voru þandar til hins ýtrasta í framlengingunni. Reynsla KR-ingar vó þungt undir lok framlengingarinnar. Pálmi Sigurgeirsson skoraði þriggja stiga körfu þegar tæp mínúta var eftir og kom KR þremur stigum yfir, 79-82. KR náði fjögurra stiga forystu þegar sjö sekúndur voru eftir með góðri körfu frá Joshua Helm. ÍR náði hins vegar ekki að skora í næstu sókn og KR vann vægast sagt mikilvægan sex stiga sigur, 86-80, í gríðarlega spennandi leik. -gmi Meistararnir rétt héldu lífi KR marði ÍR í framlengdum háspennuleik 80-86 og knúðu þar með fram odda- leik sem fram fer í DHL-höllinni. Staðan var 73-73 eftir venjulegan leiktíma. BJARGVÆTTUR Avi Fogel jafnaði leikinn fyrir KR 73-73 og tryggði framlengingu, þar sem Íslandsmeistararnir höfðu betur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.