Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 46
30 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. himinn 6. líka 8. nudda 9. tilvist 11.
tónlistarmaður 12. æxlunarfæri blóms
14. yfirstéttar 16. frá 17. gagn 18.
þakbrún 20. peninga 21. köttur.
LÓÐRÉTT
1. íþrótt 3. öfug röð 4. pensillín 5.
hald 7. afríku dýr 10. óvild 13. of
lítið 15. bakhluti 16. umfram 19.
vörumerki.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. loft, 6. og, 8. núa, 9. líf,
11. kk, 12. fræva, 14. aðals, 16. af, 17.
nyt, 18. ufs, 20. fé, 21. kisa.
LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. on, 4. fúkalyf,
5. tak, 7. gíraffi, 10. fæð, 13. van, 15.
stél, 16. auk, 19. ss.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8
1 Sparisjóðurinn Byr
2 Pétur M. Jónasson prófessor
3 Hann er bifvélavirki
„Já, hann sendi mér póst þessi
strákur. Baðst afsökunar á því
að hafa stolið brandaranum
mínum. Og spurði hvort ég gæti
reddað honum úr þessari klípu.
En ég veit svo sem ekki alveg
hvernig ég á að snúa mér í því,“
segir Hugleikur Dagsson, rithöf-
undur og teiknari.
Fyrir skömmu barst Hugleiki
sem sagt tölvupóstur þar sem
nemandi nokkur í Kaliforníu,
nánar til tekið í California Poly-
technic State University, sagði
farir sínar ekki sléttar. Hann á
hálft ár eftir af BS-námi sínu,
hafði verið að lesa Hugleik og
efnið höfðaði sterkt til hans.
Hann freistaðist til þess að end-
urteikna einn brandara Hug-
leiks, gera að sínum og birta í
skólablaðinu. Upp komst um
strákinn Tuma og ekki nóg með
það: Honum var umsvifalaust
vikið úr skólanum fyrir ritstuld.
Hugleikur veit ekki alveg hvað
honum á að finnast um þetta.
„Ég veit ekki hvernig ég á að
geta bjargað honum úr klípunni.
Hugsanlega rita skólastjóranum
og biðja hann ásjár. Ég er að
vissu leyti snortinn. Ekki bara er
verið að stela frá mér einhvers
staðar í Kaliforníu heldur kemst
upp um það líka. Maður er orð-
inn svona þekktur. En þetta er
snúið. Kannski ætti að draga
blóðugt líkið um allan bæ öðrum
til varnaðar. En svo hef ég samúð
með drengnum sérstaklega þar
sem hann sendir þennan póst og
biðst afsökunar,“ segir
Hugleikur.
Um er að ræða teikningu úr
fyrstu bók Hugleiks og fjallar
um stúlku sem segir pabba
sínum að þegar hann verði stór
ætli hún að verða hóra. Og pabb-
inn svarar: Takk MTV!
Þetta mál er athyglisvert
meðal annars í ljósi þess að það
svo virðist sem sinn sé siður í
landi hverju. Nemendum við
bandaríska skóla er umsvifa-
laust vikið úr skóla ef þeir verða
uppvísir af því að stela þó ekki
sé nema brandara sem ættaður
er úr annarri heimsálfu. Hér eru
menn hins vegar að reyna að sjá
í gegnum fingur sér við prófess-
ora við sjálfa akademíuna sem
dæmdir hafa verið af dómstólum
fyrir ritstuld.
„Nákvæmlega. Þetta eru vissu-
lega önnur viðhorf. Ef allir byrj-
uðu að herma eftir mér yrði ég
ekki mjög sáttur. En svo heyrir
maður af þessu dæmi lengst utan
úr í heimi. Kannski ætti ég ekk-
ert að vera of linur í garð hans
og nota sem fordæmi?“
Hugleikur er búsettur úti í
Amsterdam og hefur verið frá í
október. Hann lætur vel af
Hollandsdvöl sinni en er vænt-
anlegur heim nú í maí.
jakob@frettabladid.is
HUGLEIKUR DAGSSON: SINN ER SIÐUR Í LANDI HVERJU
Rekinn úr skóla fyrir að
stela brandara Hugleiks
TEIKNINGIN Þessi teikning höfðaði svo
til bandaríska háskólanemans að hann
ákvað að gera hana að sinni - en hefði
betur sleppt því.
Grínarinn Pétur Jóhann Sigfús-
son er áberandi um þessar mundir.
Fyrst var það Nætur-
vaktin og nú Stóra
planið og því næst
eru að byrja tökur á
Dagvaktinni. Pétur
Jóhann ætlar
þó ekki að láta
þjóðina gleyma
sér þangað
til Dagvaktin fer í sýningar. Um
miðjan apríl fer í loftið stór og mikil
auglýsingaherferð fyrir Vodafone
þar sem hann er í aðalhlutverki og
þykir fara á kostum sem fyrr.
Stóra planið, í
leikstjórn Ólafs
Jóhannesson-
ar, hefur fengið
fínar viðtökur
gagnrýnenda
og kvik-
myndahúsa-
gesta. Fjöldi
íslenskra leikara kemur fram í
myndinni en ekki er víst að þeir
hafi allir verið sáttir við endanlega
útgáfu hennar. Leikstjórinn mun
hafa þurft að klippa út ansi mörg
bitastæð atriði og þar með heilu og
hálfu persónurnar.
Meðal þeirra sem urðu eftir á
klippiborðinu var Steinn Ármann
Magnússon. Hlutverk þeirra Sig-
urjóns Kjartanssonar og
Þorsteins Guðmunds-
sonar urðu talsvert
minni en þeir bjuggust
við og sama átti við um
Ladda og Ísgerði Elfu
Gunnarsdóttur. Þá
fékk fegurðardrottn-
ingin Unnur Birna
Vilhjálmsdóttir að
kenna á niðurskurð-
inum; eina setning
hennar var þegar
hún kvartar undan
því að Ingvar E.
Sigurðsson klípi
hana í rassinn.
- hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
HUGLEIKUR DAGSSON Veltir því nú fyrir sér hvort hann eigi að fyrirgefa ritþjófnum og
biðjast ásjár fyrir hans hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ekkert lát er á einkanúmeraútgáfu hjá Umferðar-
stofu þrátt fyrir meinta kreppu. Nú eru einka-
númer á Íslandi orðin 4.517 og ný bætast við í
hverri viku.
Árni Johnsen er guðfaðir einkanúmeranna. Hann
barðist fyrir því að þau væru tekin upp og var svo
fyrsti maðurinn á Íslandi til að fá sér einkanúmer.
Það var „ÍSLAND“ eins og frægt er orðið og fékk
Árni það númer skráð 18. júní 1996. Upphaflega
stóð til að gjald fyrir einkanúmer væri 50.000
krónur en Árna tókst með harðfylgi að fá það
lækkað um helming. Í dag er réttindagjald ennþá
25.000 krónur fyrir einkanúmer – engin verðbólga
þar – og rennur gjaldið til umferðaröryggismála.
þetta aukagjald bætist við hið hefðbundna 5.200
króna gjald fyrir númeraplötur sem allir þurfa að
greiða.
Mörg skemmtileg einkanúmer hafa litið dagsins
ljós á þessum tólf árum og létt öðrum ökumönnum
lundina í umferðinni. Þar má nefna TÍHÍHÍ,
JÁÓKEY, SURTUR, BLESS og ZZZZZZ. Aðdáendur
aka meðal annars um göturnar á ZZ TOP, BUBBI,
STONES, SÁLIN, LENNON, MANUTD og ELVIS og
sumir vilja vera fyndir á ensku: til dæmis á UR2L8,
RU OK, B9S2ME og UR2SLÓ. Albesta einkanúmer-
ið er svo líklega BRUÐL.
Nokkur einkanúmer hafa verið bönnuð af
Umferðarstofu. Sum eru talin geta ollið hneykslun
eða haft í för með sér óþægindi fyrir aðra. Þar á
meðal eru POLICE, KILLER, BAKKUS, FUCKU2,
FÍKNÓ, STUNTS, DEVIL, Ó GUÐ, SATAN, NAZI
og KLÁM. Önnur eru einfaldlega talin valda
ruglingi, einkanúmer eins og 0O0OCO, OOO000,
8B8B88 og ÖKUNÁM.
- glh
Umferðarstofa bannar klám
ENGIN HÆKKUN Á VERÐI Í 12 ÁR ÍSLAND – Fyrsta einkanúmer
Íslands.
„Það mun vera Salatbarinn hjá
Ingvari í Faxafeninu. Það er gott
að detta þangað inn í hádeginu
og ekki skemmir fyrir að hitta
karlinn sjálfan sem er alltaf
eiturhress.“
Sigurjón Brink tónlistarmaður.
Auglýsingasími
– Mest lesið
„Stjörnurnar verða auðvitað að
vera með gsm-samband,“ segir
Mikael Jóhann Traustason, stað-
arhaldari Hótel Bjarkarlunds,
en farsímasambandi hefur nú
verið komið á við þennan „dauða“
blett farsímanna vinsælu. Eins
og kunnugt er verður Dagvakt-
in, framhald hinnar vinsælu
þáttaraðar Næturvaktarinnar,
tekin upp á Hótel Bjarkarlundi.
Mikael segir að íbúarnir í
nágrenni við hótelið séu himin-
lifandi með þetta og upplýsir
jafnframt að ADSL-netsamband
sé komið á. „Þá lækkar vonandi
símakostnaðurinn vonandi niður
úr valdi og það hættir að vera á
tali alltaf,“ segir Mikael en
netsamband hótelsins var
eingöngu í gegnum símalínur.
„Þetta er svona súrsæt tilfinn-
ing, ég var annars farinn að gæla
við það að geta verið bæði net-og
símalaus í heilan mánuð. En þeir
voru víst búnir að lofa þessu og
það er því ágætt að þetta er komið
í gegn,“ segir Ragnar Bragason,
leikstjóri Dagvaktarinnar, en hún
verður að mestu leyti tekin upp á
hótelinu. Ragnari skildist reynd-
ar að einhverjir leikarar hafi haft
miklar áhyggjur af símaleysinu
og voru víst sjálfir farnir að
þreifa fyrir sér hjá farsímafyrir-
tækjum í þeirri von að geta komið
því á áður en tökur hæfust um
miðjan næsta mánuð. „Borgar-
börnin geta hvorki verið án síma
né nets,“ segir Ragnar og hlær.
„En þetta auðveldar náttúrlega
framleiðsluna til muna því fram-
leiðandinn þarf meira eða minna
að vera í símanum á meðan á
tökum stendur,“ bætir Ragnar
við.
-fgg
Dagvaktarstjörnur tengdar umheiminum
SAMBANDI, VERÐ AÐ VERA Í SAMBANDI
Ragnar Bragason og Dagvaktarstjörn-
urnar verða í góðu gsm-og netsam-
bandi á meðan tökur fara fram á Hótel
Bjarkarlundi.
SAMBANDI NÁÐ Árni, hótelstjóri Bjarka-
lundar, tengir sveitina við net og síma.
Spennandi starf
inni í blaðinu.