Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2008 21 Ekkjan, ný saga eftir Stephen King er komin út. Í henni segir frá Lisey Landon sem stóð í djúpu og stundum ógnvekjandi sambandi við eiginmann sinn, Scott, fræg- an og dáðan met- söluhöfund – og mann sem átti sér mörg leynd- armál. Eitt þeirra var staðurinn þar sem sköpunar- gáfa hans átti sér rætur, staður sem gat bæði veitt honum styrk og innblástur og lagt hann að velli. Tveimur árum eftir dauða Scotts er komið að Lisey að mæta þeim illu öflum, sem Scott átti í höggi við, í lífshættulegum leiðangri hennar inn í myrkrið sem umlukti hann. Folagið gefur út í kilju. Danska skáldsagan Sá sem blikkar er hræddur við dauðann er komin út í íslenskri þýðingu á vegum Forlagsins. Sagan vakti verulega athygli og úlfúð í heimalandi höf- undarins þegar hún kom út, enda byggir hann söguþráðinn á eigin uppvexti í litlu þorpi nálægt þýsku landamær- unum og þykir afar óvæginn gagnvart því umhverfi sem hann er sprottinn úr. Drengurinn Knud á ekki sjö dagana sæla á bernskuárum sínum; þýsk móðir hans verður fyrir ofsóknum bæjarbúa vegna þjóðernis síns og Knud má þola gegndarlaust einelti annarra barna. Saga fjölskyld- unnar er samofin tíðarandanum og fortíðin fylgir fólkinu eins og dimmur skuggi. Þetta er kaldhæðin og eftir- minnileg frásögn af einkennilegum dreng og áhugamálum hans en um leið nístingsköld lýsing á útskúfun og höfnun. Hér segir af fásinni, fordómum og harðýðgi í garð þeirra sem skera sig úr fjöldanum í litlu samfélagi á sjöunda áratugnum – en atburðirnir gætu eins gerst á öðrum stað og tíma. Hún var verðlaunuð í heimalandi höfundar og vakti mikla athygli og aðdáun. Halla Sverrisdóttir þýddi. Út er komin, hjá bókaforlaginu Bjarti, ný bók eftir verðlauna- höfundinn D.B.C. Pierre: Bjöguð enska Lúdmílu. Bókin er 49da bókin í neon-bókaflokk- inum, sem er besti bókaklúbbur í heimi. London á þriðjudegi eftir hryðjuverkaárás sumarsins: Blair og Bunny eru fyrstu símaství- burar heimsins sem tekist hefur að aðskilja á fullorðinsárum – þeir eru 33 ára. Fram til þessa dags hafa þeir verið samvaxnir og búið innan stofnanaveggja. Á sama degi í hinu stríðshrjáða Kákasus verður hin fagra og kjaftfora Lúdmíla Derev fyrir því óláni að drepa afa sinn. Þegar desembermánuður rennur upp eiga þau öll þrjú ýmislegt merkilegt sam- eiginlegt. D.B.C. Pierre hlaut, flestum að óvörum, Booker-verðlaunin fyrir Vernon G. Little árið 2003, en sú bók kom einmitt út í neon-bókaflokki Bjarts. Skáldskapur D.B.C. Pierre er gegnsýrður af kolsvörtum húmor og nístandi kaldhæðni en birtir jafnframt nýstárlega sýn á veruleika almennings á Vesturlöndum. Árni Óskarsson þýddi. NÝJAR BÆKUR Í dag kl. 16.30 halda tveir danskir fræðimenn fyrirlestra á vegum Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur um danska sjóvarpsfram- leiðslu, bæði framhaldsþætti og heimildarmyndir. Fyrirlestrarnir verða í aðalbyggingu Háskólans, stofu 222. Danskir sjónvarpsþættir hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi um langa hríð, bæði á vegum Ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar 2. Er skemmst að minnast Forbrydelsen sem hélt landsmönnum límdum við skjáinn á sunnudagskvöldum í vetur. Dönsku fræðimennirnir Gunhild Agger og Ib Bondebjerg munu fjalla um danska sjónvarps- þáttagerð í víðu samhengi og ljóstra upp hver galdurinn er á bak við vinsældir þeirra. Gunhild Agger, sem er lektor í samskipta- fræðum við Álaborgarháskóla, mun fjalla um einkenni danskra sjónvarpsþátta og að hve miklu leyti þeir endurspegla danskan veruleika. Stuðst verður við marga af vinsælustu þáttunum, allt frá Matador til Forbrydelsen. Ib Bondebjerg mun í fyrirlestri sínum fjalla sérstaklega um heim- ildarmyndir, vinsældir þeirra í Danmörku og hvernig styðjast má við þær til að lesa í danskt samfé- lag. Miðlar eins og kvikmyndir og sjónvarp hafa haft gríðarlega mikil áhrif á samfélagsþróun og átt stór- an þátt í að skapa svokallað „ímyndað samfélag“ samkvæmt kenningum Benedict Anderson. Bondebjerg staðhæfir að heimild- armyndir gegni þar ekki síður veigamiklu hlutverki. Hann mun fjalla um myndir ýmissa danskra leikstjóra, s.s. Christian Kryger, Poul Martinsen og Christoffer Guldbrandsen. Ib Bondebjerg er prófessor í kvikmynda- og fjöl- miðlafræðum við Kaupmanna- hafnarháskóla og hefur gefið út fjölmargar bækur sem tengjast þessu efni. Gunhild Agger og Ib Bondebjerg eru gestakennarar við dönskuskor hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Fyrirlestrarnir eru haldnir í tengsl- um við alþjóðlegt tungumálaár. - pbb Danskt sjónvarpsefni greint SJÓNVARP Sofie Gråböl í Glæpnum. MYND/TINE HARDEN/DR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.