Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 10
10 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR ORKUMÁL Erfiðleikar í fjármála- kerfinu munu ekki koma illa við orkugeirann, segir Ólafur G. Fló- venz, forstjóri Íslenskra orku- rannsókna (ÍSOR). Hann segir fyr- irtæki í orkuiðnaði frekar koma til með að styrkjast en veikjast. „Að öllu samanlögðu virðist mér blasa við að íslenskur orkuiðnaður með sterkar rætur í kunnáttu á virkjun jarðhita eigi bjarta fram- tíð fyrir sér, bæði innanlands og í útrás til annarra landa,“ sagði Ólafur á ársfundi ÍSOR nýverið. Ólafur sagði gengisfall krón- unnar hafa lítil áhrif á orkufyrir- tækin, þó skuldir í erlendri mynt hækki. Á móti komi að tekjur af stóriðju séu í erlendri mynt. Þá muni gengislækkunin styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja á borð við ÍSOR. Hátt gengi krónunnar hafi verið farið að verða fyrirtækinu talsverður fjöt- ur um fót. Aukist atvinnuleysi hér á landi vaxa frekar en minnka líkur á frekari uppbyggingu á orkumann- virkjum, ekki síst með virkjun háhitasvæða, sagði Ólafur. Hann benti á að orkuþörf heims- ins sé mikil, og aukin brennsla jarðefnaeldsneytis magni lofts- lagsvandann. Orkuverð muni halda áfram að stíga, sem og áhersla á endurnýjanlega orku. „Það þýðir að hvernig svo sem fjármálakreppan mun birtast okkur þá mun orkuiðnaðurinn standa hana af sér og ef til vill fremur eflast en hitt,“ sagði Ólafur. - bj Forstjóri Íslenskra orkurannsókna segir erfiðleika á fjármálamarkaði ekki koma illa við orkugeirann: Orkuiðnaður styrkist frekar en veikist LÖGREGLUMÁL „Við hörmum þenn- an atburð og fordæmum hann,“ segir Magnús Einarsson, for- maður Afstöðu, félags fanga, um atvik sem varð í fangelsinu á Litla-Hrauni á föstudag þegar fangi var stunginn með útskurðar- sporjárni í rasskinn. Atburðurinn varð með þeim hætti að fjórir fangar komu inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir voru þrír fangar. Einn hinna síðarnefndu vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinn- ina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rass- kinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn gerði þegar vart við hvernig komið var og var fluttur á Heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu en það reyndist minni háttar. Hinir fjór- ir voru settir í einangrun og yfir- heyrðir sem sakborningar. Þeir fengu að fara í klefa sína að lok- inni yfirheyrslu. Enn er ekki ljóst hver fjögurra fanganna var valdur að verknað- inum. Grunur leikur á að þarna hafi menn talið sig vera að jafna gamalt ósætti, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Lög- reglan á Selfossi rannsakar málið. „Niðurstaða lögreglu um hver beitti sporjárninu liggur ekki fyrir,“ segir Margrét Frímanns- dóttir, fangelsisstjóri á Litla- Hrauni. „Svona nokkuð á ekki að við- gangast, hvorki í fangelsinu né úti í samfélaginu,“ segir Magnús, sem kveður Afstöðu hafa fjallað um þetta mál. „Við höfum verið að reyna að bæta ímynd fanga og sýna fram á að við getum snúið til betra lífs,“ segir hann enn frem- ur. „Atvik af þessum toga eru ekki til þess fallin að hjálpa til í þeirri baráttu.“ Magnús segir að atvikið hljóti að hafa gerst í hita leiks. Atburðir af þessu tagi séu sem betur fer ekki algengir í fangelsum. „Ástandið hér á Litla-Hrauni hefur verið nokkuð gott, andrúms- loft og hegðun manna mjög góð. Því er mjög slæmt þegar þetta gerist og við erum ekki sáttir við svona atburði.“ jss@frettabladid.is Árásin í fang- elsi fordæmd Árás á Litla-Hrauni á föstudag, þegar fangi stakk annan með útskurðarsporjárni, er hörmuð og for- dæmd af Afstöðu, félagi fanga. Málið er í rannsókn. LITLA-HRAUN Lögreglan á Selfossi rannsakar árás á fanga þar sem útskurðarsporjárni var stungið í rasskinn hans. VILJA AÐ ÍSOR VERÐI EINKAVÆDDAR Vonir standa til að iðnaðarráðherra ljúki vinnu við frumvarp um einka- væðingu Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR), og það verði lagt fram á Alþingi í upphafi haustþings, sagði Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, á ársfundi stofnunarinnar. Hann sagði stjórn og starfsmenn ÍSOR hafa látið skoða kosti og galla þess að einkavæða stofnun- ina. Í leynilegri atkvæðagreiðslu síðastliðið haust hafi 94 prósent starfsmanna óskað eftir því við iðnaðarráðherra að ÍSOR verði breytt í hlutafélag í sameiginlegri eigu ríkisins, starfsmanna og fyrir- tækja í orkuiðnaði. HLAUPIÐ UNDIR FORMANNINN Kínverski hlauparinn Liu Xiang hljóp í gær með ólympíueldinn gegnum hlið hins himneska friðar. Yfir honum vakti Mao Zedong heitinn, fyrr verandi leiðtogi kínverskra kommúnista. FRÉTTABLAÐIÐ/AP IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is16% vaxtaauki! A RG U S / 08 -0 10 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.