Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12
12 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR REYKJAVÍK Miðborgarvandamál eru í flestum tilvikum birtingarmynd af enn stærra undirliggjandi vandamáli, það er ofneyslu áfengis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fimmtíu síðna skýrslu með tillögum að úrbótum sem fyrrver- andi meirihluti, sem starfaði undir stjórn Dags B. Eggertssonar, lét vinna í valdatíð sinni og kynnt var á blaðamannafundi í gær. Gagnrýnt var að núverandi meirihluti hefði ekki nýtt sér til- lögur skýrslunnar, sem lá fyrir tveimur dögum áður en meiri- hlutaskipti urðu í borginni. Á fundinum kom fram sú skoðun fulltrúa minnihlutans að umræða og fréttir um miðborg Reykjavíkur undanfarnar vikur bæru vott um ráðaleysi núverandi meirihluta borgarstjórnar. Í raun væri sú staða með ólíkindum því líklega hefði áhugi íbúa fjárfesta og hags- munaaðila aldrei verið meiri til að nýta tækifæri sem fram undan væru í miðborginni. Dagur B. Eggertsson sagði að umburðarlyndi gagnvart húsum sem leyft væri að drabbast niður hefði verið of mikið. Þeim húseig- endum sem hefðu látið húsin fara svo illa til þess eins að fá leyfi til niðurrifs til að geta selt lóðina til verktaka yrði að senda skilaboð um að slíkt yrði ekki liðið. Það væri fjarri lagi að miðborgin væri að verða fátækrahverfi eins og sumir hefðu haldið fram, auð verslunarhús væru ekki tilkomin vegna áhugaleysi verslunar- rekenda heldur vegna þess að þeir vissu ekki hvaða stefna yrði tekin í skipulagsmálum. Það væri því sér- stakt athugunarefni hvers vegna niðurstöðum skýrslunnar um betri miðborg sem fyrrverandi meiri- hluti hefði látið gera virtist hafa verið „stungið undir stól,“ eins og hann orðaði það. Í skýrslunni er litið til reynslu borga sem markvisst hafa unnið að því að stemma stigu við mið- bæjarvandamálum en þau helstu séu tengd áfengisneyslu, sem komi í beinu framhaldi af auknum fjölda vínveitingastaða. Reynsla annarra borga sé að við slíkt ástand reynist vel að endurskilgreina reglur um leyfisveitingar og kröfur um vín- veitingastaði, skoða þéttni slíkra staða, efla samstarf við hagsmuna- aðila, setja reglur um meðferð áfengis á götum úti og tryggja sýnilega og öfluga löggæslu. karen@frettabladid.is Hörkutól – með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga VGA myndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth Vasaljós Stereó FM-útvarp Innbyggður hátalari Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann. Honum er pakkað inn í sterkbyggða umgjörð sem er bæði ryk- og rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði. Samsung M110 – er sannkallað hörkutól. Fæst í helstu símaverslunum landsins Heildsöludreifing og þjónusta: Skútuvogi 12c LÖGREGLUMÁL „Raddir Lands- sambandins munu heyrast betur og oftar en áður,“ segir Snorri Magnússon, rannsóknarlögreglu- maður og verðandi formaður Landssambands lögreglumanna. Í gær fór fram talning í stjórnar- kjöri Landssambands lögreglu- manna. Alls bárust 523 atkvæði og var kosningaþátttaka því 71,64 prósent. Tveir listar voru í kjöri. Listi með Snorra sem formanni fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hlaut 358 atkvæði eða sjötíu prósent gildra atkvæða. Listi með Gils Jóhannssyni sem formanni fékk 151 atkvæði eða þrjátíu prósent. Auðir og ógildir seðlar voru fjórtán. „Það verða áherslubreytingar hjá LL,“ segir Snorri, sem tekur við formennsku á þingi Lands- sambandsins síðar í apríl. Hann segir að áhersla verði lögð á að kynna betur og fjalla meira um málefni lögreglumanna. „Línan verður lögð á þinginu í apríl,“ segir hann enn fremur. „Þar má nefna kröfur í kjara- samningagerð sem fer í hönd í haust. Það er alveg ljóst að farið verður fram á verulega hækkun grunnlauna, tekið á eftirlauna- málum og málum sem við erum að sjá í dómaframkvæmd. Heim- ildir eru fyrir hendi til miklu harðari refsinga en verið er að beita nú þegar ráðist er á lögreglumenn við störf.“ - jss Landssamband lögreglumanna: Nýr formaður boðar áherslubreytingar BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton segist ekki ætla að gefast upp í bar- áttunni um útnefningu demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvem- ber. Ýmsir hátt settir demókratar og stuðningsmenn Barack Obama hafa hvatt Clinton til að hætta í þágu Demókrataflokksins. „Ég ætla ekki að hætta fyrr en við ljúkum við það sem við hófum og sjáum hvað gerist í næstu tíu prófkjörum,“ segir Clinton. Rep- úblikanar hafa þegar útnefnt John McCain sem frambjóðanda sinn og óttast demókratar að rígur Clinton og Obama muni skaða vinningslík- ur demókrata. Obama hefur nú 125 fulltrúa forskot á Clinton þegar taldir eru saman þeir fulltrúar sem valdir voru í prófkjörum og svokallaðir ofurfulltrúar. Hinir síðarnefndu eru þingmenn og aðrir kjörnir fulltrúar Demókrataflokksins, sem mega styðja þann frambjóðanda sem þeir vilja á landsþingi flokks- ins í ágúst. Nýr ofurfulltrúi lýsti yfir stuðn- ingi við Obama í gær, Amy Klobu- char, þingmaður frá Minnesota. Obama lýsti um helgina yfir sigri í forkosningunum í Texas sem fram fóru 4. mars síðastliðinn. Hillary hafði lýst yfir naumum sigri þar, en hún fékk 65 fulltrúa, en Obama 61 í opnu prófkjöri. Sama dag var hins vegar haldinn kjörfundur þar sem 67 fulltrúar voru kjörnir. Obama vann þar afgerandi sigur og endaði því með samanlagt fimm fulltrúa forskot umfram Clinton. - sgj Obama fær stuðning þingmanns og lýsir yfir sigri í forkosningum í Texas: Demókratar óttast sundrung HILLARY CLINTON Næstu forkosning- ar verða í Pennsylvaniu 22. apríl, en þar hefur Clinton nokkuð forskot í könnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SIMBABVE, AP Stjórnarandstaðan í Simbabve lýsti í gær yfir stórsigri í þing- og forsetakosn- ingum sem fram fóru um helgina. Stjórnvöld hafa lítið sem ekkert birt af niðurstöðum kosninganna og óttast stjórnarandstæðingar að forsetinn Robert Mugabe ætli að falsa niðurstöðurnar. Einn af ráðherrum Mugabes hefur misst þingsæti sitt, en kjörstjórn hefur aðeins birt niðurstöður úr 38 kjördæmum. Skiptust sigrar jafnt milli stjórnarandstöðu og ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Mugabes hefur sætt gagnrýni fyrir gerræði og óstjórn í efnahagsmálum. - sgj Enn dregst að birta úrslit: Mugabe sagður hafa tapað stórt BANDARÍKIN, AP Al Gore, Nóbels- verðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, ýtti í gær úr vör þriggja ára herferð til að hvetja bandarísk stjórnvöld til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Herferðin mun kosta milljónir dollara. Auglýsinga- herferðin mun líkja barátt- unni gegn loftslagsbreytingum við önnur stórvirki mannkynsins, svo sem sigurinn gegn nasistum í seinni heimsstyrjöld, endalok þrælahalds í Bandaríkjunum og fyrstu tunglferðina. Al Gore verður á Íslandi 7. til 8. apríl í boði forseta Íslands. - sgj Al Gore gerir víðreist: Stýrir herferð gegn útblæstri AL GORE Fjölgun kráa veldur vanda Skýrsla sem fyrrverandi meirihluti borgarinnar lét vinna um miðborgarvanda kveður á um hertar reglur um áfengi. Ekkert fjallað um tillögurnar. SEGJA TILLÖGUM STUNGIÐ UNDIR STÓL Margrét Sverrisdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Óskar Bergsson gagnrýna að skýrsla til að bæta borgar- braginn, sem unnin var á meðan þau voru við völd í borginni, hafi ekki verið tekin til athugunar hjá núverandi meirihluta þótt vandi miðborgarinnar sé ærinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRJÁLST TÍBET Lítil stúlka í Genf í Sviss heldur á fána til stuðnings frjálsu ríki í Tíbet. Mótmælendur hvöttu þjóðir heimsins til að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJAVÍK „Ég þakka minnihlut- anum fyrir að hafa vakið athygli á þessari skýrslu sem við báðum um og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þáverandi borg- arstjóri setti af stað í septemb- er,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður samgöngu- og umhverfis ráðs Reykjakvíkurborgar en minnihlut- inn í borgarstjórn kynnti í gær skýrslu sem tilbúin var í janúr og felur í sér tillögur að lausnum á miðborgarvandanum. Á fundi í gær gagnrýndu fulltrúar minnihlutans að ekki hefði verið litið til þess sem hún felur í sér og sögðu að svo virtist sem henni hefði verið stungið undir stól í borgarstjórn. „Skýrslan tekur á ýmsum málum sem varða mið- borgina og góðra gjalda vert að á hana sé minnt,“ segir Gísli. - kdk Gísli Marteinn Baldursson: Þakkar minnihlutanum fyrir GÍSLI MARTEINN BALDURSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.