Fréttablaðið - 01.04.2008, Síða 4
4 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR
MENNTUN Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands, vill taka
sér enn lengri tíma til að ákveða
hvernig brugðist verði við dómi
Hæstaréttar yfir Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni prófessor. Hún
hefur þó sagt að hún líti dóminn
alvarlegum augum.
Rektor hafði áður gefið út að
ákvörðunar væri að vænta eftir
páskana, en seinna sagði hún að
það yrði í gær, mánudag. Nú heitir
hún niðurstöðu fyrir lok vikunnar.
Hannes var dæmdur í Hæsta-
rétti 13. mars til að greiða Auði
Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Lax-
ness, bætur fyrir að brjóta gegn
höfundarrétti að verkum hans.
Háskólayfirvöld hafa verið
gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugð-
ist við umræðunni um vinnubrögð
prófessorsins, og sérstaklega við
skýrslu Helgu Kress um vinnu-
brögð Hannesar, sem kom út árið
2004. Í henni er því haldið fram að
Hannes hafi nýtt sér verk fjölda
annarra höfunda og fræðimanna,
án þess að geta heimildar með
fullnægjandi hætti. Helga hefur
bent á að þessi brot kunni að
standa menntastofnun nær en brot
gegn höfundarrétti Laxness.
Rektor hefur ekki viljað tjá sig
um áhrif dómsins á trúverðug-
leika skóla sem stefnir í hóp
bestu háskóla heims og Hannes
sjálfur segist ekki ætla að tjá sig
um málið fyrr en á fimmtudag,
þegar hann hafi farið yfir það
með sínu fólki. - kóþ
Mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands:
Rektor tekur sér lengri tíma
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
KRISTÍN
INGÓLFSDÓTTIR
Dómstólar hafa eftirlit með því hvort
hlerunarheimild, sem þeir veita lög-
reglu, er beitt. Samkvæmt lögum ber
lögreglu að láta þá sem hafa verið
hleraðir vita eins fljótt og auðið er,
hafi þeir verið hleraðir en rannsóknin
ekki leitt til neins. Eftirlitið með því
hvort menn eru látnir vita er hjá lög-
reglu. Þetta skal áréttað hér með en
skilja mátti frétt á síðu sex í Frétta-
blaðinu í gær, þar sem vitnað var í
ríkissaksóknara, með öðrum hætti.
ÁRÉTTING
ORKUMÁL Erfiðlega hefur gengið
að fá hæft starfsfólk til starfa hjá
útibúi Íslenskra orkurannsókna
(ÍSOR) á Akureyri. Þetta kom fram
í máli Ólafs G.
Flóvenz,
forstjóra ÍSOR,
á ársfundi
stofnunarinnar.
„Því er ekki
að leyna að
fremur
erfiðlega hefur
gengið að fá
fólk með
viðeigandi
menntun til
starfa við útibúið,“ sagði Ólafur.
„Reynslan virðist vera að kenna
okkur að erfiðlega gangi að fá fólk
til að flytja að sunnan til Akur-
eyrar þannig að nauðsynlegt er að
byggja á fólki sem á rætur í
Eyjafirði eða nálægum byggðum.“
- bj
Útibú ÍSOR á Akureyri:
Sérfræðingar
vilja ekki flytja
ÓLAFUR G.
FLÓVENS
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
10°
11°
6°
10°
9°
15°
12°
14°
13°
16°
21°
19°
15°
13°
23°
18°
28°
14°
1
5Á MORGUN
Vaxandi A-átt. 13 -18 m/s
sunnan til síðdegis.
-1
0
FIMMTUDAGUR
13-18 m/s NV-til
annars mun hægari.
0
0
-1
0
3
3
4
3
1
8
7
5
6
8
13
5
13
5
10
8
2
0
33
2
2
4
-4
16
YFIRLEITT HÆGARI
VINDUR
Í gær var víða
vonskuveður á fjöll-
um á Vestfjörðum
og síðan á Austur-
landi. Í dag verður
vindur hins vegar
yfi rleitt mun hægari
en þó má búast við
allhvössum vindi úti
við suðaustur- og
austurströndina
með snörpum
hviðum við fjöll.
Einnig er mun minni
úrkoma í kortunum.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
ALÞINGI Breyta þarf lögum svo
ákvörðun stjórnvalda um
uppskiptingu á embætti Lög-
reglustjórans á Suðurnesjum nái
fram að ganga.
Lúðvík Bergvinsson, þing-
flokksformaður Samfylkingar-
innar, vakti á því athygli á Alþingi
í gær, um leið og hann lýsti
efasemdum sínum um að rétt sé
að skilja á milli lög- og tollgæslu
á Keflavíkurflugvelli.
Árni M. Mathiesen fjármála-
ráðherra sagði málið eiga eftir að
koma fyrir þingið en þegar þar að
kæmi gæfist gott tækifæri til að
ræða það. - bþs
Uppskipti löggæslunnar:
Kallar á breyt-
ingar á lögum
ÁRNI M.
MATHIESEN
LÚÐVÍK
BERGVINSSON
Datt úr stiga á steinsteypu
Maður hlaut höfuðverka í vinnuslysi
í fyrirtæki við Gagnheiði á Selfossi
í gær. Stigi sem hann stóð í rann
undan honum og féll hann fjóra
metra niður á steinsteypt gólf.
LÖGREGLUFRÉTTIR
MANNÚÐAMÁL Vinir og fjölskylda
Þórs Willemoes Petersen, sem lést
á annan í páskum aðeins sautján
ára að aldri eftir tíu ára baráttu við
krabbamein, hafa nú stofnað
minningasjóð í samvinnu við
Liverpoolklúbbinn á Íslandi.
„Markmiðið er að styrkja börn
og unglinga sem eiga við erfiðleika
að etja til ferða á Anfield að
fylgjast með leikjum Liverpool,“
segir Jón Óli Ólafsson, formaður
klúbbsins. „Þór fór sjálfur á
Anfield í nóvember síðastliðnum
og átti þar skemmtilegar stundir
og okkar von eru að sem flestir
sem við vanda eiga að etja geti gert
það sömuleiðis.“
Tekið er á móti framlögum í
sjóðinn á bankareikningi 140-26-
9140 í Landsbankanum og kenni-
tala eiganda er 131155-3369. - jse
Nýr minningasjóður:
Styrkja veika til
Anfieldferða
SAMÖNGUMÁl Ísleifur Jónsson,
verkfræðingur og fyrrverandi
forstöðumaður Jarðborana ríkis-
ins í þrjátíu ár, segir mikinn vafa
leika á því að hægt sé að leggja
Sundabraut að hluta til í neðan-
sjávargöng.
Hópur undir forystu Árna
Hjartarsonar, jarðfræðings hjá
Íslenskum orkurannsóknum, skil-
aði Vegagerðinni greinargerð í
haust um að hægt væri að gera
göng undir Elliðavog.
Ísleifur gagnrýnir að aðeins
hafi verið boruð
ein rannsóknar-
hola í Elliða-
vogi. Það sé alls
ekki nóg.
„Menn vita
ekkert hvaða
berg er undir
Elliðavoginum.
Það hefur
aðeins ein hola
verið boruð og
það er ekki nóg.
Það þarf miklu
meiri rannsóknir. Bergið getur
verið svo lekt og vatnsaginn getur
verið svo mikill að alls ekki sé
hægt að ráða við hann í gangna-
gerðinni,“ segir Ísleifur.
Um þetta atriði segir Árni að
auk holunnar í Elliðavogi hafi
tvær skáholur verið boraðar á
ströndinni sitt hvoru megin. „Það
er rétt að þetta eru dálítið fáar
holur en hins vegar sýndu okkar
boranir að það eru samhangandi
jarðlög þvert yfir voginn. Bergið
er ekki það besta sem sést hefur
en þokkalegt jarðgangaberg eigi
að síður, tveggja til þriggja
milljón ára gamalt og vel þétt,“
segir Árni.
Ísleifur segir enga reynslu vera
af jarðgangagerð í sunnlensku
bergi sem sé allt annað en til
dæmis í Hvalfirði. „Heilbrigð
skynsemi segir manni að við
erum á jarðskjálftasvæði og ef
það kemur stór jarðskjálfti geta
komið rifur inn í göngin neðan-
sjávar og þau gætu þá orðið ansi
fljót að fyllast. Það getur enginn
ábyrgst annað. Ekki vildi ég vera
að standa í því að drekkja fólki,“
segir Ísleifur sem telur að menn
ættu að halda sér við brýr. Af
þeim hafi íslenskir verkfræðingar
reynslu auk þess sem þær geti
verið mjög fallegar.
Árni á hinn bóginn telur göngin
myndu verða öruggari en brýr
með tilliti til jarðhræringa:
„Það er verkfræðileg staðreynd
að neðanjarðarmannvirki standa
betur af sér jarðskjálfta en þau
sem eru á yfirborðinu. Auk þess
hafa ekki orðið slíkir jarðskjálftar
hér á sögulegum tíma að það
myndist gapandi sprungur í jörð-
ina,“ segir Árni, sem kveðst búast
við að borgaryfirvöld taki fljót-
lega ákvörðun á grundvelli áður-
nefndar rannsóknar sem lauk í
haust. . gar@frettabladid.is
Reyndur sérfræðingur
segir Sundagöng óráð
Fyrrum forstöðumaður Jarðborana ríkisins segir lagningu Sundabrautar í göng
óráð. Vegna leka í bergi yrðu þau fokdýr og hætta á mannskaða í jarðskjálftum.
Bergið er þétt og göngin yrðu trygg svarar forsvarsmaður rannsóknarteymis.
ÍSLEIFUR JÓNSSON Forstöðumaður Jarðborana ríkisins í þrjátíu ár segir alls ónógar
rannsóknir að baki væntanlegri ákvörðun um það hvort Sundabraut verði að hluta í
neðansjávargöngum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÁRNI HJARTARSON
MEXÍKÓ, AP Íbúar bæjarins
Canalumtic í Mexíkó fengu sig
fullsadda af óðu nauti sem reif í sig
kornuppskeru og bramlaði kofana
þeirra. Þeir afréðu því að henda því
í fangelsi. Nautið hafði gengið laust
í tæpan mánuð.
Nautinu verður ekki sleppt úr
fangaklefanum fyrr en eigandi þess
borgar fyrir skemmdirnar, sagði
lögreglustjóri fyrir helgi. Þær eru
að andvirði rúmlega 30 þúsund
krónur, sömu upphæð og hann
borgaði fyrir nautið fyrir fjórum
mánuðum.
Í fyrra var hundur tekinn fastur
fyrir að bíta mann. Þurfti hann að
dúsa í steininum í tólf daga. - sgj
Íbúar fengu nóg af bola:
Naut fangelsað
fyrir óspektir
GENGIÐ 31.03.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
155,5023
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
76,49 76,85
152,21 152,95
120,94 121,62
16,221 16,315
15,041 15,129
12,878 12,954
0,7682 0,7726
125,77 126,51
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR