Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2008, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.04.2008, Qupperneq 16
16 1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR UMRÆÐAN Hagsmunagæsla Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg“. Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og álykt- anir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Sam- keppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morg- unblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Sam- keppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreina- samtök hafi seilst of langt í hags- munagæslu fyrir félagsmenn sína...“ Og nú þarf að leggj- ast í rannsóknir – eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppnis- eftirlitið orðið endan- lega galið? Eru Bænda- samtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki bein- línis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningavið- ræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamn- ingamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bænda- samtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fall- ist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt“ og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármun- um almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því? Höfundur er formaður BSRB. Bændasamtökin grunuð um að starfa fyrir bændur ÖGMUNDUR JÓNASSON Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bænda- samtök Íslands ekki hagsmuna- samtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? UMRÆÐAN Kjaramál Í dag, þegar þrír mánuðir eru liðnir síðan málefni lífeyrisþega færðust undir mína stjórn, koma til framkvæmda fyrstu stóru áfangarnir í boðuðum endurbótum ríkisstjórnarinnar á almannatryggingum ásamt þeim almennu hækkunum lífeyris sem ákveðnar voru í kjölfar kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Sjaldan eða aldrei hafa á Íslandi verið teknar ákvarðanir um jafn miklar kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum á eins stuttum tíma. Þegar kjarabæturnar verða að fullu komnar til framkvæmda í lok árs hafa greiðslur ríkisins til lífeyrisþega hækkað um 9 milljarða króna, eða um ríflega 17% miðað við síðasta ár. Afnám makatenginga, frítekjumark og hækkun dagpeninga Í dag verður skerðing bóta vegna tekna maka að fullu afnumin í almannatryggingakerfinu. Alls munu um 5.800 lífeyrisþegar uppskera hærri bætur við þessa breytingu, þ.e. um 3.900 öryrkjar og um 1.900 ellilífeyrisþegar. Hér er um mikið réttlætis- mál að ræða og þess hefur lengi verið beðið af samtökum eldri borgara og öryrkja. Í dag verður skerðingarhlutfall ellilífeyris lækkað úr 30% í 25% og frítekjumark hækkað til samræmis við örorkulífeyri. Þessi breyting er til hagsbóta fyrir um 460 ellilífeyrisþega. Í dag hækka einnig vasapeningar til tekjulausra vistmanna um tæplega 30%, en frá desember hefur fjárhæðin hækkað úr 28.600 í 38.225 krónur. Í dag tekur einnig gildi sérstakt 90.000 króna frítekjumark á fjármagnstekjur til að draga úr hættunni á of- og vangreiðslum tekjutengdra bóta og þeim óþægindum sem þær hafa haft í för með sér. Ef horft er til reynslu undanfarinna ára má reikna með að þessar aðgerðir komi í veg fyrir skerðingu bóta hjá 7–8.000 lífeyrisþegum, en um 90% ellilífeyrisþega og um 95% örorkulífeyrisþega hafa fjármagnstekjur undir þessum mörkum á hverju ári. Hækkun lífeyris um 7,4% Í dag er einnig greidd í fyrsta sinn 4% hækkun lífeyris sem ákveðin var í kjölfar samninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og gilda mun frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin kemur til viðbótar fyrri hækkunum en um áramótin hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3,3%. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga hafa því hækkað um 7,4% á þessu ári eða um 9.400 krónur til þeirra sem aðeins fá óskertar greiðslur úr almannatryggingum. Til samanburðar er rétt að hafa í huga samkvæmt útreikningum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er reiknað með að meðaltalshækkun lægstu launa á grundvelli nýgerðs kjarasamnings þeirra verði um það bil 7% á árinu. Engar hækkanir urðu hjá þessum hópum um síðustu áramót. Næstu skref 1. júlí Dagurinn í dag er vissulega stór dagur í mál- efnum lífeyrisþega en breytingarnar sem við sjáum eru aðeins fyrstu skrefin á vegferð ríkisstjórnarinnar í að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við samninga Alþýðusam- bands Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins var einnig kveðið á um mótun lágmarksframfærsluviðmiðs vegna lífeyrisþega. Í samráði við forsætisráð- herra ákvað ég að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almanna- trygginga að móta tillögur að þessu lágmarksframfærsluviðmiði og flýta þeirri vinnu þannig að það liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí í stað 1. nóvember 2008. Lágmarksframfærsluviðmiðið á meðal annars að taka tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum sem er afar mikilvægt og hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa lengi barist fyrir. Í júlí mun einnig frítekjumark vegna atvinnu- tekna ellilífeyrisþega 67–70 ára hækkað í 100.000 krónur á mánuði. Munu þá greiðslur til um 700 ellilífeyrisþega hækka og getur hækkunin numið allt að 46.000 krónum mánuði. Framkvæmdanefnd forsætisráðherra um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar vinnur að tillögum um framkvæmd sem stuðla að sams konar kjarabótum fyrir öryrkja og koma til fram- kvæmda 1. júlí næstkomandi. Þá verður sett 300.000 króna frítekjumark á lífeyrisgreiðslur örorkulífeyrisþega. Um helmingur allra örorkulífeyrisþega, eða um 7.000 manns, mun fá hærri bætur vegna þessa. Aldurstengd örorkuuppbót mun einnig hækka 1. júlí og aldursviðmið þeirra sem fá 100% uppbót vegna mats á örorku í fyrsta sinn verður fært úr 19 ára aldri í 24 ár. Bætur þeirra sem fá 100% uppbót munu hækka um 58.600 krónur á ári en alls munu um 12.000 örorku- og endurhæfingarlíf- eyrisþegar njóta hækkunarinnar, þótt mismikil sé. Þeir verst settu hækka um 24.400 Þessu til viðbótar verður öllum öldruðum, sem ekki njóta a.m.k. 25.000 króna greiðslu úr lífeyris- sjóði nú þegar, tryggð sérstök kjarabót sem jafngildir 25.000 króna greiðslu úr lífeyrissjóði á mánuði. Þegar tekið hefur verið tillit til þess að fjárhæðin skerðir aðrar bætur jafngildir þessi fjárhæð ríflega 15.000 krónum fyrir skatta. Þessi kjarabót skilar sér beint til þeirra sem búa við lökust kjörin meðal ellilífeyrisþega og hafa hingað til nær aðeins fengið lífeyri frá Trygginga- stofnun. Lífeyristryggingin kemur til viðbótar þeim 9.400 krónum sem 7,4% hækkun lífeyris- greiðslna skilar til þessa hóps og því hækka tekjur hans um ríflega 24.400 krónur fyrir skatta á mánuði. Til samanburðar hækkuðu þeir lægst launuðu í kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um 18.000 krónur á mánuði. Í dag er sannarlega merkisdagur í lífeyris- málum aldraðra og öryrkja í Íslandi. Framundan eru hins vegar ærin verkefni í að bæta hag þessara hópa og einfalda almannatryggingakerfið. Í dag voru aðeins stigin fyrstu skrefin. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Tímamót hjá lífeyrisþegum JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR UMRÆÐAN Hjálparsöfnun Í dagblöðunum laugar-daginn 29. mars sl. birtist auglýsing frá nokkrum stuðnings- mönnum Hannesar Gissurarsonar prófess- ors þar sem boðuð er fjáröflun honum til stuðnings vegna dóms Hæstaréttar yfir honum fyrir ritstuld. Auglýsingunni var síðan fylgt eftir með viðtali við einn forsvarsmanna söfnunarinnar, Friðbjörn Orra Ketilsson, en hann hefur víða látið til sín taka og talað máli frjálshyggju og kapitalisma. Þetta er gott framtak því það verður að segjast eins og er að dómur Hæstaréttar í máli erfingja Halldórs Laxness gegn Hannesi var í harðasta lagi og ekki hlaupið að því fyrir launamann, jafnvel þótt hann sé á prófessorslaunum, að greiða svo háar upphæðir eins og réttilega er bent á í auglýsingunni. Það eru hins vegar nokkur atriði í þessari auglýsingu sem orka tvímælis. Um dóm Hæstaréttar segir að Hannes hafi verið dæmdur fyrir að skrifa bók sem „hann mátti víst ekki skrifa“. Sé dómurinn lesinn fjallar hann þó alls ekki um þetta heldur er Hannes sakfelldur fyrir að eigna sér texta annars höfundar, hugverk hans. Allir sem komnir eru til vits og ára vita að grundvöllur kapital- ísks frjálshyggjusamfélags eins og Hannes og Friðbjörn Orri tala fyrir er einkaeignarréttur og þessi eign- arréttur gildir ekki bara um efnis- lega hluti svo sem bíla heldur einnig hugverk manna. Ef undirritaður tæki bíl Friðbjörns Orra traustataki og færi með fjölskylduna í sunnu- dagsbíltúr í honum myndi Friðbjörn að sjálfsögðu kæra mig og ég fengi dóm fyrir tiltækið enda þjófnaður. Nákvæmlega það sama gildir um hugverk manna, þau eru í einkaeign og þeim má ekki stela. Í auglýsingunni er einnig talað um að auð- menn vilji valda Hann- esi fjárhagslegu tjóni. Þar er væntanlega vísað til málaferla Jóns Ólafs- sonar gegn Hannesi vegna þess að Hannes gaf í skyn á opinberum vettvangi að Jón væri eiturlyfjasali. Það er skemmst frá því að segja að Hannes hafði engar sannanir fyrir málflutn- ingi sínum nema gamlan dóm yfir Jóni sem hafði verið nappaður með hass. Svona málflutningur heitir á íslensku rógur og þótt tjáningar- frelsið sé mikils virði þá er slíkt háttalag ólíðandi hvernig sem á málið er litið. Spyrja mætti hvernig Friðbirni Orra yrði við ef undirrit- aður setti upp vefsíðu þar sem því væri haldið fram að hann dreifði klámi. Ég efast ekki um að hann færi í mál við mig fyrir meiðyrði sem eðlilegt væri og fengi mig að öllum líkindum dæmdan. Það sama á við um ásakanir Hannesar Gissur- arsonar á hendur Jóni Ólafssyni og viðbrögð Jóns við þeim. Að efna til söfnunar til stuðnings Hannesi í fjárhagslegum hremm- ingum hans er lofsvert framtak en útúrsnúningar af því tagi sem vaða uppi í auglýsingunni og hér hafa verið raktir eru Hannesi Gissurar- syni til lítils gagns og stuðnings- mönnum hans ekki til sóma. Að lokum er það von mín að breskir dómstólar láti sér það nægja að dæma ummæli Hannesar dauð og ómerk svo ekki komi til frekari fjár- útláta af hans hálfu þannig að Frið- björn Orri og félagar hans þurfi ekki að efna til annarar söfnunar og þar með verði þetta leiðindamál úr sögunni. Höfundur er kennari. Um eignarrétt og stuld GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON Langar þig að kynnast sagnameistaranum sem í þér býr? Vantar þig leiðsögn og hvatningu? Hvort sem þú ert að feta þín fyrstu skref eða hefur reynslu af skrifum, þá er þetta námskeið sem nýtist þér. Leiðbeinandi er Þorvaldur Þorsteinsson leikskáld og barnabókahöfundur (Skilaboðaskjóðan, Blíðfi nnsbækurnar, And Björk, of course..., Vasaleikhúsið) Nokkrar umsagnir þátttakenda: “Frábært námskeið sem opnar nýja sýn á lífi ð og tilveruna.” “Fær mann til að hugsa upp á nýtt!” “Ófyrirgefanlega gaman og nærandi fyrir sálina, hugann og ekki síst hugmyndafl ugið.” “Frábærlega uppbyggjandi.” Námskeiðið fer fram í Rope Yoga setrinu í Laugardal Nánari upplýsingar á kennsla.is og í síma 8223699 Skráðu þig núna á kennsla.is! SKAPANDI SKRIF með Þorvaldi Þorsteinssyni 10.- 21. apríl Við stöndum upp úr Atvinna í boði... ...alla daga 24,5% At vi nn a – M or gu nb la ði ð 39,3% Al lt – At vi nn a sk v. k ön nu n Ca pa ce nt 1 . n óv . 2 00 7– 31 . j an . 2 00 8 Atvinnublað Fréttablaðsins er með 60% meiri lestur en atvinnublað Morgunblaðsins miðað við 20–40 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.