Fréttablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 18
[ ]Vogin segir ekki allt um ástandið á heilsufarinu. Leggðu áherslu á hollt mataræði og létta hreyfingu á hverjum degi og ýttu voginni undir rúm.
Eiga erfiðara með
að eignast börn
BÖRN SEM FÆÐAST FYRIR TÍMANN
EIGA FREKAR Í ERFIÐLEIKUM SEINNA
Á LÍFSLEIÐINNI.
Fyrirburar eru ekki bara í hættu
fyrstu vikurnar og mánuðina eftir
fæðingu. Norsk rannsókn sýnir
fram á að afleiðingarnar fylgja fólki
í gegnum allt lífið, að því er fram
kemur í Berlingske tidende.
Í rannsókninni var fylgst með 1,2
milljónum manna frá árinu 1967
til 1988 og samkvæmt henni eiga
fyrirburar frekar á hættu að ná
ekki fullorðinsaldri. Konur sem
hafa fæðst fyrir tímann eignast
oftar fyrirbura sjálfar og sjötíu og
sex prósent karlmanna sem fæð-
ast á tuttugustu og annarri til tut-
tugustu og sjöundu viku, eiga í erf-
iðleikum með að eignast börn. - rat
Ný rannsókn hefur leitt í ljós
að meindýraeitur eykur veru-
lega hættu á Parkinson-veiki.
Niðurstöður rannsóknarinnar birt-
ast í vísindaritinu BMC Neurology
Journal. Þar kemur fram að þeir
sem eru berskjaldaðir fyrir mein-
dýraeitri eru 1,6 sinnum líklegri
til að fá sjúkdóminn síðar á lífs-
leiðinni og að líklega eigi mein-
dýraeitur stóran þátt í þróun sjúk-
dómsins þótt einnig komi aðrir
umhverfis- og erfðafræðilegir
þættir við sögu.
Það voru vísindamenn við Duke-
og Miami-háskólana og Udall
Parkinson‘s-rannsóknarsetrið í
Bandaríkjunum sem stóðu að
rannsókninni og lögðu spurningar
fyrir 319 sjúklinga um notkun á
meindýraeitri. Svör þeirra voru
svo borin saman við svör fleiri en
200 fjölskyldumeðlima sem ekki
voru veikir af Parkinsons.
Þess má geta að í flokki mein-
dýraeiturs virtust illgresiseyðir
og skordýraeitur hafa mest áhrif á
að menn fengju Parkinsons-veiki.
- þlg
Skaðleg dýraeitrun
Stundum gott að
rífast við makann
AÐ TALA ÚT UM ÓÞÆGILEGA HLUTI Í
HJÓNABANDINU OG JAFNVEL RÍFAST
ER LÍKLEGT TIL AÐ LENGJA LÍFIÐ.
Stór rannsókn sem unnin var í
Michigan sýnir að það er heilsu-
samlegt fyrir hjón að ræða bæði
stór og smá vandamál sem upp
koma í sambandinu. Þögn og
þykkja eru nefnilega lífshættuleg
fyrirbrigði. „Við viljum lifa lengi og
því reynum við að borða hollt og
halda líkamanum í þjálfun. En við
þurfum líka að gefa neikvæðum
tilfinningum útrás í stað þess að
byrgja þær inni,“ er haft eftir sál-
fræðidoktornum Ernest Harburg
sem sá um rannsóknina. Fyrsta
skrefið í rétta átt segir hann vera
að láta hinn aðilann strax vita ef
óánægja dúkkar upp. - gun
Skordýraeitur getur
verið mjög hættulegt
mönnum.
Original Arctic Root
Ein vinsælasta lækningajurt heims
Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í
heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu,
úthald og vinnur gegn streitu og álagi.
Vinnur gegn streitu og álagi
Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða
breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur
svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda.
Fæst í apótekum og heilsubúðum.
Heilsuvara ársins
í Svíþjóð
2003, 2004 og 2005
HEYRNARÞJÓNUSTA
Dot er góður punktur
fyrir þá sem vilja heyra vel.
Þessi punktur er agnarsmátt heyrnartæki
sem með nýjustu tölvutækni bætir við heyrnina
þeirri tíðni sem notandinn hefur tapað.
Hringdu og láttu okkur fræða þig meira um
þessa undraverðu tækni.
Heimsins minnstu heyrnartæki koma frá ReSound . . . . . . . . . . .
Næstu fyrirlestrar og námskeið
03. apríl kl. 18:00 - 21:00
Heilsukostur - Matreiðslunámskeið
Auður I. Konráðsdóttir heilsukokkur
10. apríl kl. 17:30 - 19:00
Góð heilsa er auðveldari en þú heldur
Matti Ósvald heilsuráðgjafi
12. apríl kl 11:00 - 14:00
Hláturjóga með jákvæðu ívafi
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari
15. apríl kl. 17:30 - 19:00
Viltu Hugar-far að betri stað í lífi nu?
Matti Ósvald heilsuráðgjafi