Fréttablaðið - 01.04.2008, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 1. apríl 2008 17
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 696
5.051 +2,47% Velta: 42.539 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,36 +0,68% ... Bakkavör
41,30 +1,23% ... Eimskipafélagið 23,15 -5,89% ... Exista 10,40
+1,76% ... FL Group 6,34 +1,44% ... Glitnir 17,25 +0,58% ... Ice-
landair 25,00 +1,63% ... Kaupþing 803,00 5,38% ... Landsbankinn
29,60 +0,85% ... Marel 92,50 +1,31% ... SPRON 4,29 +0,47% ...
Straumur-Burðarás 11,74 +1,12% ... Teymi 4,29 -0,69% ... Össur 92,70
+0,43%
MESTA HÆKKUN
KAUPÞING 5,38%
EXISTA 1,76%
ICELANDAIR 1,63%
MESTA LÆKKUN
ICELANDIC GROUP 9,66%
EIMSKIPAFÉLAGIÐ 5,89%
EIK BANKI 2,06%
Umsjón: nánar á visir.is
Össur selur sáraumbúðalínu
Össur hf. hefur selt sáraumbúðavörulínu
félagsins til BSN medical GmbH á sem
nemur ellefu milljónum Bandaríkja-
dala, eða rúmar 800 milljónir króna.
Hagnaður upp á 5,5 milljónir dala verður
bókfærður á fyrsta ársfjórðungi vegna
sölunnar. Andvirði sölunnar getur hins
vegar hækkað um allt að 6 milljónum
dala að ákveðnum skilyrðum upp fylltum,
en þar ræður nokkru niðurstaða mála-
ferla vegna einkaleyfa fyrir vörulínuna.
Össur rekur þau mál áfram. „Hluti af
söluandvirðinu verður notaður til þess að
koma á móti kostnaði vegna málaferl-
anna,“ segir kauphallartilkynningu.
FYRIRTÆKJAFRÉTTIR
Útflutningsráð Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða til morgunverðarfundar
um markaðslegan ávinning fyrirtækja af samfélagslegri ábyrgð,
miðvikudaginn 2. apríl 2008 á Grand Hótel kl. 08.30-10.00.
Fundurinn er öllum opinn en skráning fer fram í s. 511 4000 eða með
tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar um fundinn gefur Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði,
inga@utflutningsrad.is.
FYRIRTÆKI OG FRAMTÍÐIN
Ávinningur af samfélagslega ábyrgum viðskiptum
Dagskrá:
Opnun - Hvað er samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (CSR)?
Páll Ásgeir Davíðsson, sérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík.
Corporate Responsibility – from challenges to opportunities.
Elin Myrmel-Johansen, framkvæmdastjóri , Storebrand, Noregi.
Can CSR and commercial opportunities go hand in hand?
Henrik Marstrand, framkvæmdastjóri, Mater a/s, Danmörku.
Vinningshafi Wallpaper tímaritsins í Bretlandi - "Best Debut
Design Brand 2007."
Nordic Business Outreach.
Ragna Sara Jónsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu /
UNDP.
Fundarstjóri:
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. PIP
A
R
•
S
ÍA
•
8
0
6
2
9
Net12 er rakin leið fyrir þau fyrirtæki og félög sem vilja fara í alvöru vaxtarækt með Byr.
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Notaðu vextina strax
Sími 575 4000 | www.byr.is
// Hleyptu vexti í reksturinn
// Fáðu háa ávöxtun
// Reiknaðu dæmið til enda
Þú færð vaxtavexti af þeim vöxtum
sem ekki eru greiddir jafnóðum út.
Ertu að leita þér
að aukavinnu?
Fasteignafélagið Landic Property
hagnaðist um 2,5 milljarða króna
í fyrra. Árið áður nam hagnaður-
inn 11,4 milljörðum króna.
Greiningardeild Kaupþings
bendir á að samanburður á milli
ára sé erfiður þar sem félagið
hafi tekið miklum stakkaskiptum
í fyrra með yfirtöku á norræna
fasteignafélaginu Keops. Haft er
eftir Skarphéðni Berg Steinars-
syni forstjóra í tilkynningu að
samþætting félaganna sé á
lokastigi.
Undir eignir Landic Property,
sem er eitt stærsta fasteignafé-
lag Norðurlands, falla 500 eignir í
Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og
hér á landi. - jab
Landic Property
hagnast minna
„Við höfum fengið nokkrar fyrir-
spurnir um fjárhagsstöðu sjóðs-
ins, einkum frá erlendum blaða-
mönnum,“ segir Jónas Þórðarson,
framkvæmdastjóri Trygginga-
sjóðs innstæðueigenda.
Fram kom í breska blaðinu
Times í fyrradag að breskir inni-
stæðueigendur tækju fé unn-
vörpum út af Edge-reikningum
Kaupþings og Icesave-reikningum
Landsbanka. Fram kemur í frétt-
inni að breski tryggingasjóðurinn
ábyrgist innistæður á reikningum
Kaupþings upp að 35 þúsund
pundum. Hins vegar séu inni-
stæður Icesave tryggðar hjá
íslenska sjóðnum.
Sigurjón Árnason, bankastjóri
Landsbankans, segir að ein-
hverjir hafi tekið út af reikning-
um sínum, en aðrir lagt inn í
staðinn. „Hafa þarf í huga að
miklar breytingar hafa orðið á
markaðnum. Viðskiptavinum
hefur fjölgað mikið, en hver og
einn leggur inn lægri fjárhæð.“
Benedikt Sigurðsson, upp-
lýsingafulltrúi Kaupþings, segir
það ekki rétt að fólk hafi tekið fé
út af reikningum sínum.
Tryggingasjóður innstæðu-
eigenda veitir þeim sem eiga fé í
bönkum lágmarksvernd, lendi
fjármálastofnun í greiðsluerfið-
leikum. Sjóðurinn ábyrgist að
greiða innistæðueigendum allt
að tvær milljónir króna, komi til
slíks. Bankar og sparisjóðir
þurfa á hverjum tíma að geyma í
sjóðnum eitt prósent af öllum
innistæðum.
Fram kemur í ársreikningi
sjóðsins fyrir síðasta ár að í hann
vanti átta og hálfan milljarð
króna.
Jónas Þórisson segir að bank-
ar og sparisjóðir hafi greitt
sjóðnum tvo og hálfan milljarð
króna og reitt fram ábyrgðir
fyrir sex milljörðum. Þetta hafi
gerst í mars. ingimar@frettabladid.is
Spyrjast fyrir um
tryggingar innlána
Erlendir blaðamenn spyrjast fyrir um stöðu Trygg-
ingasjóðs innstæðueigenda. Framkvæmdastjóri
sjóðsins segir að ábyrgðir hafi verið lagðar fram.
FÓLK TEKUR FÉ ÚT ÚR NORTHERN ROCK BANKANUM Times fullyrðir að fólk taki fé
út úr íslenskum bönkum í Bretlandi. Bankarnir segja aðra sögu. Erlendir blaðamenn
spyrjast fyrir um Tryggingasjóð innstæðueigenda.
„Við höfum kallað eftir upplýsingum
um hvort skipulegur neikvæður
orðrómur í því skyni að hagnast sé á
ferðinni. Svo verður framhaldið
ákveðið,“ segir Jónas Fr. Jónsson,
forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Eftirlitið hóf í síðustu viku rann-
sókn á því hvort atlaga hafi verið
gerð á íslenskt fjármálakerfi, með
því að röngum upplýsingum hafi
verið komið á framfæri. Sé um slíkt
að ræða gæti það tengst hlutabréfa-
verði, afleiðustöðum í skuldabréfum
eða stöðum í krónunni.
Jón segir að rannsóknin sé á frumstigi og
vill lítið tjá sig um hana. Til að mynda vill
hann ekkert um það segja hverja Fjármála-
eftirlitið rukkar um gögn, að öðru leyti en
því að erlendar systurstofnanir hafi enn sem
komið er ekki verið beðnar um aðstoð.
Eitthvað af gögnum hafi þegar
borist Fjármálaeftirlitinu. Engar
ályktanir verði dregnar af þeim að
svo stöddu. „Það þarf að hafa í huga
að þetta er alls ekki einfalt mál,“
segir Jónas.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri
sagði í ræðu á ársfundi Seðla-
bankans á föstudag, að til álita hlyti
að koma að gera „alþjóðlega opin-
bera rannsókn á slíku tilræði við
heilbrigð fjármálakerfi“. Þar vís-
aði hann meðal annars til rógsher-
ferðar á hendur breska HBOS-
bankanum og þess að á föstudag hefði
tryggingaálag á ríkið hækkað um 400 punkta
„sem er fráleitt, lyktar óþægilega af því að
óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera
úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska
fjármálakerfið,“ sagði Davíð. - ikh
FME eitt með rannsóknina
JÓNAS FR. JÓNSSON