Fréttablaðið - 01.04.2008, Page 34
1. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í
síma 550 5000.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands hóf störf í Níkaragva fyrir
tveimur árum. Hún vinnur að uppbyggingu jarðvarmanýt-
ingar en sinnir auk þess félagslegum verkefnum og hefur
staðið fyrir byggingu fimm mæðrahúsa. Það fimmta var
opnað í þorpinu La Cruz de Rio Grande á dögunum en húsin
fimm hafa öll verið reist á síðasta eina og hálfa ári.
Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri hjá ÞSSÍ, segir mæðra-
og ungbarnadauða umtalsvert meiri í strjálbýlum héruðum
landsins en í þéttbýli, en mæðrahúsin hafa átt þátt í því að
draga úr slíkum dauðsföllum.
„Við einbeitum okkur aðallega að Atlantshafsströndinni
sem liggur út að Karíbahafi. Þetta svæði er gífurlega ein-
angrað og mikil fátækt. Þar býr annað fólk en Kyrrahafs-
megin, þar sem stærsti hluti þjóðarinnar býr, og þar eru
töluð önnur tungumál,“ lýsir Gerður. Engir vegir liggja að
þessum svæðum og til að komast á sjúkrastofnun þarf að
sigla langar leiðir. Það getur tekið þungaðar konur marga
daga að komast á leiðarenda og því hefur mæðrahúsunum
verið komið á fót en þau eru um sextíu á landsvísu. Þau eru
ávallt reist við heilsugæslu eða spítala en þangað koma konur
sem eru í einhverri hættu á meðgöngu.
Konurnar koma á heimilin um tveimur vikum fyrir áætl-
aðan fæðingardag. Þar fara þær í reglulega læknisskoð-
un og fá fræðslu um meðgöngu, næringu, umönnun ung-
barna, lagaleg réttindi og heimilisofbeldi þegar þess gerist
þörf. Þær fæða síðan á sjúkrastofnuninni og liggja sængur-
leguna í mæðrahúsinu. Gerður segir fjölmargar kornungar
mæður á þessu svæði og töluvert um heimilisofbeldi.
Þegar húsunum hefur verið komið á fót eru sterk félaga-
samtök fengin til að reka þau. „Það er mikilvægt að tryggja
eignarhald samfélagsins á húsunum til þess að konurnar
fáist til þess að mæta. Þær þurfa að geta treyst því að þetta
sé eitthvað fyrir þær en í sveitum er oft tortryggni í garð
heilbrigðiskerfisins. vera@frettabladid.is
ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFNUN: OPNAR FIMMTA MÆÐRAHÚSIÐ Á SÍNUM VEGUM
Mæðravernd utan þéttbýlis
MÆÐRAHÚSIN HAFA SANNAÐ GILDI SITT Gerður Gestsdóttir, verkefna-
stjóri hjá ÞSSÍ, opnaði fimmta mæðrahúsið í Níkaragva á dögunum.
Hér er hún ásamt syni sínum Gesti Diriangen.
TÉKKNESKI RITHÖFUNURINN
MILAN KUNDERA ER 79 ÁRA Í
DAG
„Það eru engin lítil hlutverk
til. Bara litlir leikarar.“
Kundera er þekktastur fyrir
bók sína Óbærilegur léttleiki
tilverunnar.
Þennan dag árið
2001 var sam-
kynhneigðum
í HollandI leyft
að gifta sig. Hol-
land varð þar
með fyrsta land-
ið til að leiða
slík lög í gildi.
Um miðjan
níunda ára-
tuginn hófu stjórnvöld að kanna
þennan möguleika að undirlagi
þrýstihóps samkynhneigðra með
Henk Krol í fararbroddi. Árið 1998
gátu samkynhneigðir staðfest
samvist
sína og
fengu þar
með sömu
lagalegu
réttindi og
hjón.
Gifting-
arfrum-
varpið var
samþykkt
hinn 19. desember árið 2000 en
lögin gengu í gildi 1. apríl árið
eftir. Þann dag voru fjögur sam-
kynhneigð pör gefin saman af Job
Cohen, borgarstjóra Amsterdam.
ÞETTA GERÐIST: 1. APRÍL 2001
Samkynhneigðir gefnir
saman í Hollandi
timamot@frettabladid.is
Maðurinn minn,
Gímur Kristinn
Jóhannesson
frá Þórisstöðum, Aðalstræti 76, Akureyri,
lést 28. mars sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðbjörg Júlía Kortsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Kristín Jónsdóttir
Ásabyggð 14, Akureyri,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 29. mars. Jarðsett
verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Okkar innileg-
ustu þakkir til starfsfólks Hlíðar og annarra sem
auðsýndu henni hlýju og umönnun síðustu árin.
Jónína Jónsdóttir
Marteinn Jónsson Hólmfríður Hólmgeirsdóttir
Hermann Jónsson Sveinfríður Jóhannsdóttir
Vigdís Jónsdóttir Guðmundur Olsen
Þorsteinn Jónsson Lydía Helgadóttir
Jóhann Jónsson Heiðrún Árnadóttir
Friðrik Jónsson Jófríður Jóhannesdóttir
Anna Jónsdóttir Sigurbjörn Vilbergsson
ömmu og langömmubörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
Sigurlaugar Sigrúnar
Björnsdóttur
Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi,
áður Sólvallagötu 41, Reykjavík.
Stefanía Drew, Arnold Drew, Elín Kristinsdóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Fríðu Guðbjartsdóttur,
Kjartansgötu 15, Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra,
Borgarnesi og heimahjúkrunar Borgarnesi.
Valur Thoroddsen
Haukur Valsson Kristín Einarsdóttir
Hildur Valsdóttir
Snædís Valsdóttir Ólafur Sigurðsson
Anna Valsdóttir Árni Magnússon
Magnús Valsson Guðrún Ásgeirsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Hjartans ástkæri sonur okkar, bróðir,
mágur og barnabarn,
Huginn Heiðar
Guðmundsson
Greniteigi 49, Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðviku-
daginn 2. apríl kl 13.00. Blóm og kransar eru vinsam-
legast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er
bent á einhver af eftirtöldum samtökum: Einstök börn,
Umhyggja eða Barnaspítalasjóð Hringsins.
Guðmundur B. Guðbergsson Fjóla Ævarsdóttir
Natan Freyr Guðmundsson Sóley Ásgeirsdóttir
Hafrún Eva Kristjánsdóttir
Guðjón Örn Kristjánsson
Ásdís Rán Kristjánsdóttir
Guðbergur Ólafsson Esther Jósefsdóttir
Ævar Þorsteinsson Ingibjörg Jósefsdóttir
80 ára afmæli
Í dag, 1. apríl, er
Þóra Karítas
Árnadóttir,
Melabraut 6, Seltjarnarnesi, 80 ára.
Í tilefni dagsins tekur hún á móti
ætting jum og vinum að
Hallveigarstöðum, Túngötu 14,
í dag kl. 17 til 19.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Tómas Tómasson,
fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Sparisjóði
Keflavíkur, Langholti 14, Keflavík ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 28.
mars. Útför hans verður gerð frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 4. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsam-
lega afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans er bent
á Hjartavernd.
Halldís Bergþórsdóttir
Ásgerður Kormáksdóttir Jón R. Jóhannsson
Jórunn Tómasdóttir Skúli Thoroddsen
Halla Tómasdóttir Pálmi B. Einarsson
Bergþóra Tómasdóttir Stefán Eyjólfsson
Tómas Tómasson Svala B. Reynisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurjón Ingvason
til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést 17. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir og systir,
Kristín Björk
Aðalsteinsdóttir
fyrrverandi leigubílstjóri, Fífusundi 11,
Hvammstanga,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut á deild 11.
G, föstudaginn 28. mars sl. Útförin auglýst síðar.
Hafþór Jóhannsson Þórunn Grétarsdóttir
Rósa Jóhannsdóttir Guðjón Hildibrandsson
Ágústa B. Jóhannsdóttir Einar J. Gunnþórsson
Aðalsteinn Jóhannsson
Jóhann Gunnar, Alexandra Sif, Hrannar Már, Telma Rut,
Hjördís, Eydís Birna, Kristín Björk, Þórdís Lilja,
Valdís Anja og Bjarndís Júlía
Aðalsteinn Björnsson Jóhanna S. Árnadóttir
Árný R. Aðalsteinsdóttir Jóhannes S. Stefánsson
Björn Á. Aðalsteinsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Ágústsson,
Urðartjörn 5, Selfossi,
varð bráðkvaddur laugardaginn 29. mars. Útförin
verður auglýst síðar.
Erla Eyjólfsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.