Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 18
[ ] Þegar ferðast er með húsbíl eða hjólhýsi getur það heft frelsi ferðalangsins að þurfa að leggja bílnum á stæði með raf- magnstenglum. Nýr efnaraf all sem framleiðir sjálfur orku gefur ferðalöngum aukið frelsi. Efoy-efnarafallinn framleiðir raf- orku úr metanóli svo engar leiðsl- ur og tengla þarf til. Guðlaugur Jónasson er annar eig- enda Fjarorku ehf. en þar fást þessir efnarafalar frá Efoy. „Tækið er algerlega sjálfvirkt. Það vaktar rafgeyma í húsbílum og hjólhýsum og jafnvel í sumar- bústöðum og þegar orka fer að minnka fer efnarafallinn í gang. Hann framleiðir rafmagn úr etan- ólinu og hleður geymana aftur upp. Síðan slekk- ur hann á sér og sofnar þangað til hann þarf að fara aftur í gang,“ útskýrir Guðlaugur. Orkan frá efnarafaln- um er umhverfis- væn en örlítð vatn drýpur frá tækinu þegar það vinnur og hiti sem hægt er að nýta til upp- hitunar. Guð- laugur segir algengt að rafallinn sé not- aður til viðbótar við sólarraf- hlöður því bæði er sólin lágt á lofti hér á Íslandi og oft skýjað en að auki getur tækið unnið á nótt- unni þegar engrar sólar nýtur. „Það er líka kostur við þetta að á milli ferðalaga eða þegar fólk lætur bílana í geymslu yfir veturinn er tækið á vakt og bíllinn er þá hlaðinn og til- búinn þegar leggja á af stað í næstu ferð.“ Guðlaugur segir það verða algengara að fólk fái sér efnarafal í sumarbústaði auk sólarrafhlaðna því oft sé mjög kostnaðarsamt að fá rafmagn lagt í bústaði. Einnig hugsi fólk um náttúruna. „Fólk er líka farið að hugsa meira á umhverfisvænum nótum, þetta er græn orka, hættulaus og mengunarlaus. En aðalatriðið er frelsið að vera með rafmagn hvar sem er og hvenær sem er. Með rafalinn ertu algerlega frjáls og óháður með þitt rafmagn. Svona tæki er mikið notað af Vegagerð- inni, Landsvirkjun og fleirum sem þurfa að knýja búnað fjarri byggð.“ heida@frettabladid.is Umhverfisvæn orka alls staðar Guðlaugur Jónasson, annar eigenda Fjarorku ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Metanólið er selt á brúsum en rafallinn notar það til að framleiða raforku. Hugmyndabíllinn Saab 9-X BioHybrid fær viðurkenningu. Nýjasti hugmyndabíll Saab-bíla- framleiðandans var valinn besti hugmyndabíllinn á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum. Bíll- inn, sem kallast 9-X BioHybrid, er þá annar bíllinn frá Saab sem fær þessa viðurkenningu en árið 2006 var Saab Areo X valinn besti hug- myndabíllinn. Það sem 9-X BioHybrid stendur fyrir er hugmynd Saab um eftir hverju ungir viðskiptavinir fyrir- tækisins sækjast í framtíðinni. Áræðið útlit, hátækni í samskipt- um, öryggi og léttleiki. Allt þetta sameinist í sportlegum bíl sem gaman er að aka. Stjórnandi hönn- unarteymisins var stoltur af árangrinum og sagði hópinn í skýj- unum yfir verðlaununum. Sænska bílafyrirtækið Saab var upphaflega stofnað árið 1930 til að framleiða flugvélar. Eftir seinni heimsstyrjöldina sneri það sér að bílaframleiðslu og rekur nú yfir fimmtíu söluumboð um allan heim. - rat Saab fær verðlaun 9-X BioHybrid fyrir framtíðina hjá Saab. Bensíndælan hræðir marga frá því að dæla sjálfir á bílinn. Sá ótti er óþarfur því hægt er að spara þónokkrar krónur á sjálfsafgreiðslunni. Efoy-efnarafall- inn er hljóðlátur og umhverfisvænn. Aukin ökuréttindi Næsta námskeið byrjar 22. ágúst Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Meirapróf- Nýlegir kennslubílar smur- bón og dekkjaþjónusta sætúni 4 • sími 562 6066 sumardekk heilsársdekk olís smurstöð bón og þvottur hjólbarðaþjónusta rafgeymaþjónusta bremsuklossar allt á einum stað UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 11. apríl n.k. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.