Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 20
[ ]Sebrahesta gætir þú rekist á í spennandi safaríferðum, þá helst á sléttunum í austanverðri Afríku. Sebrahestar eiga það til að ráðast á fólk. Námskeið sem nefnist Hvað er bak við hólinn? er á döfinni hjá Ferðamálaskólanum í Kópa- vogi. Á námskeiðinu Hvað er bak við hólinn? verður fjallað um vænt- ingar og óskir ferðamanna sem sækja landið heim. Þjálfun í leið- sögn og upplýsingagjöf til ferða- manna verður meðal efnis og því velt upp hvað ferðamenn vilja helst sjá og hverju þeir vilja kynn- ast hjá landi og þjóð. Kynning verður á helstu ferða- mannastöðum en líka vakin athygli á fjölbreytileika Íslands því skoð- unarverðar perlurnar leynast víða, jafnvel bak við næsta hól. Kennari á námskeiðinu er Hild- ur Jónsdóttir en það verður haldið á morgun, hinn 10. apríl, frá kl. 17- 20 eða eftir samkomulagi. - gun Hvað er bak við hólinn? Sjónarhornin eru mörg og perlurnar í landinu leynast víða. Lónsöræfi í máli og myndum Í KVÖLD VERÐUR HÆGT AÐ FRÆÐAST UM LÓNSÖRÆFI HJÁ FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS. Ferðafélag Íslands stendur í kvöld fyrir myndakvöldi þar sem sýndar verða myndir frá Lónsöræfum. Leifur Þorsteinsson hefur umsjón með kvöldinu og mun ásamt því að sýna myndirnar miðla af fróðleik sínum um svæðið. Lónsöræfin eru ein af náttúruperlum landsins og sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína þangað. Myndakvöldið fer fram í húsakynnum Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst klukkan átta. Aðgangseyrir er 600 krónur. Þótt meðlimir lúðrasveitarinnar Svansins leggi sig alla fram á vortónleikunum í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld er óvíst að þeim verði tekið sem rokkstjörnum eins og í þýska bænum Bad Orb. Guðrún Björg Ingimundardóttir kann að lýsa því. „Bad Orb er smábær í Suður-Þýskalandi. Þar eru 60 prósent íbúanna yfir 65 ára aldri og aðalverslanirnar eru apótek. Þarna eru yndisleg kaffihús en engir skemmtistaðir og allt ofboðslega friðsælt, litlir garðar, krúttlegar ísbúðir og lífið í allt öðru tempói en hjá okkur. Í Bad Orb eru haldin lúðrasveitamót í septemb- er annað hvert ár og þangað koma um 20 lúðrasveitir alls staðar að. Við í Svaninum vekjum samt ávallt athygli, kannski af því við komum fljúgandi en hinar sveitirnar eru frá meginlandinu. Að minnsta kosti er okkur alltaf tekið eins og stórum poppstjörnum. Tveir menn sem eru par og reka bensínstöðina í þorpinu eru okkar menn á svæðinu. Þeir heita Christoph og Christof og stjana við okkur, sýna okkur allt og eru duglegir að koma okkur á framfæri.“ Guðrún segir mótin ávallt haldin í risastóru tjaldi með endalausum langborðum, bar og sviði. Þar marseri sveitirnar inn ein af annarri. „Þegar við Íslendingarnir göngum inn þá ætlar allt um koll að keyra. Það er dansað uppi á borðum, klappað og öskrað og ég veit ekki hvað og hvað. Við veljum líka alltaf dálítið hress og skemmtileg lög, hinir eru kannski meira í hefðbundnum mörsum en við komum með James Bond-lög, Stuðmannalög og önnur sem hleypa fjöri í mannskapinn. Mótið stendur frá fimmtudegi til mánudags, það er spilamennska á torgum og götuhorn- um úti um allan bæ og alltaf eitthvað um að vera í tjaldinu á kvöldin, Týrólaband að spila, dansiböll og fjör. Ekki spillir veðrið. Við höfum alltaf verið í glampandi sól og allt að 30 stiga hita. Margir líta á þetta sem byrjunina á októberfest. Svona forskot á sæluna.“ Meðlimir Svansins eru á aldrinum 16 til 55 ára að sögn Guðrúnar Bjargar sem byrjaði að spila með árið 2003. Hún segir um 30 starfandi í sveitinni. „Svo erum við með fólk á sporbaug í kring sem kemur inn í þegar þarf,“ segir hún kankvís og kemur því að í lokin að vortónleikarnir séu í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20. Þar sé aðgangur ókeypis og öllum heimill. gun@frettabladid.is Tekið sem rokkstjörnum Bad Orb er friðsæll bær og lífið allt í föstum skorðum nema þegar um 20 lúðrasveitir gera innrás annað hvert ár. „Við spilum á sundlaugarbakka og skellum okkur svo í sund á eftir,“ lýsir Guðrún Björg. Guðrún er á fjórða starfsári með lúðrasveit- inni Svaninum og hefur farið með henni í nokkur ferðalög. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.