Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 34
26 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Síðustu leikirnir í átta
liða úrslitum Meistaradeildar
Evrópu fara fram í kvöld þegar
Manchester United tekur á móti
Roma og Schalke heimsækir Bar-
celona.
Leikur United og Roma er fyrir
margra hluta sakir áhugaverður.
Mikið hefur verið fjallað um
seinni leik liðanna í átta liða
úrslitunum á Old Trafford fyrir
tæpu ári þegar United slátraði
Roma 7-1 sem var og er stærsti
sigur í sögu útsláttarkeppni
Meistaradeildarinnar. United
getur hins vegar með sigri í kvöld
slegið annað met en liðið hefur nú
þegar unnið tíu heimaleiki í röð í
Meistaradeildinni, sem er met
sem liðið deilir með Juventus.
United stendur vel að vígi fyrir
leikinn í kvöld eftir 0-2 sigur á
Ólympíuleikvanginum í Róm í
síðustu viku en liðið verður án
Nemanja Vidic, og Rio Ferdinand
er tæpur fyrir leikinn. Knatt-
spyrnustjórinn Sir Alex Ferguson
á þó marga möguleika í stöðunni
með þá John O‘Shea, Gerard
Pique, Gary Neville og Mikael
Silvestre alla leikfæra.
Roma verður sem fyrr án
Francesco Totti auk þess sem
Alberto Aquilani er tæpur vegna
meiðsla en Simone Perotta kemur
aftur í liðið eftir leikbann.
Philippe Mexes, varnarmaður
Roma, er ekki tilbúinn að gefast
upp.
„Það er aldrei að vita hvað
getur gerst í fótbolta og við erum
ekkert hættir,“ sagði Mexes.
Schalke á ekki öfundsvert verk
fyrir höndum gegn Barcelona á
Nývangi eftir 0-1 tap á heimavelli
í síðustu viku og sparkspekingar
eru sumir þegar farnir að tala um
einvígi United og Barcelona.
Samuel Eto‘o, framherji Barce-
lona, er bjartsýnn fyrir leikinn.
„Ég ætla ekki að fara leynt með
að möguleikar okkar á að komast
áfram eru frábærir en við verð-
um samt að leggja hart að okkur
til þess að svo verði,“ sagði Eto‘o
í viðtali við heimasíðu UEFA. - óþ
Manchester United og Barcelona eru í góðri stöðu til að tryggja sig í undanúrslit Meistaradeildarinnar:
Slær United met í Meistaradeildinni?
SNILLINGUR Allir munu fylgjast með
Cristiano Ronaldo í kvöld en hann skor-
aði sitt sjöunda mark í Meistaradeildinni
í síðustu viku. NORDIC PHOTOS/GETTY
LEIKIR KVÖLDSINS
Manchester United-Roma
Beint á Stöð 2 Sport kl. 18.45
Barcelona-Schalke
Beint á Stöð 2 Sport 3 kl. 18.45
Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson var í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis í
handknattleik. Aðalsteinn hefur undanfarin ár stýrt liði Stjörnunnar með
góðum árangri og þar áður liði ÍBV sem hann gerði að Íslandsmeistur-
um líkt og með Stjörnuna. Aðalsteinn hafði lýst því yfir að hann væri
hættur í þjálfun í bili en hefur nú snúist hugur.
„Þetta átti sér langan aðdraganda. Ég var ekki á leið í þjálfun en
stjórnarmenn Fylkis voru afar sannfærandi og kynntu fyrir mér áhuga-
vert verkefni þar sem ég fæ að stýra starfinu eftir minni hugmynda-
fræði. Þetta er spennandi hópur með efnilegum leikmönnum og mikil
tækifæri í Árbænum til góðra verka,“ sagði Aðalsteinn Reynir, sem
hafnar því að peningar séu ástæðan fyrir því að hann fer til Fylkis.
„Þetta er mín atvinna en ég er ekki að elta peninga og það vita þeir
sem hafa ráðið mig í vinnu. Ég þarf samt að eiga ofan í mig og á. Pen-
ingar voru ekki stærsti áhrifavaldurinn í þessari ákvörðun. Ég vil ekkert
tjá mig um launin en ég er á nokkuð sléttu. Menn verða samt seint ríkir
í þjálfun á Íslandi. Ég er meira í þessu af hugsjón en peningum,“ sagði
Aðalsteinn.
Hann hefur verið mörg ár í Garðabænum. Var alinn upp þar og er svo
búinn að stýra aðalliðinu síðustu þrjú ár. „Ég var kominn á endastöð
með þennan hóp. Hef þjálfað margar þeirra síðan þær
voru ellefu ára gamlar og hef verið stór þáttur í þeirra
íþróttalífi. Samstarfið hefur verið gott en einhvern
tímann verður að skera á naflastrenginn,“ sagði
Aðalsteinn, sem vildi ekki fara í önnur félög en að
vel athuguðu máli ákvað hann samt að taka tilboði
Fylkis.
„Stjarnan bauð mér fínt skrifstofustarf en ég er
enginn skrifstofukall heldur þjálfari. Mér
finnst gaman að byggja upp og ég held
að það hafi verið ótímabært að hætta
á þessum tímapunkti þar sem ég
get enn gefið mikið af mér þar
sem ég hef mikla þekkingu og
reynslu. Ég á ferilskrá sem
er ein sú besta sem sést á
pappír,“ sagði Aðalsteinn,
sem ætlar ekki að taka með
sér leikmenn úr Stjörnunni.
AÐALSTEINN REYNIR EYJÓLFSSON: TEKUR VIÐ KVENNALIÐI FYLKIS Í HANDKNATTLEIK
Ferilskráin mín er ein sú besta sem sést á pappír
> Hækka sektir um fimm hundruð prósent
Knattspyrnusamband Íslands hefur hækkað verulega
sektir vegna úrsagna úr mótum frá og með 10.
apríl næstkomandi. Á heimasíðu
sambandsins er vitnað í reglugerð
KSÍ um knattspyrnumót. „Lið, sem
dregur sig út úr móti fyrir 10. apríl,
skal sæta sekt að upphæð kr. 10.000
í meistaraflokki og kr. 5.000 í öðrum
flokkum. Frá og með 10. apríl og þar
til keppni hefst eru sambærilegar
sektir kr. 50.000 í meistaraflokki og
kr. 20.000 í öðrum flokkum.“ Þetta
þýðir hækkun upp á fimm hundruð
prósent.
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar þurfa að
fá meira frá fyrirliða sínum,
Magnúsi Þór Gunnarssyni, ætli
þeir að jafna undanúrslitaeinvígið
gegn ÍR í Iceland Express-deild
karla. Annar leikur liðanna fer
fram í Seljaskóla klukkan 19.15 í
kvöld.
Magnús Þór klikkaði á 10 af 12
skotum sínum í fyrsta leiknum,
sem Keflavík tapaði 87-92 í
framlengingu, en hann skoraði þá
7 af 9 stigum sínum í framleng-
ingunni.
Keflavík jafnaði hins vegar
einvígið með 72-98 sigri í öðrum
leiknum í Seljaskóla þar sem
Magnús skoraði 15 stig og hitti úr
5 af 8 þriggja stiga skotum sínum.
Keflvíkingar unnu einvígið síðan
3-1 og urðu Íslandsmeistarar. - óój
Einvígi Keflavíkur og ÍR:
Magnús lykill
að endurkomu?
MIKILVÆGUR Magnús Þór Gunnarsson,
fyrirliði Keflavíkur.
KÖRFUBOLTI Það má telja líklegt að
ÍR-ingar leggi ofurkapp á að
stoppa Keflvíkinginn Tommy
Johnson í öðrum undanúrslitaleik
liðanna í Seljaskóla í kvöld.
Tommy Johnson var aðeins með 8
stig og 27 prósenta skotnýtingu í
fyrsta leik ÍR og Keflavíkur.
Keflvíkingar hafa tapað öllum
fjórum leikjum sínum í vetur þar
sem Johnson hefur ekki náð að
brjóta tíu stiga múrinn en aftur á
móti unnið 21 af 22 leikjum þar
sem hann hefur skorað 11 stig eða
meira.
Tommy var með 19,3 stig að
meðaltali og 40,6 prósenta þriggja
stiga skotnýtingu í 18 sigurleikj-
um Keflavíkur í deildinni í vetur
en í tapleikjunum fjórum var
hann hins vegar aðeins með 9,0
stig og 17,6 prósenta þriggja stiga
skotnýtingu. - óój
Keflavík og ÍR mætast í kvöld:
Nóg að stoppa
Tommy?
Meistaradeild Evrópu:
Liverpool-Arsenal 4-2
0-1 Abou Diaby (13.), 1-1 Sami Hyypia (30.), 2-1
Fernando Torres (69.), 2-2 Emmanuel Adebayor
(84.), 3-2 Steven Gerrard, víti (85.), 4-2 Ryan
Babel (90.).
Chelsea-Fenerbahce 2-0
1-0 Michael Ballack (4.), 2-0 Frank Lampard (87.)
Enska úrvalsdeildin:
West Ham-Portsmouth 0-1
0-1 Niko Kranjcar (61.)
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Tvö ensk félög bókuðu
farseðilinn í undanúrslit Meist-
aradeildarinnar í gær. Liverpool
lagði þá Arsenal, 4-2, í mögnuðum
leik og á meðan vann Chelsea
þægilegan sigur á Fenerbahce, 2-
0.
Fyrri hálfleikur á Anfield í gær
var stórkostleg skemmtun. Bæði
lið mættu gríðarlega grimm til
leiks og ætluðu augljóslega að
selja sig dýrt. Diaby kom Arsenal
yfir með skoti í teignum eftir mjög
góða sókn gestanna.
Heimamenn gáfust ekki upp og
Sami Hyypiä jafnaði metin með
stórkostlegum skalla sem fór í
stöngina og inn. Nokkuð hægðist á
leiknum í síðari hálfleik eins og
búast mátti við. Lítið var um opin
færi og leikurinn var algjörlega
stál í stál þegar Fernando Torres
kom Liverpool yfir með stórglæsi-
legu marki tuttugu mínútum fyrir
leikslok. Hann fékk þá háa send-
ingu í teiginn, sneri Senderos auð-
veldlega af sér og hamraði bolt-
ann í markhornið fjær.
Theo Walcott átti ótrúlegan
sprett upp völlinn sjö mínútum
fyrir leikslok. Lék á hvern Liver-
pool-manninn á fætur öðrum og
gaf boltann í teiginn þar sem
Adebayor var einn á auðum
sjó og lagði boltann auðveld-
lega í netið.
Leikmenn Arsenal voru
enn að fagna þegar Ryan
Babel braust í gegnum vörn
Arsenal, sem endaði með því
að brotið var á honum í teign-
um. Ákaflega
klaufalegt.
Steven Gerr-
ard tók vítið og
skoraði örugglega úr vít-
inu. Arsenal setti alla
menn í sóknina undir
lokin og Liverpool refsaði
með langri sendingu á Babel
sem stakk varnarmann af og
lagði boltann smekklega í
netið. „Þetta var
líklega ein versta
frammistaða mín
í Liverpool-bún-
ingi en ég hafði
samt alltaf trú á því
að ég myndi skora
úr vítinu,“ sagði
Steven Gerrard,
fyrirliði Liver-
pool, eftir leik-
inn. „Arsenal er
með frábært lið
sem yfirspilaði
okkur á köflum en
það vorum við sem
stóðum uppi sem siguvegarar,“
sagði Gerrard en bæði hann og
Ryan Babel hrósuðu stuðnings-
mönnum sérstaklega.
Chelsea byrjaði leikinn gegn
Fenerbahce með miklum látum en
Michael Ballack kom liðinu yfir
með góðum skalla eftir aðeins
fjórar mínútur.
Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Frank Lampard gerði svo út um
leikinn, og rimmuna, þrem mínút-
um fyrir leikslok með marki af
stuttu færi eftir laglegan undir-
búning hjá Michael Essien.
henry@frettabladid.is
Sjö daga stríðinu lokið
Liverpool vann sjö daga stríðið gegn Arsenal með mögnuðum sigri, 4-2, í loka-
orrustu félaganna. Liverpool er þar með komið í undanúrslit Meistaradeildar
Evrópu þar sem það mætir Chelsea, sem vann Fenerbahce örugglega, 2-0.
GLEÐI OG SORG Steven Gerrard og Fernando Torres skoruðu enn eina ferðina fyrir
Liverpool. Leikmenn Arsenal voru svo eðlilega svekktir. Hér til hliðar fagna síðan
Ballack og Kalou marki þess fyrrnefnda. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Það voru engir timbur-
menn hjá leikmönnum Port-
smouth í gær þegar þeir mættu
West Ham skömmu eftir að hafa
tryggt sér sæti í úrslitum enska
bikarsins.
Lokatölur 1-0 fyrir Portsmouth
en það var Króatinn Niko
Kranjcar sem skoraði eina mark
leiksins um miðjan síðari hálfleik.
West Ham náði aldrei að ógna
Portsmouth eftir markið en
leikurinn þótti í daufari kantin-
um.
Hermann Hreiðarsson var í
byrjunarliði Portsmouth, spilaði
allan leikinn og þótti standa sig
vel.
Talsverðar breytingar voru á
liði Portsmouth sem byrjuðu án
Kanu, Jermain Defoe og Milan
Baros. - hbg
Enska úrvalsdeildin:
Portsmouth
lagði West Ham
MARKI FAGNAÐ Niko Kranjcar fagnar hér
marki sínu í gær með félögum sínum.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES