Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 16
16 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Örvæntingarfullar tilraunir Seðlabanka Bandaríkjanna til að halda amerísku hagkerfi á floti eru stórmerkilegar fyrir að minnsta kosti tvær ástæður. Í fyrsta lagi að þar til nýlega var það viðtekin skoðun að Bandaríkin kæmust hjá kreppu. Nú blasir hún við. Í öðru lagi virðast aðgerðir Seðlabankans ekki bera árangur. Þvert á móti harðnar enn á dalnum. Fjármálakreppan í Bandaríkjun- um er að miklu leyti tilkomin af völdum Seðlabankans. Höfuðá- byrgð ber enginn annar en Alan Greenspan, fyrrverandi seðla- bankastjóri, sem skildi eftirmann sinn, Ben Bernanke, eftir í bobba. En Bernanke var í ábyrgðarstöðu innan Seðlabankans í stjórnartíð Greenspan og kom heldur ekki auga á vaxandi vandamál í stefnu bankans. Upphaf vandans Fjármálakreppan í dag á rætur að rekja til ársins 2001, þegar netbólan sprakk og hryðjuverka- menn létu til skarar skríða í New York. Það var þá sem Seðlabank- inn skrúfaði frá peningaflæðinu til að hindra að hægði á hjólum efnahagslífsins. Fé var dælt í bandarískt hagkerfi og stýrivextir lækkaðir úr 3,5 prósentum árið 2001 niður í aðeins eitt prósent. Þessum vöxtum var haldið of lágum of lengi. Þessar aðgerðir Seðlabankans gera lántökur auðveldari og ódýrari gegnum allt hagkerfið. Þær geta einnig veikt gjaldmiðil- inn og ýtt undir verðbólgu. Allt þetta gerðist í Bandaríkjunum. Athyglisvert var að nýju lántökurnar voru aðallega bundnar við fasteignir. Það á vissulega yfirleitt við að lágir stýrivextir ýta undir húsnæðiskaup, en í þetta sinn, eins og frægt er orðið, tóku viðskipta- og fjárfestingarbankar að bjóða upp á nýjar leiðir til að lána fólki með lélegt lánstraust. Seðlabankinn hafði ekki eftirlit með þessari vafasömu iðju. Svo til allir gátu fengið húsnæðislán, með lítilli eða jafnvel engri útborgun, og vaxtagreiðslum var frestað um mörg ár fram í tímann. Aukin eftirspurn leiddi til hækkana á fasteignaverði. Bankar töldu því óhætt að lána til fólks með lélegt lánstraust. Ef það lenti í vanskilum væri jú hægt að gera eignarnám í húsi sem væri orðið verðmætara en áður. Þannig hljóðaði kenningin að minnsta kosti. Auðvitað gilti hún aðeins svo lengi sem húsnæðisverð hélt áfram að hækka. Þegar hámarkinu væri náð og verðið lækkaði varð minna svigrúm fyrir lánveitingar og bankarnir þurftu að gera eignarnám í húseignum þar sem verðmæti nam ekki skuldum. Hið ótrúlega var hvernig Seðlabankinn, undir forystu Greenspans, stóð aðgerðalaus hjá meðan fasteignabólan sótti í sig veðrið og beið þess að springa. Fasteignabólan náði hámarki á árunum 2006 og 2007. Uppgjör bankanna fylltu háar upphæðir af áhættusömum húsnæðislánum, sem var pakkað í svo flóknar umbúðir að erfitt var að leggja mat á áhættuna. Bankarnir fóru að draga úr lánum og vanskil jukust. Fasteignaverð náði hámarki þegar hægðist á lánveitingum og í kjölfarið fór verðið að lækka. Fasteignabólan sprakk síðastliðið haust og bankar sem lánað höfðu mikið fé til fasteignakaupa töpuðu háum fjárhæðum og reið það sumum að fullu, til dæmis Bear Stearns. Situr við sinn keip Frá því í haust hefur Seðlabankinn verið að lækka stýrivexti í þeim tilgangi að bægja frá kreppu og aðstoða banka í slæmri stöðu. En í þetta sinn er féð ekki notað til húsbygginga heldur í vörur og erlenda gjaldmiðla. Stefna Seðlabankans kyndir nú undir verðbólgunni í stað þess að draga úr henni. Verð á olíu, matvælum og gulli hefur rokið upp í sögulegar hæðir en dollarinn hrunið í sögulegar lægðir. Evran kostar nú um 1,60 dollara en kostaði 0,90 dollara í janúar 2002. Í örvæntingarfullri tilraun til að bægja kreppunni frá heldur Seðlabankinn hins vegar áfram að dæla fé í hagkerfið og knýr þannig verðbólguna áfram. Seðlabankinn getur ekki úr þessu komið í veg fyrir hnignun í bandarísku efnahagslífi, að minnsta kosti til skamms tíma en jafnvel lengur. Óbreytt peninga- stefna mun ekki koma í veg fyrir hrun heldur gæti hún hrint af stað kostnaðarverðbólgu – verðbólgu og samdrætti í efnahagslífi. Seðla- bankinn ætti að reyna að koma í veg fyrir lausafjárskort, halda verðbólgu í skefjum og forðast að seilast í vasa skattgreiðenda til að bjarga bönkum úr klípu sem þeir komu sér í með glæfraskap. Áhrifanna af þessum atburðum mun gæta að einhverju leyti um allan heim. Það eru hins vegar ágætar líkur á að niðursveiflan í Bandaríkjunum verði bundin við Ameríku. Skaðinn sem heims- byggðin verður fyrir þarf að mínu mati ekki að vera mikill. Höfundur er hagfræðiprófessor og forstjóri Earth Institute við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjun- um. ©Project Syndicate, 2008. (Millifyrirsagnir eru Fréttablaðsins.) JEFFREY SACHS Í DAG | Fjármálakreppa í Bandaríkjunum Rætur kreppunnar UMRÆÐAN Skipulagsmál Það var fagnaðarefni að heyra af sam-komulagi samgönguráðherra og borgar- yfirvalda um að hefja skuli byggingu á samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Eins og áður hefur komið fram hjá mér tel ég mikilvægt að slíkri framkvæmd verði hraðað, þannig að nokkur hundruð þúsund farþegar sem um flugvöllinn fara á hverju ári, fái boðlega þjónustu og að þau fyrirtæki sem hana veita geti skapað starf- semi sinni og starfsfólki sómasamlega aðstöðu. Í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að þetta er eitt mikilvægasta skrefið í að tryggja áframhaldandi rekstur Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað um ókomna framtíð. Á sama tíma og ég fagna þessum áfanga vil ég þó lýsa efasemdum mínum um að miðstöð fyrir almenningsvagna, hópferða- og leigubíla þurfi að setja niður á sama stað. Þó vissulega sé gott landnæði í Vatnsmýri eru takmörk fyrir því hversu öflugum umferðarmannvirkjum verður hægt að koma fyrir á svæðinu. Ég fæ ekki séð nauðsyn þess að miðstöð hópferðabíla og almenningsvagna sé nauðsynleg í sama húsnæði og flugstöð. Það þarf eingöngu að tryggja gott aðgengi þessara þjónustuaðila og tíðar áætlanir almenningsvagna við svæðið. Miklu nær væri að byggja aðstöðu fyrir hópferðabíla í jaðarbyggð borgarinnar og losa okkur þannig við umferð þessara stóru tækja í gegnum alla borgina. Þær framkvæmdir sem þegar eru í gangi og fyrirhugaðar eru munu auka umferðar- þunga á svæðinu gríðarlega. Það mikið að ég hef miklar efasemdir um réttlætingu þeirra allra. Reikna má með að umferð um 4.000 manna bætist á svæðið á næsta ári með tilkomu Háskóla Reykjavíkur. Þá hefur nefnd sem skipuð var af heilbrigðisráðherra skýrt frá niðurstöðu sinni um að staðsetja skuli nýtt sjúkrahús í Vatnsmýrinni. Enga skýrslu sem styður þá niðurstöðu hef ég reyndar séð enn, þrátt fyrir fyrirspurnir, og þannig vantar enn þann rökstuðning fyrir málinu sem ég vil sjá. Ég hef haft efasemdir um þessa byggingu og staðsetningu hennar á þessum stað. Mér finnst liggja nær að staðsetja hana þannig að umferðarmannvirki sem fyrir eru séu nýtt í gagnstæða átt við megin umferðarþunga á álagstímum. Því markmiði sé ég fyrir mér að mætti ná með því að velja þessu mannvirki staðsetningu á Vífilsstöðum. Önnur góð rök liggja því einnig til grundvallar. Höfundur er alþingismaður. Enn um Vatnsmýri JÓN GUNNARSSON Traustir vinir Íslenskir ráðamenn eru ekki mikið fyrir að raupa af vinfengi sínu við erlend fyrirmenni. Kemur það því iðulega skemmtilega á óvart þegar fréttist að slíku sambandi, til dæmis þegar Al Gore upplýsti á blaðamannafundi á Bessastöðum að hann og Ólafur Ragnar hefðu verið nánir vinir í áratugi. Það vissu ekki margir. Skemmst er líka að minnast traustra vináttubanda Davíðs Oddssonar og George Bush Bandaríkjaforseta, sem voru víst helsta ástæðan fyrir því að Bandaríkjaher dvaldi hér á landi jafn lengi og hann gerði. Já, vin sínum skal maður vinur vera, eins og segir í Hávamálum. Óvild yfir Atlantsála Þeir Bush og Gore tókust á í víðfræg- um forsetakosning- um árið 2000, þar sem sá fyrrnefndi hafði betur eftir mikið stapp. Fræg- ara er en þurfi að nefna að litlir kærleikar voru á milli Davíðs og Ólafs Ragnars þegar þeir flugust á í stjórnmálum á sínum tíma. Kannski helgaðist óvild þeirra í garð hvors annars einmitt af vinskap þeirra við erkifjendurna bandarísku. Hvað segir ekki annað spakmæli úr Hávamálum: En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. Ólesinn Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í gær. Var hann henni sammála í flestum atriðum. Athygli vakti hins vegar að Bjarni tók fram að minnsta kosti í tvígang að hann hafði ekki lesið skýrsluna til hlítar. Er ekki hægt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir lesi skýrslur sem þeir eru að tala um í þinginu? bergsteinn@frettabladid.is Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com A l Gore flutti fyrirlestur sinn í Háskólabíói í gær. Fyr- irlesturinn var að uppistöðu sá sami og Gore flytur í hinni verðlaunuðu kvikmynd sinni, Óþægilegum sannleika. Al Gore er stjórnmálamaður og atvinnufyrirlesari. Hann dansar um sviðið og bregður upp myndum sem sumar eru sláandi. Hlutirnir ganga hratt fyrir sig, dregin er upp skýr mynd og hún er dökk. Þessi aðferð Als Gore hefur verið gagnrýnd. Sumir halda því einnig fram að ekki byggi allt sem hann segir á traustum upplýsingum. Hinir virðast þó mun fleiri sem hafa trú á því að sú mynd sem Al Gore dregur upp af framtíð lífs á jörðinni með síhækkandi hlutfalli koltvísýrings í lofthjúpi jarðar, sé í samræmi við niðurstöður virtra rannsókna. Í síðarnefnda hópnum eru flestir fræðimenn sem tjá sig um málið en í þeim fyrrnefnda einkum stjórnmálamenn og ýmsir pistlahöfundar og álitsgjafar. Loftslag á jörðinni hefur hlýnað hratt undanfarin ár, ört hraðari bráðnun jökla er einnig staðreynd og afleiðingarnar eru ekki með öllu fyrirsjáanlegar. Ljóst er líka að mannfólkið ber að minnsta kosti að einhverju leyti ábyrgð á hlýnun jarðar, þótt menn greini á um að hversu miklum hluta. Viðbrögð við þessu verða að vera á hnattrænum grunni, eng- inn getur skorast undan. Stjórnvöld í hverju landi verða að taka ábyrgð, sambönd ríkja og svo auðvitað hver og einn íbúi þess- arar jarðar. Engan þarf að undra að margföldun mannkyns á fáum ára- tugum, ásamt tæknibyltingu sem kúvent hefur bæði atvinnu- háttum og samgöngum, valdi breytingum á jörðinni. Engan þarf heldur að undra að nauðsynlegt geti verið í ljósi þessa að staldra við og leita nýrra leiða. Ljóst er að þeir íbúar jarðarinnar sem búa við velmegun geta með breyttum lífsvenjum dregið úr losun gróðurhúsaloftteg- unda án þess að tapa lífsgæðum svo nokkru nemi eða leggja efnahagskerfi í rúst. Það er því erfitt að sjá hvaða tilgangi það þjónar að reyna að gera Al Gore að loddara, jafnvel þótt sú mynd sem hann dregur kunni að vera eitthvað ýkt því ljóst er að hún getur orðið að raunveruleika, sé ekkert að gert, þótt fresturinn sé hugsanlega lengri en Gore vill vera láta. Al Gore hélt því fram í fyrirlestri sínum í gær að það væri siðferðileg afstaða að leggja sitt af mörkum til að draga úr hlýnun jarðar, ekki pólitísk. Á sama hátt og það er siðferðileg afstaða, en ekki pólitísk, að fólk eigi jafnan rétt óháð kynþætti eða kynferði. Komandi kynslóðir hljóta að eiga það skilið að við sem nú byggjum þessa jörð tökum þessa siðferðilegu afstöðu og leggj- um okkar af mörkum til þess að jörðin verði byggileg niðjum okkar. Margt er ófyrirséð en betra er að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum sem öðrum. Al Gore segir það siðferðilega skyldu jarðarbúa að leggja baráttunni gegn hlýnun jarðar lið. Að hafa vaðið fyrir neðan sig STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.