Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 14
14 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Í nýju frumvarpi við- skiptaráðherra um breytingar á lögum um aðgerðir gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðju- verka er mælst til þess að, auk Fjármálaeftirlitsins, verði Neyt- endastofu falið eftirlit með fram- kvæmd laganna. Verður Neytendastofu einkum falið að hafa eftirlit með og upp- lýsa um lagalegar skyldur ein- staklinga og fyrirtækja sem selja hluti, sem greitt er fyrir með reiðufé, að fjárhæð fimmtán þús- und evrur (1.700 þúsund krónur á núgildandi gengi) eða meira. Er þar einkum átt við seljendur dýrr- ar vöru á borð við eðalsteina, málma og listmuna, samkvæmt núgildandi lögum. Þar við bætist eftirlit með seljendum skartgripa og seljendum nýrra og notaðra bíla. Frumvarpið er lagt fram til að mæta athugasemdum alþjóðlegr- ar eftirlitsnefndar [FATF] um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í úttekt haustið 2006 kom fram að Ísland hafði einungis uppfyllt hluta tilmæla FATF um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögn- un hryðjuverka. Hefur Ísland skuldbundið sig til að samræma löggjöf og starfsreglur að tillög- um FATF. - bþs Frumvarp um aðgerðir gegn peningaþvætti kveður á um eftirlit Neytendastofu: Eftirlitsskylda nái til bílasala TIL SÖLU Eftirlit Neytendastofu með lögum gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka nær til bílasala, samkvæmt frumvarpi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Ellefu manns sem höfðu troðið sér inn í sex manna lyftu í sjúkrastofnun í borginni festust um stundarsakir inni þegar mótorinn í lyftunni brann yfir, á föstudaginn var. Fólkið tróð sér inn í lyftuna og ýtti á viðeigandi hnapp. Lyftuhurð- in lokaðist en lyftan færðist ekki úr stað. Þess í stað brann lyftumót- orinn yfir og rafmagnið sló út. Lyftuhurðin opnaðist þó fljótlega og fólkið komst út. - kg Lyfta bræddi úr sér: Ellefu inni í sex manna lyftu UMHVERFISMÁL Náttúruverndarsamtök Vestfjarða voru stofnuð á Ísafirði á laugardaginn og var Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, kjörin formaður þeirra. Hátt í hundrað manns voru viðstaddir fundinn, þar á meðal Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra. Í ályktun stofnfundar var skorað á stjórnvöld og vestfirska sveitarstjórnarmenn að standa vörð um vestfirska náttúru og nýta hana á hóflegan og skynsamlegan máta. Þá er hvatt til rannsókna á vistkerfi og verndun náttúruverðmæta. Sigríður Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn samtak- anna, segir að helstu verkefni þeirra verði að skrá náttúruminjar á svæðinu, og vonast hún til að fjárheimildir fáist fyrir stöðugildi til þess. Sigríður segir samtökin ekki stofnuð til höfuðs hugmyndum um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. „Nei, alls ekki eingöngu. Náttúran er mjög ríkur hluti af tilverunni hér vestra og samtökin verða málsvari náttúrunnar á svæðinu.“ Náttúrusamtökin byggja á gömlum grunni því árið 1971 voru stofnuð Vestfirzk náttúruverndarsamtök í Flókalundi. Samtökin voru mjög virk í um fimmtán ár, gáfu út tímaritið Kaldbak og áttu stóran þátt í friðun Hornstranda, en lognuðust síðan út af. - kóp Náttúruverndarsamtök stofnuð á ný á Vestfjörðum um liðna helgi: Samtökin verða málsvari náttúrunnar AF HORNSTRÖNDUM Forveri nýju samtakanna átti stóran þátt í friðun Hornstranda. SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR. MÓÐURÁST Gíraffamæðgin nudda saman nefjum í dýragarðinum í Hann- over í Þýskalandi í gær. Gíraffakálfur- inn fæddist 16. febrúar og er nú þegar orðinn hálfur þriðji metri á hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Frestur til að sækja um stöðu vegamálastjóra er runninn út og sóttu alls tíu um stöðuna. Þeir eru: Auður Þóra Árnadótt- ir forstöðumaður, Árni Freyr Stefánsson umferðarverkfræð- ingur, Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri, Eiríkur Bjarnason verkfræðingur, Guðrún Þóra Garðarsdóttir verkfræðingur, Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri, Gunnar Linnet forstöðumaður, Hreinn Haralds- son framkvæmdastjóri, Jón Helgason framkvæmdastjóri og Jón Sævar Jónsson framkvæmda- stjóri. - kóp Vegamálastjóri brátt ráðinn: Tíu sækjast eftir starfinu Gengið frá samningsformi Gengið hefur verið frá ráðningar- samningsformi fyrir þá kennara og starfsmenn Iðnskólans í Reykjavík sem vilja halda áfram í starfi hjá sam- einuðum skóla Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. SKÓLAMÁL Komdu og re ynsluaktu Volkswagen með sparney tinni bensín- eða d ísilvél. Prófaðu að s para Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur F í t o n / S Í A PassatGolfPolo 5,0 l/100 km 4,5 l/100 km Touran 5,9 l/100 km 5,8 l/100 km Eyðsla, miðað við TDI® vél frá Volkswagen í blönduðum akstri. Tiguan 6,9 l/100 km

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.