Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 26
18 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is CYNTHIA NIXON LEIKKONA 42 ÁRA. „Ég held að konur vilji alveg gifta sig. Hins vegar efast ég um að þær gifti sig sama hvað í dag.“ Cynthia Nixon sló í gegn sem hin harðsvíraða Mir- anda í þáttunum Beðmál í borginni fyrir nokkrum árum. MERKISATBURÐIR 1940 Þjóðverjar ráðast inn í Danmörku og Noreg. 1963 Mikið norðanrok og hörkufrost skellur á. Sex- tán sjómenn farast þenn- an dag og hinn næsta. 1967 Fyrsta Boeing 737-flugvél- in flýgur jómfrúarflug sitt. 1991 Georgía lýsir yfir sjálfstæði frá gömlu Sovétríkjunum. 1992 Manuel Noriega, fyrrver- andi einræðisherra í Pan- ama, er dæmdur fyrir átta glæpi. 1999 Ibrahim Baré Maïnassara, forseti Nígeríu, er ráðinn af dögum. 2002 Elísabet drottningarmóðir er borin til grafar frá West- minster Abbey. Múgur og margmenni fylgdi drottn- ingarmóðurinni til hinnar hinstu hvílu. Gosið í Heklu árið 1981 stóð stutt yfir og er talið vera framhald á gosi sem hófst árið áður. Eld- fjallið Hekla er 1.488 m hár eldhryggur og eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Fjallið er sunnanlands, í Rangárvalla- sýslu, og sést víða að. Hekla er fremur ungt eldfjall og nú- verandi megin- hluti hennar tal- inn vera yngri en 2.500 til 7.000 ára gamall. Fjall- ið sker sig frá öðrum íslenskum eldfjöllum að því leyti að kvikuhólf hennar er mun dýpra en í öðrum fjöllum landsins og er á um ellefu kíló- metra dýpi í jarðskorpunni. Einhver mestu hamfaragos á Íslandi áttu sér stað í Heklu fyrir 7.000, 4.500 og 2.900 árum. Þá var gosvirkni í Heklu öðruvísi. Lengra leið á milli gosa og sprengivirkni þeirra var mun meiri, en ein- göngu kom upp kísilrík gjóska og að öllum líkind- um runnu engin hraun í þess- um gosum. Um- merki um þessi gos má finna í formi gjóskulaga sem dreifðust yfir stóran hluta landsins, einkum í norðurátt. Einnig var sprengigos. Gjóskufallið frá því gosi lagði meðal ananrs byggð í Þjórsárdal í eyði. ÞETTA GERÐIST: 9. APRÍL 1981 Drottningin Hekla gaus á ný Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Guðlaugsson Húnabraut 30, Blönduósi, lést 2. apríl. Útförin fer fram í Blönduóskirkju föstu- daginn 11. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamleg- ast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á orgelsjóð Blönduósskirkju. Ingibjörg Þ. Jónsdóttir Skarphéðinn H. Einarsson Sigrún Kristófersdóttir Jón Karl Einarsson Ágústa Helgadóttir Kári Húnfjörð Einarsson Ingunn Þorláksdóttir Magdalena Rakel Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Elín Rósa Finnbogadóttir Rauðagerði 39, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. apríl kl. 13.00. Kristján Sigurgeir Guðmundsson Finnbogi G. Kristjánsson Gunnhild Ólafsdóttir Guðrún Þ. Kristjánsdóttir Birgir Óskarsson Elín Rósa Finnbogadóttir Steingrímur Waltersson Kristján Guðmundur Birgisson Kristbjörg Steingrímsdóttir Finnbogi Steingrímsson Ólafur Jón Einarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Geir Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudag- inn 11. apríl kl. 11.00. Ásta Lúðvíksdóttir Gunnar Geirsson Guðfinna Kristjánsdóttir Lúðvík Geirsson Hanna Björk Lárusdóttir Hörður Geirsson Jóhanna S. Ásgeirsdóttir Ásdís Geirsdóttir Jón Páll Vignisson Þórdís Geirsdóttir Guðbrandur Sigurbergsson og barnabörn. 80 ára afmæli Á miðvikudaginn 9. apríl verður heiðurskonan Þorbjörg Jóhannesdóttir áttræð. Í tilefni dagsins tekur Þorbjörg á móti gestum í sal safnaðar- heimilis Fríkirkjunnar að Laufaásvegi 13 á milli 18.00 og 20.00. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Bjarni Pétursson Hjallabraut 15, Hafnarfirði, lést af slysförum laugardaginn 5. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórunn S. Kristinsdóttir Bjarni Þór Bjarnason Þórunn Guðmundsdóttir Kristinn Ásgeir Bjarnason Helga Lára Kristinsdóttir Berglind Bjarnadóttir Jón Andrés Valberg Gústaf Bjarni og Emil Gauti Valberg Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Inga Hjartardóttir Gnoðarvogi 22, sem lést þann 2. apríl sl. verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, fimmtudaginn 10. apríl, kl. 13.00. Jens Gíslason Ingveldur Gísladóttir Ragna B. Gísladóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Samband íslenskra framhaldsskóla- nema, SÍF, var stofnað í fyrrahaust. Sambandið er hagsmunafélag fram- haldsskólanema og eru flestir fram- haldsskólar landsins meðlimir. Í dag er í fyrsta sinn haldinn forvarnadagur sambandsins sem verður fagnað með óvenjulegum hætti á Laugum. „Hverju nemendafélagi var í sjálf- vald sett hvernig dagskrá færi fram þennan dag í sínum skóla,“ segir Gunnar Sigfússon, forseti nemenda- félags framhaldsskólans á Laugum. „Okkur fannst þá tilvalið að fara í mót- mælagöngu því það er þónokkuð sterk upplifun. Síðan ákváðum við að það væri náttúrlega gáfulegra og flott- ara að fara í meðmælagöngu,“ segir Gunnar sem mun ásamt skólafélög- um, starfsfólki skólans og kennurum, ganga fjögurra klukkustunda leið frá skólanum yfir Fljótsheiði að Goðafossi í dag. Ekki til að mótmæla heldur til að mæla með. „Við ætlum að hafa tákn- ræna athöfn við Goðafoss, þar sem við mælum með kærleika, friði, rétt- læti, heilbrigði, menntun, samkennd og von. Síðan ætlum við að henda í fossinn steinum sem tákna hið and- stæða og þar með losa okkur við það slæma. Þetta er eins konar spegill á söguna við þennan foss,“ segir Gunnar. Upphaflega hugmyndin að forvarna- deginum kom frá SÍF. Að sögn Gunn- ars er markmiðið að gera sýnilegt það góða sem ungt fólk í framhaldsskól- um landsins stendur fyrir. „Við höfum orðið þónokkuð vör við neikvæða um- fjöllun til dæmis í fjölmiðlum þar sem ungt fólk er mikið bendlað við óheil- brigt líferni. Þess vegna langaði okkur að sýna líka það fólk sem minna fer fyrir og er meirihluti framhaldsskóla- nema. Nefnilega hugsandi fólk með heilbrigðar skoðanir,“ segir Gunn- ar sem vonast til þess að gangan verði að árlegum viðburði. Hann segir fjöl- breytta dagskrá fara fram í dag víða um land. Ýmist fyrirlestrar og önnur fræðsla til að vekja áhuga og athygli á forvörnum og jákvæðu starfi fram- haldsskólanema. Gunnar segir nem- endafélagið hafi fengið góðar mót- tökur varðandi hugmyndina og á Laug- um ríki almenn bjartsýni varðandi daginn. „Ungt fólk í dag er mjög mis- jafnt eins og mannfólkið flest. Og það eru skiptar skoðanir á því hvernig líf- erni unglingar lifi í dag. Hins vegar held ég að rosalega margir framhalds- skólanemar séu meðvitaðir um andlegt og líkamlegt heilbrigði,“ segir Gunn- ar sem er sjálfur á öðru ári á íþrótta- braut, en vill ekki gefa neitt út um það hvað hann ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. Hann segir Laugaskóla bjóða nemendum góðar aðstæður til heilbrigðs lífs og að nemendur séu að sjálfsögðu uppteknir af heilsunni. „Hér er frábær aðstaða til íþróttaiðk- unar, tuttugu og fimm metra sundlaug, frjálsíþróttavöllur, íþróttasalur og lyft- ingasalur sem er ókeypis fyrir alla nemendur,“segir Gunnar sem hlakk- ar mikið til meðmælagöngunnar sem hefst klukkan 15.00 í dag að fram- haldsskólanum á Laugum. rh@frettabladid.is MENNTASKÓLINN Á LAUGUM: FORVARNADAGUR HALDINN Í FYRSTA SINN Meðmæli við Goðafoss HUGUR Í UNGU FÓLKI Gunnar segir mikilvægt að ungt fólk sem er að gera góða hluti sé einnig sýnilegt. Hann segist einnig vona að forvarna- dagurinn verði hefð í framhaldsskólum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.