Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2008 21 Síðustu Háskólatónleikar annar- innar fara fram í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Þar koma fram þau Auður Gunnarsdóttir sópransöng- kona og Jónas Ingimundarson píanóleikari og flytja tónlist eftir Jónas sjálfan, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson. Einnig flytja þau útsetningar Þorkels Sigurbjörnssonar á íslenskum þjóðlögum. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur, eldri borgarar og öryrkjar fá miðann á 500 krónur, en nemendur Háskóla Íslands fá frítt inn. - vþ Jónas og Auð- ur í hádeginu JÓNAS INGIMUNDARSON Kemur fram ásamt Auði Gunnarsdóttur á síðustu Háskólatónleikum annarinnar. Nú stendur fyrir dyrum í Gavella- leikhúsinu í Zagreb í Króatíu frumsýning hinn 11. apríl á leikritinu Pabbastrák eftir Hávar Sigurjónsson. Leikstjóri er Franca Percovic. Gavella- leikhúsið er annað af tveimur stærstu leikhúsum Króatíu, með um fjörutíu fastráðna leikara og þrjú leiksvið. Fjöldi uppfærslna er um fimmtán á ári. Verkefnaval leikhússins virðist mjög fjöl- breytt, klassísk leikrit og nútímaleikrit, óperur og söngleik- ir. Pabbastrákur var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í september 2003 í leikstjórn Hilmars Jónssonar og var valið sem framlag Íslands 2004 á leiklistartvíæringinn í Wiesbaden sem helgaður er nýrri leikritun í Evrópu. Leikritið vakti þar talsverða athygli og hefur verið kynnt víða síðan og þýtt á þýsku, ensku og dönsku, auk króatísku. Verkið var meðal annars kynnt á leiklistarhátið í Motovun í Króatíu í júlí 2006 og varð það kveikjan að þeirri uppfærslu sem nú stendur fyrir dyrum í Gavella-leikhúsinu í Zagreb. Þess má reyndar einnig geta að í mars sl. var verkið flutt í króatíska ríkisútvarpinu í sjálfstæðri uppfærslu. - pbb Pabbastrákur í Króatíu LEIKLIST Hávar Sig- urjónsson leikskáld og leikstjóri Leikfélag Reykjavíkur hefur óskað eftir að gera athugasemd við gagnrýni sem birtist hér á menningarsíðunni á mánudag. Verk Line Knutzon sem frumsýnt var á Litla sviði á laugar- dag heitir Gítarleikararnir en ekki Gítaristarnir eins og það var kallað. Þá vill Leikfélagið ítreka að ljóðin sem sungin eru í sýningunni við ný lög Björns Jörundar eru eftir Knutzon og þýdd af Sigurði Hróarssyni. Þær ljós- myndir sem hafa birst úr sýningunni hér í blaðinu að undanförnu eru eftir Grím Bjarnason. Er beðist velvirðingar á rangri nafngift verksins í leikdómi. - pbb LEIÐRÉTTING Kvikmynda- og myndbandslistahátíðin 700IS Hreindýraland fór fram á Egilsstöðum og fleiri stöðum á Austurlandi dagana 29. mars til 5. apríl. Um 600 manns mættu á hátíðina í ár, sem hófst með formlegri opnun í menn- ingarsetrinu Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Á opnuninni var meðal annars boðið upp á tónlistargjörninginn Hanaegg, sem er samstarfsverkefni Þuríðar Jónsdóttur, Ólafar Nordal og Ásgerðar Júníusdóttur. Jafnframt var sýnt graffiti-verk með vídeóinnsetningu, en höfundar þess eru Sigrún Lýðsdóttir og Tom Goulden. Við sama tækifæri var formlega opnuð sýning á þeim tæplega sjötíu verkum sem voru valin úr fjölda innsendra kvikmynda- og myndbandsverka. Verðlaun voru veitt á opnuninni en þau hlutu Þjóðverj- inn Max Hattler fyrir verk hátíðarinnar og Þórður Grímsson fyrir hið íslenska verk hátíðarinnar. Mikið var um að vera vikuna sem hátíðin stóð yfir og má þar nefna rússneska kvik- myndadagskrá, sýningar á Skriðuklaustri, á Hreindýraslóð og í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Lokahóf hátíðarinnar var haldið á Eiðum en það var einnig uppskeru- hátíð listnema frá LHÍ í Reykjavík, Vestera- len í Noregi, Arizona í Bandaríkjunum og Manchester á Englandi auk nemenda frá framhaldsskólum á Austurlandi. Listnemarn- ir höfðu eytt viku saman á Eiðum þar sem þeir tóku þátt í fjölbreyttu og krefjandi námskeiði í boði hátíðarinnar. Yfirskrift námskeiðsins var „leikur á mynd“ og lauk námskeiðinu með sýningu á verkum nem- endanna sem öll voru tekin upp á Austur- landi. Hátíðin spannaði þannig mun breiðara svið listgreina en titill hennar gefur til kynna. Ekki leikur nokkur vafi á að hún hefur náð að skipa sér í flokk með framsæknustu listahá- tíðum landsins. - vþ Vel heppnað Hreindýraland SAMBLAND LISTGREINA Verk Sigrúnar Lýðsdóttur og Tom Goulden sem var unnið sérstaklega fyrir 700IS Hreindýraland.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.