Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 32
24 9. apríl 2008 MIÐVIKUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 10 16 7 12 16 10 16 7 7 12 7 THE EYE kl. 8 - 10 VANTAGE POINT kl. 8 - 10 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 6 HORTON kl. 6 ÍSLENSKT TAL 16 16 7 16 16 16 16 THE AIR I BREATHE kl.6 - 8 - 10 VANTAGE POINT kl.6 - 8 - 10 IN BRUGES kl.5.45 - 8 - 10.10 HORTON kl.6 ENSKT TAL THE ORPHANAGE kl. 8 - 10 DEFINITELY MABY kl. 5.30 - 8 - 10.30 DEFINITELY MABY LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 VANTAGE POINT kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 THE OTHER BOLEYN GIRL kl. 8 SHUTTER kl. 8 - 10 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 3.30 - 5.45 HORTON kl. 3.30 ENSKT TAL HORTON kl. 4 - 6 ÍSLENSKT TAL SEMI PRO kl. 10.30 DOOMSDAY kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE OTHER BOLEYN GIRL kl. 5.30 - 8 THE EYE kl. 10.30 THE SPIDERWICK CRONICLES kl. 5.50 HEIÐIN kl. 10 THE KITE RUNNER kl. 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 5% 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á !óíbí.rk055 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu S.V. - MBL. „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir  „Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir MESTI FARALDUR SÖGUNNAR... MILLJÓNIR SÝKTAR... EINANGRUÐ... YFIRGEFIN... 25 ÁRUM SÍÐAR ER TÍMI MANNKYNSINS RUNNINN ÚT. FRÁBÆR VÍSINDATRYLLIR Í ANDA 28 DAYS LATER FRÁ LEIKSTJÓRA THE DESCENT! REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS FOOL´S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 7 FOOL´S GOLD kl. 5:40 - 8 - 10:30 VIP STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D 10 DOOMSDAY kl. 5:50 - 8 - 10:10 16 LARS AND THE REAL GIRL kl. 10:10 L 10.000 BC kl. 8 - 10:30 12 THE BUCKET LIST kl. 8 7 UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TALkl. 6 L STEP UP 2 kl. 6 7 3D-DIGITAL FOOL´S GOLD kl. 6 - 8 - 10:10 7 STÓRA PLANIÐ kl. 8:10D - 10:10D 10 HANNA MONTANA kl. 6 (3D) L JUNO kl. 8 - 10 7 UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TALkl. 6 L DIGITAL DIGITAL FOOL´S GOLD kl. 8 - 10 7 STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 10 STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 10 SEMI PRO kl. 8 L JUNO kl. 10 L STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 10 LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 L SHUTTER kl. 10:10 7 Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd. - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR DEFINITELY, MAYBE kl. 5.45, 8 og 10.15 L THE EYE kl. 8 og 10 16 SPIDERWICK CHRONICLES kl. 6 7 HORTON - ÍSLENSKT TAL kl. 6 L SEMI-PRO kl. 8 og 10 12 “Vel gerð ævintýra-og fjölskyldumynd. Með betri slíkum undanfarin misseri.” - VJV, Topp5.is/FBL - H.J. MBL Erykah Badu sló í gegn með fyrstu plötunnni sinni Baduizm sem kom út árið 1997. Sú plata var með mjúkri djass- og blúsá- ferð og þótti minna á söngkonur eins og Ninu Simone og Billie Holiday. Næstu tvær plötur, Mama’s Gun (2000) og Worldwide Underground (2003) voru fínar, en jöfnuðust þó ekki á við hinn fullkomna frumburð. Fjórða plata Erykuh, New Amerykah: Part One (4th World War) er nýkomin út, heilum fimm árum á eftir síð- ustu plötu. Og nú dregur til tíð- inda. New Amerykah er hreint mögn- uð. Þetta er ein af þessum plötum sem láta frekar lítið yfir sér við fyrstu hlustun, en vaxa og vaxa við nánari kynni. New Amerykah er meðal annars unnin með með- limum Sa-Ra hópsins og snillingn- um Madlib auk þess sem Quest- love Thompson, James Poyser, Roy Ayers og fleiri koma við sögu. Tónlistin er fjölbreytt og djörf. Platan byrjar á 70’s lituðu fönk-stykki, Amerykahn Prom- ise, og svo tekur hvert meistara- stykkið við af öðru. Kraumandi fönkbræðingur, hæggeng soul- djass stykki, ferskir hip-hop takt- ar og svo einhver óræð tilrauna- stemning sem litar bæði tónlistina og textagerðina. Og allt gengur þetta upp. Platan er tæpar sextíu mínútur og mætti ekki vera mín- útu styttri. New Amerykah: Part One er klárlega ein af plötum ársins það sem af er. Og Erykah er greini- lega í miklum ham þessa dagana því að þetta er bara fyrsta platan af þremur sem hún ætlar að gefa út á árinu. Trausti Júlíusson Djörf endurkoma Erykuh TÓNLIST New Amerykah: Part One (4th World War) Erykah Badu ★★★★★ Erykah Badu snýr aftur með sína djörfustu og framsæknustu plötu. Meist- araverk sem vex við hverja hlustun. Plötusnúðarnir Carl Cox og Fedde Le Grand munu ekki koma saman fram á Broadway síðar í mánuðin- um eins og áformað hafði verið. Cox vildi spila á Nasa og því munu þessir þekktu kappar keppast um hylli dansáhugamanna sama kvöld- ið. „Cox vildi koma til Íslands og spila á sama stað og GusGus. Síðan töldum við skynsamlegt að sam- eina þetta Fedde Le Grand-gigginu á Broadway enda óvenjulegt að tveir stórir plötusnúðar spili í Reykjavík sama kvöld. Umboðs- maður hans samþykkti þetta en þegar Cox frétti sjálfur af þessu sagði hann nei. Hann vildi bara spila á Nasa,“ segir Margeir Ing- ólfsson hjá Jóni Jónssyni, sem flytja Cox til Íslands. Tónleikar þeirra Cox og Fedde Le Grand verða miðvikudagskvöld- ið 23. apríl, daginn fyrir sumardag- inn fyrsta. Margeir segir að allt hafi verið í góðu milli skipuleggj- enda þegar þetta var ákveðið. Hann segist ekki hafa áhyggjur af öðru en að fólk muni fjölmenna á Nasa til að sjá Carl Cox. „Carl Cox er óumdeilanlega stærsti plötusnúður heims sem hefur ekki enn komið til Íslands þannig að við erum hvergi bangnir.“ Cox og Fedde ekki saman CARL COX Spilar á Nasa.FEDDE LE GRAND Spilar á Broadway. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors eru nýkomin heim frá Bretlandi eftir fjögurra mánaða dvöl. Þar léku þau í Hamskiptunum við góðan orðstír. Nóbels- verðlaunahafinn Harold Pinter mætti á lokasýninguna. „Við vorum að leika átta sinnum í viku í fjóra mánuði,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona. Hún og maðurinn hennar, Björn Thors, eru nýkomin heim frá Bretlandi eftir fjögurra mánaða útlegð þar sem þau léku í Hamskiptunum eftir Franz Kafka. „Þetta var ógeðslega gaman og líka frábær reynsla að prófa að búa erlendis,“ segir Unnur Ösp. Hamskiptin hafa heldur betur farið vel í Breta því uppselt var á hverju kvöldi og sýnt var sem fyrr segir allt að átta sinnum í viku. Þá hefur sýningin einnig hlotið einróma lof gagnrýnenda þar í landi. Unnur og Björn leystu af hólmi Nínu Dögg Filippus- dóttur og Gísla Örn Garðarsson og segir hún að gengi sýningarinnar hafi verið framar öllum vonum. „Við byrjuðum á að sýna í mánuð í London og fórum þaðan til sex eða átta borga minnir mig, þetta rennur allt meira og minna saman. Síðan snerum við aftur til London og lékum þar í tvær vikur.“ Þetta góða gengi hefur vakið athygli ytra og voru Björn og Unnur í viðtali við BBC á dögunum þar sem fjallað var um þennan mikla áhuga Breta á verkinu. „Það er eins og Bretarnir tengi sig mikið við verkið enda hafa þeir lifað í meiri nálægð við styrjaldir og þekkja stéttaskiptinguna vel,“ segir Unnur en einu sinni í viku voru umræður um sýninguna að henni lokinni þar sem leikarar ræddu við áhorfendur. Unnur segir að þar hafi þau orðið vör við hve sterk áhrif sýningin hafði á áhorfendur. Það var margt góðra gesta á lokasýningum Hamskiptanna sem fram fóru síðustu helgi. Þangað mættu meðal annarra menningamálaráðherra Bretlands, tónlistarmaðurinn Nick Cave og síðast en ekki síst Nóbelsverðlaunahafinn og leikritaskáldið Harold Pinter. „Það var aukin spenna að fá hann á sýninguna, Nóbelsverðlaunahafann. Hann er orðinn töluvert fullorðinn svo við náðum nú ekki að hitta hann eftir sýninguna en hann fór í hádegisverð með leikstjóranum og lagði blessun sína yfir þetta,“ segir Unnur. Unnur Ösp og Björn léku á ensku og segir hún það hafa gengið vel. „Það er auðvitað viss áskorun en við vorum með tvo Breta með okkur svo við höfðum samanburðinn. Stundum fór maður í hermikrákuleik til þess að ná hreimnum. Annars gerist verkið á mjög óræðum stað svo hreimur skiptir kannski ekki öllu,“ segir Unnur. Hún segir það einnig hafa verið gaman að kynnast því að vinna með breskum leikurum. „Þeir eru frekar ólíkir okkur. Við erum meira flippuð, en þeir svolítið íhaldssamir og fastir í hefðinni. Annar þeirra var mikill Shakespeare- leikari til dæmis. Þetta kom þó engan veginn niður á samstarfinu enda settum við jafnmikla pressu á þá og þeir á okkur. Við erum öll miklir vinir og annar þeirra er búinn að heimsækja okkur og hinn er á leiðinni,“ segir Unnur. Þeim Unni Ösp og Birni Thors fæddist sonurinn Dagur síðasta sumar. Hann fylgdi foreldrum sínum um gjörvallt Bretland. „Við vorum með ömmu hans með okkur til þess að passa, annars hefðum við aldrei getað þetta. Það gekk vel að ferðast með hann og hann dafnar vel,“ segir Unnur. soli@frettabladid.is Léku fyrir Harold Pinter VELHEPPNUÐ BRETLANDSFÖR Unnur Ösp Stefánsdóttir er komin heim eftir góða törn í Bretlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJÖRN THORS Lék með Unni Ösp í Hamskiptunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.